Stúdentablaðið - 01.10.1985, Blaðsíða 19
ÁTTU BARN?
— vantar
Þig
pening
Jú það er málið. Það fylgir
því kostnaður að eiga börn.
Hvernig tekur Lánasjóðurinn
tillit til barnafólks í námi?
LÍN skiptir barnafólki í tvo
flokka eins og venjan er um
þennan undarlega lióp fólks
sem á börn. Annars vegar eru
það einstæð foreldri. Fram-
færslukostnaður þess liækkar
um 50% vegna fyrsta barns,
um 30% vegna annars barns
og um 20% vegna hvers barns
umfram tvö. Þannig að sé
námsmaður einstætt foreldri,
búi í leiguhúsnæði, hafi tekjur
innan þeirra marka sem LÍN
reikriar honum í framfærslu í
leyfi og eigi 3 börn (!) þá fær
hann 1,0+0,5+0,3+0,2=2,0
eða tvöfalt lán. Það ber að
athuga að meðlagsgreiðslur
hafa áhrif á þessa útreikn-
inga.
Hins vegar eru það ekki-
cinstæð foreldri, þ.e. gift og
hálfgift fólk. Framfærslu-
kostnaður „slíks" námsmanns
hækkar um 20% vegna fyrsta
barns og um 15% vegna hvers
barns umfram það. Barneign
hefur einnig áhrif á fram-
færslukostnað maka. Sé hann
einnig við lánshæft nám þá
gildir þetta fyrir þau bæði,
enda er hver námsmaður
meðhöndlaður sem einstakl-
ingur hjá sjóðnum.
Sé maki ekki við lánshæft
nám hækkar framfærslu-
kostnaður hans um 10%
vegna fyrsta barns og um 5%
vegna hvers barns eftir það.
Þannig að, svo dærni sé tekið,
ef námsmaður er í sambúð og
maki er heimavinnandi þar
sem þau eiga 3 börn þá myndi
viðkomandi námsmaður fá
stuðulinn 1,0+0,2+0,15
+0,15+0,5+0,1 +0,05+0,05
= 2,2 eða örlítið meira en
hinn einstæði námsmaður
með þrjú börn. Enda er þá
makinn á framfæri hans líka.
Eitt í viðbót ætti barnafólk
að athuga. Greiði námsmenn
meðlög með börnum sínum
geta þeir sótt um að fá nárns-
lán fyrir þeim greiðslum. Um
það þarf að sækja sérstaklega
til sjóðsins og slík viðbótarlán
eru greidd beint til réttra
aðila.
Og fái námsmenn greidd
meðlög með börnum sínum
kemur það til lækkunar á láni
til þeirra þar sem meðlög eru
meðhöndluð sem tekjur.
STÚDENTABLAÐIÐ