Stúdentablaðið - 01.03.1993, Qupperneq 12
Afmæli
Félags
Þann 6. mars síðastliðinn
voru 60 ár liðin frá stofnun
Félags Jæknanema við Há-
skóla Islands. Haldið var
upp á þessi tímamót með
veglegri afmælishátíð.
Hitað var upp fyrir hátíð-
ina í rúgbrauðsgerðinni í
boði heilbrigðisráðherra. Þar
kom Sigrún Hjálmtýsdóttir
og skemmti. Um kvöldið
hófst svo borðhald og hátíð-
ardagskrá í Perlunni. Heið-
ursgestur var dr. med.
Bjami Jónsson læknir, sem
er einn af stofnendum fé-
lagsins og var í fyrstu
stjóminni.
Líkt og í öðmm deilda-
félögum við Háskólann hef-
ur F.L. starfað að kennslu-
málum, fræðslumálum, fé-
lagsmálum og að auki frá
upphafi skipulagt ráðningu
læknanema í afleysingastöð-
ur. Frá árinu 1938 hefur fé-
lagið gefið út fræðiritið
Læknanemann og hafa að
jafnaði komið út tvö tölublöð
á ári. Fyrsti formaður Félags
læknanema var Olafur
Geirsson læknir.
íslenskt í öndvegi
Alheimurinn...
langt „aftur á bak“, eins og t.d. ...-
2, -1, 0. En hvað þýðir þetta? Það
þýðir að það er alveg sama hvaða
neikvæða tölu við hugsum okkur;
það er alltaf hægt að hugsa sér tölu
sem er einum minni. Oendanleiki
hefur bersýnilega slíka merkingu
varðandi talnarunu. En talnamna er
„sértæk" eða „abstrakt“, hún er
ekki hlutur sem gefinn er í
reynsiuheimi okkar. Við virðumst
ekki geta „yfirfært" óendanleika-
hugtak stærðfræðinnar á reynslu-
heiminn. Hvað gæti það hugsan-
lega merkt að fara óendanlega
langt aftur á bak í tímanum?
Reynum að ímynda okkur það. Það
myndi ekki þýða að við gætum farið
milljarða milljarða milljarða millj-
arða ára aftur í tímann heldur o-
endanlega langt, þ.e. alveg sama
hversu langt aftur í tímann við fær-
um, alltaf væri hægt að fara ennþá
lengra. Það væri alltaf eitthvað sem
hefði gerst áður. Við væmm að í-
mynda okkur óendanlega atburða-
rás, en það held ég að sé ókleift af
eftirfarandi ástæðu.
Sérhveija atburðarás er hægt að
„setja saman“ í einn atburð. Þannig
get ég tekið upp bíllyklana mína,
farið út í bílinn minn, ekið niður í
Austurstræti, stigið út úr bílnum og
farið í búð. Þetta er röð atburða, at-
burðárás, en einnig mætti lýsa
þessu sem einum atburði: „Eg ók
niður í Austurstræti að versla". En
til þess að unnt sé að lýsa einhverju
sem atburði verður það að eiga sér
upphaf Þetta getur hins vegar ekki
átt við um þá atburðarás sem saga
alheimsins fælist í, ætti hann sér
ekkert upphaf. Það er ekki unnt að
tenga hana saman í einn atburð,
þar sem slíkur atburður ætti sér
ekkert upphaf.
Við virðumst því knúin til að á-
Iykta að það hafi hvorki merkingu
að segja að alheimurinn eigi sér
upphaf né að hann eigi sér ekki
upphaf: Þegar talað er um alheim-
inn sem heild, emm við að fara út
fyrir þau mörk, sem okkar venju-
lega tímahugtak setur okkur.
Sama máli virðist gegna um
takmörk eða ytri mörk alheimsins,
eins og vikið var að hér að framan:
Það virðist enga merkingu hafa að
tala um endimörk heimsins; þau
eru ekki einu sinni „fyrir austan
sól og sunnan mána“ vegna þess
að sólin og máninn em líka hlutar
af alheiminum.
Hér hefur ekki verið vikið að
„gerð“ alheimsins, þ.e. hvort hann
er úr efni, orku eða anda. Efni og
orka eru hvort tveggja fyrirbæri
sem falla undir eðlisfræði og myndi
ég því telja þau bæði til efnis-
heimsins. Margir heimspekingar
myndu hins vegar telja að auk efn-
isheimsins sé líka til heimur sálar-
lífsins og ef til vill líka enn annar
heimur, þ.e. heimur sértækra
hluta, eins og þeirra sem stærð-
fræðin fjallar um: Þríhyrninga,
talna og falla. Vísindaheimspek-
ingurinn Sir Karl Popper kallar
efnisheiminn heim 1, sálarlífs-
heiminn heim 2, og síðast talda
heiminn heim 3, en spurningin
hvort allir þessir „heimar" falli
undir „alheiminn" er mjög viða-
mikil og fellur að mínu áliti fremur
undir fmmspeki eða vemfræði en
alheimsfræði og verður því ekki
rædd hér.
Setjum
Svava Jónsdóttir,
hagnýtri fjölmiðlun,
skrifar
Nú þegar þetta er ritað eru
liðnir rúmir tveir mánuðir frá jól-
um og fólk varla búið að borga
reikningana. Jólin sem eru mesta
hátíð ársins hjá kristnum mönnum,
hátíð Ijóssins hér á norðlægum
slóðum, eru orðin að hátíð kaup-
manna. Manna sem mest er í mun
að græða fúlgur til að sjá sér og
sínum farboða og til að vera menn
meðal manna í heimi auðhyggju
nútímans. Þessir sömu menn byrja
að auglýsa varning sinn rúmum
mánuði fyrir hátíðamar og á heim-
ilum landsmanna fer fram keppni í
bestu og trúverðugustu auglýsing-
unum þannig að nauðsynlegt er að
hafa sellumar í lagi til að velja og
hafna.
Fótanuddtækið og Soda stream
kúturinn hafa lotið í lægra haldi
fyrir geislaspilurum, myndlyklum
og tölvum. Kertin og spilin sem
þóttu boðleg landsmönnum á ámm
áður hafa horfið úr hillum kaup-
manna og í stað þeirra eru komnir
leikir eins og Trivial Pursuit og
tveggja metra háir lampar á sextíu
þúsund krónur íslenskar.
„Öðm vísi mér áður brá,“ segir
gamla fólkið þegar það kemur í
kringlurnar fyrir jólin og sér þær
skreytingar og auglýsingar sem
fyrir æðslitin og sjóndauf augu
þeirra ber. Jólalög hljóma í hátal-
arakerfum verslunamiðstöðvanna
og organdi smábörn hanga í pils-
földum taugaveiklaðra mæðra með
bauga undir augum. Það er kapps-
mál hvers einasta þegns þessa
kreppuþjóðfélags að geta gefið vin-
um og ættingjum boðlega jólagjöf
þó að skórinn kreppi að og raun-
veruleg peningaráð myndu rétt
duga til að hafa soðna línuýsu með
mör í jólamatinn. Já, það er kreppa
hér á landi þó að nýjustu tölur sýni
að við Islendingar verðum allra
karla og kerlinga elst á Norður-
löndum.
Við íslendingar höfum ætíð
grobbað okkur af því að vera mikil
bókmenntaþjóð. Það voru jú for-
feður okkar sgm skrifuðu hinar
heimsfrægu Islendingasögur á
kálfskinn. Þjóðhöfðingjum sem til
landsins koma er fylgt upp í Ama-
stofnun þar sem þeir verða að
gjöra svo vel að dást að þessum
þjóðardýrgripum. Þó að í augum
margra séum við eflaust hálfgerðir
molbúar á hjara veraldar geta þeir
ekki annað en lotið höfði og viður-
kennt fyrir sjálfum sér að það hlýt-
ur nú eitthvað að vera í þessar 250
þúsund hræður spunnið.
En hvernig bækur lesa lands-
menn í dag? Það eru ekki margir
sem hafa mikinn áhuga á Islend-
ingasögunum. Menn grobba sig
kannski af þeim þegar þeir eru er-
lendis og eru að springa úr þjóðar-
rembingi vegna minnimáttar-
kenndar út í hinn stóra heim. En
hér á landi eru öðruvísi bækur
gefnar út fyrir jólin. Rithöfundar
eru á hálfgerðri vertíð þegar jólin
nálgast og í jólabókaflóðinu sjálfu
sitja þeir eins og dæmdir í bóka-
verslununt og árita nýjasta meist-
arastykkið. Skráðar hal'a verið ævi-
sögur flestra Islendinga sem eru
yfir áttrætt og einn og einn yngri
maður opinberar lífshlaup sitt ná-
lægt fimmtugu. Um síðustu jól
gátu allir kynnst Ragnari Bjarna-
syni svo að ekki sé minnst á Rósu
Ingólfsdóttur.
Rósa má eiga það að hún aug-
lýsti bók sína af miklum dugnaði.
Hún kom fram í Kringlunni á und-
irfötum einum fata og upp koma
grunsemdir um að hún eigi hluti í
nærfataverslun þannig að hún gæti
slegið tvær flugur í einu höggi.
Ragnar sýndi þess aftur á móti
engin merki að hann hefði áhuga á
að koma hálfnakinn fram.
Svo má ekki gleyma kaupkon-
unni Báru í bleika húsinu á Hverf-
isgötunni. Hún sýndi landsmönn-
um inn í klæðaskáp sinn og dustaði
rykið af gömlum og vonandi ekki
mölétnum kjólum.
Já, Islendingar eru stórskrítin
þjóð svo að ekki sé meira sagt. En
við tilheyrum öll þessari þjóð og
ættum því ekki að skammast okkar
fyrir neitt. Það voru harðgerðir vík-
ingar sem urðu til þess að við kom-
um seinna í heiminn. Víkingar
sem gátu stokkið hæð sína aftur á
bak og áfram, víkingar sem veigr-
uðu sér ekki við að halda innyflum
sínum á réttum stað þegar í harð-
bakka sló. Þessir víkingar eru for-
feður okkar, okkar landsmanna
sem förum til Edinborgar, Glas-
gow og Dublin til að kaupa jóla-
gjafirnar. Við Islendingar erum
orðnir þekktir á erlendri grund fyr-
ir kaupæði okkar. Það má ekki vera
útsala á 501 Lívæs gallabauxum í
þessum fyrrgreindu borgum án
þess að landinn taki beint strik
þangað og hamstri.
„Hlíðin er fögur og ég fer ekki
fet,“ sagði forfaðir margra lands-
manna. Þessum manni hefur ef-
laust ekki dottið í hug það ástand
sem átti eftir að skapast hjá niðjum
hans. Bruðl, skattar, atvinnuleysi
og gengisfelling er það sem yfir
okkur svífur og molbúinn frá Is-
landi sækir þó enn í útlöndin til að
kaupa fyrir jólin. Astandið mun
ekki batna ef sótt er svo fast á er-
lend mið. Það er okkar hagur, okk-
ar allra, að landsmenn sýni viljann
í verki og kaupi íslenskar vörur.
Það þýðir ekkert að kvarta yfir at-
vinnuleysi í landinu og fljúga fyrir
síðasta sparieyrinn til Glasgow á
tilboðsverði og kaupa falsaðar lí-
væs vörur. Við verðum að standa
saman til að útrýma kreppu-
draugnum; vofunni sem svífur yflr
vötnum landsins.
Sýnum viljann í verki og velj-
um íslenskt. Annars getum við lát-
ið sjálfstæðið lönd og leið og gengið
í E.B.
Já, þaö er kreppa hér á landi þó að
nýjustu tölur sýni að við íslendingar
verðum allra karla og kerlinga elst
á Noröurlöndum.
STÚDENTABLAÐIÐ