Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.10.1985, Blaðsíða 30

Stúdentablaðið - 01.10.1985, Blaðsíða 30
FUNDUR í F.S. 24. OKT. „ÍLEITAÐLÍFSSTEFNU“ - GETUM VIÐ TREYST BIBLÍUNNI í ÞEIRRILEIT? hinu fjölbreytta nútímaþjóðfélagi? Er þess virði að stofna fjölskyldu og fæða nýja einstaklinga inn í þennan heim? Á hvaða tind skal stefnt? Og þegar næsta tindi er náð, hvert stefni ég þá annað en í gröfina? Þegar þannig er spurt er spurt um lífsstefnu, spurt um þann farveg sem líf okkar rennur um. Hver er sá farvegur? Hvert leiðir hann? Fimmtudaginn 24. október kl. 20:30 ræðir prófessor Þórir Kr. Þórðarson um ofanskráð efni í félagsstofnun stúd- enta. í upphafi fundarins verður flutt stutt tónverk en að því loknu mun prófessor Þórir leiða okkur í ýmsa þanka um „lífið og tilveruna" og hina fornu bók, Bibliuna. Gott tækifæri mun síðan gef- ast til að ræða efni kvöldsins og atriði er hann ræddi um í SALT-blaðinu. Að spá í „lífið og tilveruna“ er hverjum íslenskum stúdent í blóð borið. Hann telur sig hafa slitið barns- skónum og vera kominn af mesta gelgjuskeiðinu. Framundan eru ýmsar erfiðar og afdrifaríkar ákvarðanir sem hinn fulltíða einstaklingur kemst ekki undan að takast á við. Hvað ætla ég að verða, nú þegar ég er orðin(n) svona stór? Hvernig get ég best fótað mig í Fundurinn í Félagsstofnun stúdenta hefur þessar spurningar allar í huga en einnig þá spurningu hvort Biblíunni sé hægt að treysta með einhverjum hætti við úrvinnslu þessara spurninga. Fundurinn er öllum opinn. DAGSKRA KSF: Dagrkrá KSF (fundir eru að Freyju- götu 27 3. hæð, nema annað sé tekið fram) 24. okt. Fundur í Félagsstofnun stúdenta (sjá nánar á þessari síðu) 1. nóv. Nehemí 1:1 — 6:16 Hópur sér um fundinn 8.-10. nóv. Söluferð með bækur SALTS 15. nóv. Bænin Margrét Hróbjartsdsóttir talar 22. nóv. Kýli þjóðfélagsins Tekið sameiginlega á málinu 30 STÚDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.