Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.10.1985, Blaðsíða 24

Stúdentablaðið - 01.10.1985, Blaðsíða 24
SPJALLAÐ VIÐ ÞORSTEIN GYLFASON UM HÁSKÓLATÓNLEIKA OG FLEIRA Nú á haustdögum eru að hefjast Háskólatónleikar, ellefta árið í röð. í tilefni þess leitaði ég uppi Þorstein Gylfason dósent í heimspeki og mik- inn áhugamann um tónlist. „Alætu á tónlist“ eins og hann orðar það sjálfur. En hann var annar frumkvöð- ull þess ásamt Þorkatli Helgasyni dósent í stærðfræði að þeir voru teknir upp haustið 1974. Af hverju var heimspekingurinn að beyta sér fyrir þessu tónleikahaidi á sínum tíma? „Það var brýn þörf fyrir svona starf- semi í bænum, bæði fyrir Reykvfkinga og tónlistarfólkið sjálft. Þá var að byrja að verða til fyrsta kynslóð tónlistarfólks á íslandi sem mátti ætla að fengi að lifa af list sinni hér heima hjá sér. Þetta var ljómandi glæsilegur hópur af ungu fólki eins og sannast hefur síðan. En þá vantaði hann vettvang til að sýna hvað í honum bjó.“ Hvernig var þessu tónleikahaldi hátt- að í upphafi? „Tónleikarnir voru hálfsmánaðar- lega á vetri, og haldnir í Félagsstofnun- arsalnum síðdegis á laugardögum. Tónlistarfólk var beðið að senda tón- leikanefnd uppástungur um efnisskrár. í nefndinni sátum við Þorkell með tveimur stúdentum, þeim Baldri Sig- urðssyni og Christopher Sanders sem báðir eru nú málfræðingar. Við völdum úr og skipuðum niður á veturinn ailan í einu. Það sóttu fleiri til okkar en komust að, og aðsókn að tónleikunum var góð og stundum mjög góð.“ Sækir Þorsteinn tónleikana enn þó skipulaginu hafi verið breytt og þeir nú haldnir í hádeginu á miðvikudögum? „Já ég mæti ef ég mögulega get.“ En tónlistarlíf hér innan Háskólans, „Það mætti gjarnan vera miklu meira.“ Hvað með áform um að færa ýmsa menningarmenntun upp á háskólastig eins og t.d. tónlistarskóla eða Mynd- lista og handíðaskólann? „Það væri afbragð, en það er tvennt að varast. Annars vegar það að leggja tónlistarháskólanám — og hvers konar listaháskólanám — undir sömu stofnun og hefðbundið háskólanám hér í okkar skóla og Kennaraháskólanum. Ég held það yrði farsælla að hafa sjálfstæða listaháskóla eins og nú er vísir að í Tónlistarskólanum í Reykjavík; með því móti stuðlum við að fjölbreytni í skólahaldi sem alltof lítið er af. Hitt er það þarf endilega að tryggja að slík háskólakennsla — og öll önnur raunar líka — verði ekki til þess að ungt fólk hætti að fara utan til náms hópum saman. Það er lífsskilyröi fyrir bæði listir og fræði í landinu að æsku- fólk fari sem víðast út um allan heim að læra listir sínar, og það ekkert síður þótt hægt sé að leggja stund á sömu greinar hérna heima. Ef það er hægt er þörfin kannski mest." Hvað þá með ákvörðun stjórnar LÍN iim að gera mönnum næsta óklcift að komast í „undergraduate“ nám í „Fagurfrœði er mjög leiðinleg. “ 24 STÚDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.