Stúdentablaðið - 01.10.1985, Blaðsíða 21
garða. Þeir koma aldrei nálægt
reikningum hússins, og er því líklegast
notuð til að punta ferðaskrifstofuna eða
til að klæða stúdentakjallarann marmara.
Félagsstofnun er ekki
gróðafyrirtæki
En látum nú vera þó þeir hirði tvisvar
af okkur greiðslu fyrir eina og sömu
þjónustu. Látum vera þó þeir hirði 1.400 kr.
milljón sem með réttu er okkar. 1.400 kr.
fyrir afborganir af lánum hússins er hins
vegar engan veginn hægt að sætta sig við.
P WÍ. HRrn.
yar að kynna starfsemi F.S. fyrir nýnemum.
Pví þar er ekki aðeins um peninga að
ræða, heldur grundvallarsjónarmið fé-
lagsstofnunar: Á F.S. að vera félagslega
rekið fyrirtæki eða fyrirtæki óháð stúd-
entum sjálfum þar sem öll þjónusta er
seld fullu verði; stúdentar hugsi svo hver
um sitt skinn? Sé síðari kosturinn valinn,
eins og stefnan er nú, hvers vegna er þá
fyrirtækið á ríkisstyrkjum og til hvers
borga þá nemendur Háskólans árlega
háa upphæð í sameiginlegan sjóð fyrir-
tækisins?
Sama spurning vaknar í sambandi við
annan rekstur F.S. Tökum sem dænti
bóksöluna, en hún er öllum námsmönn-
um jafn mikilvæg sé hún rekin með
hagsmuni stúdenta fyrir brjósti, eins og
ætla inætti fyrst fyrirtækið á að heita
þeirra. f>ar ættu sem sé að fást bækur og
gögn á lægra verði en gengur hjá einkafyr-
irtækjum úti í bæ. Raunin er aftur sú að
Bóksala stúdenta er cngu ódýrari en
aðrar bókaverslanir, nemasíðursé. Stútí-
entar hagnast því ekkert á að versla í
eigin búð.
Þá má nefna ferðaskrifstofuna sem
þeir hjá F.S. státa sig gjarnan af og sem
nú hefur verið stækkuð og prýdd. Skyldi
hún vera góöur kostur námsmönnum á
ferðalagi? Nei, það er af og frá. Hún
býður kannski heppilegar heimsreisur og
Síberíutúra ódýra miðað við lengd, þ.e.
ferðir sem venjulegir námsmenn hafa
hvort eð er ekki efni á. Ætli hins vegar 50
manna hópur nemenda Háskólans að
bregða sér stutta ferð til Amsterdam að
flytja íslenska kórtónlist, þá hefur ferða-
skrifstofan ekki betri kost en svo að
hópurinn leitar út í bæ til viðskipta. Samt
tíðkast um allan heim margs konar náms-
mannaafsláttur, svo ferðaskrifstofa í eigu
stúdenta ætti öðrum ferðaskrifstofum
frentur að geta krækt í hagstæða samn-
inga.
Stúdentum úhýst
Hverjar skyldu svo vera síðustu að-
gerðir stjórnar F.S. varðandi þessa ferða-
skrifstofu; sem er stúdentum gagnslaus,
Jú, með miklum tilfæringum og peninga-
sóun fluttu þeir hana inní upppuntað funda-
herbergi stúdenta, sem um leið máttu
hypja sig annað. Og þá er komið að
einum þætti í hinni nýju stefnu fram-
kvæmdastjórans, sem er sá að hirða af
stúdentum félagsheimili þeirra. Nú fá
ekki félög stúdenta framar að nota sam-
komusalinn í byggingu þeirra við Hring-
braut nema þau borgi fyrir.
Þá hefur stjórnin rekið Stúdenta-
leikhúsið út, svo hún geti leigt salinn
utanaðkomandi aðilum en leikhúsið fær
náðarsamlegast að halda þar sýningar,
svo fremi ákveðið sé með miklum fyrir-
vara hvenær þær skuli haldnar. Þetta
finnst Ársæli Harðarsyni ákaflega sniðugt
og gengur svo langt að státa sig af, í
umræddu viðtali. Og spyrillinn hlustar
þegjandi á þessa undarlegu athugasemd:
„Stúdentaleikhúsið sýndi það í sumar aé
það er hægt að æfa leikrit annarsstaðar en
sýna hérna í F.S."
En í sama blaði á santi spyrill viðtal við
framkvæmdastjóra, Stúdentaleikhússins.
Þar kemur í ljós að leikararnir eru á
þvælingi urn allan bæ, sem auðvitað hefur
í för með sér erfiðleika og aukin útgjöld,
og var hagurinn slæmur fyrir. Þessi eru
laun fólksins sem með ómældri sjálfboða-
vinnu hefur aukið hróður stúdenta og eflt
tengsl þeirra við almenning, en flestir eru
sammála um að ekki veiti af.
Einkarekstur á kostnað
ríkisins og stúdenta
Þannig cr stjórnviskan og læt ég nú
upptalningu lokið.
Ársæll Hararson. Þegarþiðfélagarhafið
að fullu náð stofnuninni af stúdentum og
rústað öllum félagslegum einkennum
hennar; þegar þú þykist hafa skólast nóg
í framkvæmdastjórn og tclur þig geta
stjórnað fyrirtæki svo sem frjálshyggju-
manni særnir, þá standa þér trúlega allar
dyr einkafyrirtækja opnar. Þá muntu
komast að því, að það er engin skraut-
fjöður að reka með gróða fyrirtæki sem
auk þess að njóta ríkisstyrkja, fær árlega
miklar greiðslur frá eigendum sínum.
Það er hins vegar Ijótt að taka við slíkum
greiðslum en selja samt greiðendunt alla
þjónustu fullu verði. Enn verra er hitt, að
taka við félagsgjöldum íbúa hjónagarða
og græða svo á þeim með því að láta þá
borga skuldir sem sannarlega eru ykkar.
Og allt þetta peningaplokk án þess að
nokkur hagnaður sjáist, hvorki í pening-
um né aukinni eða bættri þjónustu fyrir
stúdenta. Nei, haldist þú einhvern tíma
innan dyra hjá einkafyrirtæki verðurþað
ckki vegna hæfileika þinn að halda
vcl á spöðunum, heldur vegna svívirði-
lcgra vinnubragða þinna. En slíkt hefur
víst alltaf þótt nokkuð fínt.
Það skal tekið fram að allar upplýsingar
og skodanir scni seltar cru fram í grein þessari
eru alfarið á ábyrgð höfundar hennar.
Stúdentablaðið
Aðui
SOLSALOON
LAUGAVEGI99
Símar22580 og 24610
Bamavideo og ekta ffufubad
Aukaleffa:
Slendertone ffrenmnffar- og vödvaþjálfunartœki
Frábært vid staöbundinni fitu og vöövabólffu
Háyœda sólbekkir
M.A. professional
U. W.FJ. studio-linc
Verðið brún á aðeins 5 tímum t
speyla perum (Quick Tan)
Uollasta ott áhrifarikasta prran á markatm-
um
10 tímar t Belarium-S o<j Gold
sunnperum
VERID VELKOMIN
STÚDENTABLAÐIÐ
21