Stúdentablaðið - 01.10.1985, Blaðsíða 4
RITNEFND STUDENTABLAÐSINS:
LÁNÞEGAR!!!
ATHUGIÐ.
Viðtalstími fulltrúa SHÍ í stjórn Lánasjóðs
íslenskra námsmanna er á fimmtudögum milli kl.
17 og 18. Snúið ykkur til þeirra ef um meiriháttar
vandamál er að ræða. Smærri vandamál ætti
starfsfólk skrifstofu SHÍ að geta leyst, s.s. aðstoð
við útfyllingu umsókna.
Frá félagi stúdenta
í heimspekideild:
Það er nú það. Fyrsta fundi
ritnefndar Stúdentablaðsins
var að ljúka réjt í þessu.
Greinilegt var að margir vissu
ekki hvað ritnefndin er eða til
hvers. A.m.k. var mætingin
slök, þrátt fyrir að búið væri
að hafa samband við nær alla
sem skipa áttu í nefndina.
Sökum þess hve fáir fund-
armenn voru kom fátt mark-
vert fram á fundinum, en þó
ýmsar ábendingar til ritsjóra
um hvernig mætti haga efnis-
öflun í blaðið.
Ekki orð meira um það.
Þann 19. ágúst lét hún Soff-
ía Karlsdóttir af störfum sem
starfsmaður á skrifstofu SHÍ.
Var hún mörgum orðin að
góðu kunn, enda búin að
starfa á skrifstofunni síðan í
janúar 1984.
Við stúdentar þökkum
henni fyrir gott starf og sam-
veruna. Hún er þó ekki alveg
fjlí ^
Það er hins vegar skorað á
þau deildarfélög sem enn
hafa ekki skipað fulltrúa í
þessa ritnefnd að gera það
hið snarasta. Þessari ritnefnd
er m.a. ætlað að sjá um að
ritstjóri hafi einhverja nasa-
sjón af því sem er að gerast í
deildunum. Og einhvern veg-
inn verður hann að frétta það.
Næsti fundur ritnefndar
verður þriðjudaginn 29. okt-
óberkl. 17:15. Sérstök athygli
er vakin á því að fundurinn er
öllum opinn og að kaffi verð-
ur á boðstólum.
horfin okkur því hún er ein af
leikurunum í EKKÓ.
Jafnframt bjóðum við vel-
kominn til starfa nýjan
starfskraft Björgu Kristjáns-
dóttur en hún hóf störf á
skrifstofunni 19. september.
Skrifstofan hefur nú verið
opnuð samkvæmt vetraráætl-
un og er opin alla virka daga
kl. 10-17.
Það hefur farið fram hjá
mörgum að þetta félag er til
og því full ástæða til að kynna
það lítillega.
Hlutverk þess er fyrst og
fremst að gæta sameiginlegra
hagsmuna stúdenta í Heim-
spekideild, svo og að efla
tengsl og samstarf milli stúd-
enta í hinum ýmsu greinum
deildarinnar.
Stjórn félagsins er skipuð
tveim stúdentum sem jafn-
framt eru fulltrúar stúdenta í
deildarráði. í tengslum við
félagið starfar Samstarfs-
nefnd F.S.H. í henni eiga
sæti deildarfundarfulltrúar
stúdenta og einn fulltrúi stú-
denta úr hverri námsnefnd
innan deildar auk deildar-
ráðsfulltrúa.
Samstarfsnefnd kemur
saman að minnsta kosti einu
sinni á hverju misseri og ræðir
málefni sem varða stúdenta,
deildina og Háskólann.
Félagið hvetur greinafélög
til að hraða skipun náms-
nefndafulltrúa þar eð náms-
nefndir eru eini vettvangur-
inn þar sem stúdentar hafa
jafnan atkvæðisrétt og kenn-
arar.
Með meiri virkni náms-
nefnda og samstarfsnefndar
F.S.H. geta stúdentar haft
meiri áhrif á starfssemi deild-
arinnar. Stúdentum er bent á
að snúa sér til námsnefndar-
fulltrúa sinna eða beint til
stjórnar F.S.H. (deildarráðs-
fulltrúa) með öll þau mál sem
varða hagsmuni stúdenta.
Á þessu skólaári ’85-’86
skipa þær Svanhildur Óskars-
dóttir (S: 25716) og Svala
Þormóðsdóttir (S: 16428)
stjórn F.S.H.
4
STUDENTABLAÐIÐ