Stúdentablaðið - 01.10.1985, Blaðsíða 8
PAPPÍRSGJALDIÐ:
Á fyrsta fundi formanna
deidlarfélaga með stjórn SHÍ
komu fram mótmæli vegna
pappírsgjaldsins sem nem-
endurn var gert að greiða til
viðbótar við venjulegt innrit-
unargjald nú í sumar. Á þess-
um fundi var samþykkt eftir
nokkrar umræður að fela fé-
lagi læknanenta að semja bréf
til háskólaráðs þar sem þessu
gjaldi yrði mótmælt og þess
jafnframt krafist að háskóla-
ráð endurgreiddi deildarfé-
lögum þessa peninga. Verður
bréfið lagt fyrir næsta fund
formannanna og munu þeir
væntanlega allir skrifa undir
það áður en það verður sent
háskólaráði.
En hver er forsaga þessa
máls? Flestir munu sammála
um að afgreiðsla þess hafi öll
verið með hinu undarlegasta
móti. Á fundi háskólaráðs
þann 18. apríl var samþykkt
að innritunargjöld skyldu
verða kr. 1.800 skv. tillögu
frá Stúdentaráði. Síðan gerist
það að réktor Háskólans
ákveður að lcggja þetta 500
kr, pappírsgjald ofan á þá
upphæð. Var sú ákvörðun
tekin án nokkurs samráðs við
háskólaráð eða stúdentaráð,
enda kom hún mönnum
gjörsamlega í opna skjöldu.
Strax og þetta fréttist sam-
þykkti stjórn SHÍ að mót-
mæla þessu gjaldi harðlega.
Var sent bréf til háskólarekt-
ors þar sem þessu var mót-
mælt sem og vinnubrögðum
við afgreiðslu málsins. Jafn-
frantt var kannaður réttur
rektors til slíkra ákvarðana
og kom í Ijós að hann hafði
fullan rétt til að ákveða þetta
uppá sitt eindæmi — því
miður.
Á fundi stúdentaráðs þann
13. júní var sfðan samþykkt
ályktun þar sém þessu var
mótmælt og hún send yfir-
stjórn Háskólans.
En annað gerðist ekki og
nemendur þurftu að gréiða
þetta gjald hvað sem öllum
mótmælum leið.
Nú hefur málið sem sagt
verið tekið upp að nýju og
vonandi endurtekur þetta sig
ekki á næsta ári.
Félagstofnun
og fleira skemmtilegt
Eins og kynnt var hér f
síðasta blaði eru ýmsar breyt-
ingar orðnar á rekstri Félags-
stofnunar stúdenta. Menn
hafa eflaust tekið eftir
breyttum matseðli matstof-
unnar sem dregið hefur að sér
fjölda manns — svo marga að
helsta vandamál matsölunnar
er hversu löng biðröðin getur
orðið rétt eftir kl. 12.
Nokkrar breytingar verða
gerðar á innréttingum Stúd-
entakjallarans. Borð ogstólar
sem þar eru verða seld og ný
húsgögn keypt í staðinn.
Verður staðurinn eitthvað
stúkaður niður eins og tíðk-
aðist í „gamla daga“ og nýja
kaffivélin er rétt ókomin.
Sú nýbreytni hefur og verið
upp tekin að tvisvar í viku, á
þriðjudags- og laugardags-
kvöldum verða tónlistaruppá-
komur í Stúdentakjallaran-
um. Og auðvitað hvetjum við
alla til að kíkja ofaní „kjallar-
ann“ sinn. Hann verður fram-
vegisopnaður kl. 3ádaginn.
Þá hefur stjórn F.S. ákveð-
ið að leigja út sal Félagsstofn-
unar í vetur á almennum
markaði. Á með því móti að
reyna að ná inn tekjum til að
standa undir föstum kostnaði
við húsnæðið. Þannig má gera
ráð fyrir að oft verði mikið
um að vera; dansleikir,
hljómleikar og hver veit
hvað.
Þetta á þó ekki að koma í
veg fyrir að ýmis félagasam-
tök stúdenta geti nýtt sér
salinn eins og þau hafa gert
undanfarin ár. Eitthvað smá-
vegis verða menn látnir borga
fyrir afnotin (allt að 2.000 kr.
hefur heyrst) en það fer bæði
eftir því hvenær menn vilja fá
salinn og til hverra nota hann
er ætlaður. En allar upplýs-
ingar um þetta mál fást að
sjálfsögðu á skrifstofu F.S.
Eru þeir sem áhuga hafa ein-
dregið beðnir um að snúa sér
til hennar sem fyrst.
Varðandi fundaaðstöðu
sem hin ýmsu félög höföu í
hliðarsal Félagsstofnunar þá
er það mál óleyst að hluta til
ennþá. Minni fundi geta
menn haldiö í fundaherbergi
SHI á annarri hæð Félags-
stofnunar (þó ekki stærri en
12 manna fundi).
Ein leið til lausnar þar til
einhver framtíðarlausn finnst
er að fá að halda fundi á
kaffistofunum.
STÚDENTABUAÐID