Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.03.1993, Qupperneq 2

Stúdentablaðið - 01.03.1993, Qupperneq 2
Að þora er erfitt - og þó öll fæðumst við nakin svo hjúpum við okkur og fjarlægjumst eitthvað bærist - komum fram teygjum okkur inn í tómið á milli okkar: Ljóða- og smásagnasamkeppni Stúdentaráðs Skilafresturinn framlengdur til 1. apríl Skilið efninu á skrifstofu Stúdentaráðs, 2. hæð í húsi Félagsstofnunar. Glæsileg verðlaun í boði Stefnt að tillögum um nýtt námsaðstoðarkerf i í vor Allar námsmannahreyfingarn- ar og ungliöahreyfingar stjórn- málaflokkanna, utan S.U.S., vinna nú saman aö því aö móta nýjar og raunhæfar hug- myndir um nýtt námsaöstoöar- kerfi sem leysti lánasjóöinn af hólmi. Stefnt er aö því aö leggja fram sameiginlega til- lögu í vor. „Markmiðið með þessu starfi er að koma umræðunni um lánasjóðinn upp úr skotgröf- unum,“ sagði Kristinn H. Einarsson, fram- kvæmdastjóri Iðnnemasambandsins. Hug- myndin að þessu breiða samstarfi kom fyrst fram á sambandsstjómarfundi INSI í haust og síðan óskaði Stúdentaráð eftir að eiga að- ild að undirbúningi viðræðnanna. Núna hafa verið haldnir tveir fundir og byrjað er að safna saman fyrstu hugmyndunum. „Það komu strax fram ýmsar nýjar hugmyndir sem ekki hafa áður sést.“ Að sögn Kristins hefur það verið ann- marki á umræðunni um námsaðstoð hingað til að alltaf sé talað út frá lögunum um L.Í.N. eins og þau voru sett árið 1982. „Við í Iðnnemasambandinu viljum meina að þar sé röng hugsun að baki. Lánasjóðurinn var hugsaður fyrir háskólanám og annað nám, svo sem sémám og iðnnám, hefur verið tekið inn sem undantekningar. Þetta hefur þýtt að annað nám en háskólanám hefur átt undir högg að sækja.“ Kristinn telur brýnt að skoða mennta- kerfið í heild sinni og sníða námsaðstoðar- kerfið sem hluta af því. Hann bendir á þá endurskoðun á menntakerfinu sem nú er í gangi og áherslur á til dæmis tækninám. „Ef það á að breyta áherslum í menntakerf- inu verður að skoða námsaðstoðarkerfið í leið- inni því það er óaðskiljanlegur hluti af því. I dag er menntamálaráðuneytið að leggja á- herslu á eitt en stjóm lánasjóðsins gerir allt annað, samanber til dæmis að skera frum- greinadeild Tækniskólans burt sem láns- hæft nám.“ Kristinn sagði ómögulegt að segja til um það í dag á hvaða formi tillögumar um nýtt námsaðstoðarkerfi verði. „Þegar búið er að móta hugmyndir þá á eftir að reikna þær út en það er grundvallaratriði að koma með raunhæfar tillögur. Við ætlum ekki að byggja skýjaborgir eða setja fram óskalista. Það er ljóst að það væri ekkert vandamál að búa til kerfi ef það væru til nógir peningar. Spurningin er hins vegar hvemig við ætlum að skipta takmörkuðum fjármunum á sem réttlátastan hátt þannig að það skili bæði námsmönnunum sjálfum og þjóðfélaginu öllu sem mestu.“ Ef sníða á raunhæft námsaðstoðarkerfi, þarf þá að taka fortíðarvanda L.I.N., öll er- lendu lánin, með í dæmið? „Eg vil ekki hafa neinar skoðanir í því á þessu stigi“ sagði Kristinn. „Hins vegar eru fordæmi fyrir því að kerfum sé lokað áður en ný em stofnuð, til dæmis þegar gamla húsnæðislánakerfinu var lokað. Fortíðarvandi lánasjóðsins er ekki námsmönnum dagsins í dag að kenna en þeim er hegnt fyrir hann.“ Kristinn er óánægður með þá ákvörðun Sambands ungra sjálfstæðismanna að segja sig úr samstarfinu strax að loknum fyrsta fundi. „Það var mjög skrítið því engar hug- myndir höfðu verið lagðar fram og eina for- sendan fyrir þátttöku var að viðkomandi Kristinn H. Einarsson, framkvæmda- stjóri Iðnnemasambands íslands, seg- ir þaö vera grundvallaratriöi aö móta raunhæfar tillögur um námsaöstoöar- kerfi, tillögur sem búiö sé aö reikna út aö geti gengið. hreyfing væri því sammála að hér þyrfti að vera námsaðstoðarkerfi.“ Kristinn vonar að brotthvarf ungra sjálfstæðismanna spilli ekki mikið fyrir möguleikunum á því að ná fram raunhæfum breytingum. „Það er góður andi á fundunum og nú þurfum við tíma og næði til að vinna. Eftir að sameiginlegar til- lögur liggja fyrir þá einbeitum við okkur að því að kynna þær innan stjómmálaflokkana og út í þjóðfélaginu og vonandi næst þannig mjög breið samstaða um nýtt námsaðstoðar- kerfi.“ Markmiöiö meö þessu starfi er aö koma umræöunni um lánasjóðinn upp úr skotgröfunum Ráðstefna um atvinnuleysi Málþing Samfélagsins um atvinnuleysi var vel sótt enda mætti fjöldi frum- mælenda til að varpa nýju Ijósi á fyrir- bærió frá ýmsum hliðum. Rætt var um stööu vinnumarkaðsmála, atvinnu- möguleika langskólagengins fólks, viöhorf í garö atvinnulausra, áhrif at- vinnuleysisins á sjálfsvitund þeirra og margt fleira. Meöal frummælenda voru Stefán Ólafsson prófessor, Haildór Grönvold stjórnmálafræöingur, Guörún Ögmundsdóttir borgarráðsfulltrúi, Jón Magnússon lögfræöingur Vinnuveit- endasambandsins og Pétur Sigurós- son, forseti Alþýöusambands Vest- fjaröa. Nýtt launakerfi kennara í framsöguræðu á málþingi menntamálaráðuneytisins um stefnu og framtíð Háskóla fs- lands lagði Gísli Már Gíslason, formaður Félags háskólakenn- ara fram hugmyndir að nýju launakerfi háskólakennara þar sem laun yrðu rannsóknahvetj- andi en ekki kennsluhvetjandi og að reyndari og færari kenn- arar sinntu aðallega rannsókna- tengdu framhaldsnámi en fram- haldsnemar sinntu ein- faldari kennslu.________ STÚDENTABLAÐIÐ Gísli Már vill að allur fram- gangur kennara og prófessora byggist á framlagi til vísinda og afköstum þar sem gerðar yrðu miklar kröfur. Hugmyndin er að nýtt launakerfi með hærri launum verði sett upp og nýráðnir kennarar sem ráðnir yrðu til sex ára gengju inn í það. Kennarar sem þegar séu í starfi séu í upphafi á núverandi launakjörum og þurfi að uppfylla sömu kröfur og nýráðnir kennarar til að komast inn í nýja launakerf- ið. „Mér finnst formaður Félags Háskólakennara sýna mikinn kjark,“ sagði Pétur Þ. Óskarsson, fráfarandi formaður Stúdentaráðs. „Hann einskorðar sig að vísu full- mikið við rannsóknirnar og gleym- ir kennslunni sem er auðvitað mik- ilvæg í starfi háskólans, en þetta eru mjög spennandi hugmyndir og umræðugrundvöllur.“ Pétur Þ. Óskars- son, fráfarandi formaöur Stúd- entaráðs, á- varpar málþing menntamála- ráóuneytisins um stefnu og framtíö Háskóla íslands. í erindi sínu lagöi Pétur megináherslu á aö fjárveiting- um til skólans veröi þannig háttaö aö hon- um sé gert kleift aó auka framhaldsnám.

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.