Stúdentablaðið - 01.10.1985, Blaðsíða 20
I I LUiSSTOI Xn STÚDEISTA
Ti;iíL\ Á ItLIAIO
Eítir Giiimar Porstcin Halldórsson
í fyrsta Stúdcntablaöi þessa vetrar cr
viðtaí við framkvæmdastjóra Félagsstofn-
unar stúdenta, Ársæl Harðarson. Fær
hann þar á einni opnu að prísa sjálfan sig
og stofnun sína, og fjölyrða um nauðsyn
þess að þeir sem nú ráða þessari stofnun
megi stjórna henni sem lengst, og helst
þannig að stúdentar sjálfir komi þar
hvergi nærri. Ekki ncnni ég að ræða allar
hinar einkennilegu athugasemdir fram-
kvæmdastjórans. Fað eitt fær mig til að
skrifa, í reiði minni og hneykslan, sem
ekki kom fram í viðtalinu.
Ársæll lofsyngur óspart verk sín og
stjórnar sinnar, rekstur F.S., rétt eins og
allt sé þar í stakasta lagi. En það hvarflar
hvorki að spyrli né viðmælanda aö minn-
ast svo sem einu orði á versta mál sem
upp hefur komið um langa hríð varðandi
þessa stofnun og er deilur okkar íbúa
hjónagaröa og stjórnar F.S. frá í sumar.
Pað mál þótti ekki ómerkilegra en svo að
dagblöðin slógu því upp á forsíðu. Hjá
blöðunum reyndist umræðan þó fremur
ætluð til að gagnast fjárhag þeirr en
lesendum. svo almenningur fékk ranga
mynd af málum en stúdentar allir biðu
hnekki af. Pví hefði mátt ætla að Stúd-
entablaðið gerði grein fyrir deilunum eða
að Ársæll sjálfur sýndi stúdentum þá
kurteisi að tjá sig um þær, fyrst hann fékk
tækifæri til. Það þóknaðist honum ekki,
sem kannski er engin furða því sagan er
ljót. En það er best ég segi han;(, og hnýti
við í leiðinni nokkrum athugasemdum
varðandi stofnun þá sem á að heita
félagsstofnun okkar stúdenta.
Hjónagarðsdeilan
Aðurnefndar deilur hófust þegar stjórn
F.S. tilkynnti íbúum Hjónagarða fyrir-
varalausa hækkun leigunnar úr 4.400 kr.
í 5.200 kr. Þótti okkur nóg komið af
hækkunum, brugðumst því ókvæða við
og neituðum að borga nema hinir háu
herrar hittu okkur fyrst og ræddu málin.
Pví var ekki sinnt, heldur sendu þeir
hverjum íbúa skeyti og fleiri en eitt í
sömu andrá. Þau voru á kostnað hinnar
fátæku stofnunar, en skilaboðin voru í
mörgum orðum þessi: „Borgiðeðahypjið
ykkur út“.
Nú er rétt að taka fram að upphæð sú
sem við borgum fyrir okkar 36 fermetra
holur, ýmist dimmar, kaldar eða lekar, er
ekki aðeins þessi. Að auki borgum við
um 1500 kr. fyrir rafmagn og hita á
mánuð, fyrir eigin rafmagnstæki borgum
við 250 kr. til viðbótar fyrir hvert tæki, og
enn bætist við þvottavélakostnaður, því
hann er ekki reiknaður með rafmagninu,
500-800 kr. á mánuði. Samtals borgar því
hver fjölskylda upp undir 8000 kr. á
mánuði fyrir vistina. Pað kann svo sem
að þykja lítið sé miðað við almennan
leigumarkað. Okkur finnst þetta hins
vegar hátt verð fyrir litlar íbúðir, reknar
á félagslegum grundvelli. Menn skulu
athuga að hér er um aö ræða hús stúdenta
fyrir stúdenta, og einmitt fyrir þá stúd-
enta sem eru verst settir, húsnæðislausir.
Það er nefnilega valið úr umsækjendum
íbúða og þeir komast inn scm stjórn F.S.
tclur helst þurfa á íbúð að halda. Pess
vegna búa hér námsmenn með eitt og allt
upp í 4 börn á framfæri sínu, cinstæðar
mæður og fólk utan af landi sem ekki á
þess nokkurn kost að búa í foreldrahús-
um meðan á námi stendur.
Eru stúdentar ölmusufólk?
Stjórn F.S. þekkir vel aðstæður íbúa
hússins. En hún kýs að horfa fram hjá
þeim og hefur það citt að markmiði að
reka hjónagarða á núlli, að eigin sögn. Sú
krafa er þó ekki orsök deilnanna, því
íbúðar hjónagarða taka fullt tillit til henn-
ar. Innifalið í leigunni, þessum 5.200
krónum, er nefnilega allur rekstur hússins
og viðhald; íbúar borga allar framkvæmd-
ir og sjá um þrif og annað slíkt sjálfir.
Utgjöld F.S. eru engin. Það sem okkur
gremst er aftur á móti þetta: Mánuð
hvern greiðir hver fjölskylda 1.400 kr. í
afborganir af lánum sem á húsinu livíla.
Við erum með öðrum orðum að borga
upp það hús sem F.S. ætlar að eiga. Þetta
er sama andstyggilega aðferðin og tíðkast
nú á verstu tímum við íbúðakaup: Maður
hefur aðstöðu til að búa frítt og á fyrir
útborgun í íbúð, hann notfærir sér eymd
lítilmagnans og leigir honum íbúðina fyrir
okurprís og notar aurinn í afborganir. Að
nokkrum tíma liðnum á maðurinn íbúð-
ina, hann rekur lítilmagnann út og sá byrjar
að nýju að borga upp annars manns hús.
Um þetta snýst deilan fyrst og fremst.
En þetta þykir Ársæli Harðarsyni eðli-
legt. Svo og Vöku-mönnum og Umbóta-
sinnum, fulltrúm stúdenta í stjórn F.S.
Þessum mönnum finnst eðlilegt að þeir
sem helst þurfa á húsi stúdenta að halda
borgi það sjálfir, en án þess þó að eignast
hlut í því. Frjálshyggjusjónarmiðið er
alls ráðandi: „Sjáið um ykkur sjálf aum-
ingjar; okkar krónur fáið þið ekki.“
A4eð tilliti til eðlis og hlutverks Félags-
stofnunar er hins vegar eðlilegt að húsið
sé borgað úr sameiginlegum sjóði stúd-
Stúdentakjallarinn — myndin er tekin þegar
enta, af stofnuninni sem kemur til með
að eiga það og nota fyrir þá félaga sína
sem helst þurfa með hverju sinni. Á sama
hátt er eðlilegt að rekin sé matsala fyrir
þá félaga sem ekki hafa aðstöðu til
eldamennsku, þótt sú matsala veröi ekki
rekin með hagnaði. Stúdentar eiga
m.ö.o. kröfu á að Félagsstofnun sé liags-
munafyrirtæki stúdenta en ekki gróðafyr-
irtæki eða eldisstöð framkvæmdastjóra
og framagosa.
En það er fleira sem ergir okkur
hjónagarðsbúa. Enn má nefna tölu sem
er innifalin í leigunni og er kölluð gjald
fyrir skrifstofurekstur, eða eitthvað í þá
veru. Það sama borgum við með innritun-
argjaldi Háskólans, en eins og mönnum
er kannski kunnugt rennurum helmingur
þess til F.S. íbúarhjónagarða — einstæðu
mæðurnar þar á meðal — greiða því
tvisvar fyrir sama hlutinn.
Þá má nefna styrki sem Ríkissjóður
borgar ár hvert til F.S., þ.á.m. til hjóna-
20
STÚDENTABI.AÐIÐ