Fálkinn


Fálkinn - 11.08.1928, Blaðsíða 2

Fálkinn - 11.08.1928, Blaðsíða 2
2 F A L K I N N GAMLA BÍÓ Átján ára. Þýskur sjónleikur í 6 stórum þáttum. Aðalhlutverk leika: Ennst Verebes, Andrée Lafayette, Evelyn Holt. Falleg, áhrifamikil og spennandi mynd. MALTOL Bajerskt ÖL PILSNER Best. Ódýrast. INNLENT ölgerðin Egill Skallagrímsson. 4V4 4V» 4*» «4» <*> «4» <*» | F. H. KJARTANSSON & Co. E REYKJAVÍK ! ŒI77C Reykjarpípur og tóbakspokar fyrir- s liggjandi í stóru úrvali. : : : : : : : E E Sent gegn eftirkröfu út um land. »04IIIIIIIMIIIIUIIIimil&041lllllll1IIIIIIIIIIIMllllCIIBil>04llllt9BIIIIII91lllllllll»0« <4< «44» <4< o o o o o o o o ö o LAMPAR sem hægt er að setja hvar, sem er. Standa, hanga eða klemmast á rúmgafl eða borðrönd án þess að merja eða rispa, hægt að auka og minka ljósið eins og í gömlu olíulömpunum. EIRÍKUR HJARTARSON Laugaveg 20 B. oooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo Rio-kaffi best og ódýrast í heildsölu hjá Ólafi Gíslasyni & Co. Sími 137. —■ Símnefni: Net. Reykjavik. NÝJA BÍÓ Miðnætur vörðurinn. Frönsk kvikmynd í 6 þáttum eftir Claude Farrére og Lucien Népoty, tekin undir stjórn Jacques de Bavoncelli. Nina Vanna og Jean Bradin leika aöalhlutverkin. Myndin gerist um borð í fanska her- skipinu „Alma“ sumarið 1914, og segir frá ævintýri konu höfuðsmanns- ins á herskipinu, sem verður til þess, að höfuðsmaðurinn sleppur hjá óverð- skuldaðri refsingu.-— Spennandimynd. Sýnd um helgina. 0000000000000000000000000 o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o N. B. S. Förum: hvern sunnudag í Þrastaskóg og Þingvelli, hvern virkan dag austur í Fljótshlíð og á hverj- um degi að austan til Reykjavík- ur. Leigjum bifreiðar fyrir af- ar sanngjarnt verð í lengri eða skemri ferðir. Best að aka í bifreiðumfrá okkur. Nýja Bifreiðastöðin í Kolasundi. Símar: 1216 og 1959. ooooooooooooooooooooooooo Undur rafstraumanna. MANNYJELIN. Mannvjelin eða Televox, sem þessi uppgötvun hefir verið nefnd, er nú óðum að ryðja sjer til rúms í Ame- ríku. Mannvjelin er samsett af tal- filmu og ýmsum raftækjum. Hún get- ur unnið ýms verk, sem áður þurfti að nota lifandi menn við. Vjelin getur svarað fyrirspurnum, kallað á hjálp þegar hætta er á ferðum og þvílíkt. Talsímafjelagið í New Yorlc hefir tekið vjel þessa í þjónustu sína, og er mjög ánægt með hana. Mörg stærstu fjelögin þar vestra húast við að geta sparað urmul af fólki með því að nota vjelina i staðinn, þvi hún er óþreytandi, þarf hvorki hvild nje svefn og heimtar heldur ekki launa- hækkun. Ýmsar sjálfsöluvjelar hafa verið útbúnar með slíkum taltækjum, og miluð gagn orðið að. Má búast við að slíkar mannvjelar muni gera það mögulegt að stytta vinnutíma manna meir en orðið er, og ef til vill með timanum Ijetta andlausri vinnu að mestu leyti af herðum mannkynsins. Mannvjelin er enn ekki orðin svo fullkomin, að hún geti heyrt og skil- ið venjulegt mælt mál, en hún fær fyrirskipanir og fyrirspurnir með flaututónum, misjafnlega háum eftir því hvert efnið er, en hún svarar aftur á venjulegu talmáli. Ef eitt- hvert slys her að höndum þar sem mannvjelin er á verði, þá hringir hún misstöðina upp og biður um síma- númer eiganda síns eða forráðanda, og ef hann þá ekki svarar með á- kveðnum hlísturtóni, þá lítur vjelin svo á sem hún hafi fengið skakt númer, og hringir upp aftur eftir fá- einar mínútur. Þegar vjelin svo heyrir tóninn, sem eigandi hennar svarar með, þá skýrir hún honum frá slys- inu, hvort sem það nú er eldsvoði, vatnsflóð, skammlilaup (kortslútn- ing), sprcnging eða annað. Vjel þessi er líka mikið notuð til að gefa munn- legar upplýsingar um vatnshæð, straumstyrk, vindhraða, hitastig o. fl. á hvaða augnabliki sem er, og nægir þá bara að síma til hennar og spyrja hana með blísturtónuni. FLUGAN FÆR LOFTSKEYTATÆKI. Nú þegar flugvjelin verður notuð til síldartorfuleitar, á að koma loft- skeytatækjum fyrir í henni, svo að hún geti staðið í stöðugu sambandi við land. Það er annars algengt er- lendis að nota loftskeyta — eða tal- tæki i flugvjelum. Loftnetið er þá oftast nær bara langur þráður, sem hangið niður úr henni, og i stað „jarðar“ kemur þar málmgrind flug- vjelarinnar. Það heyrist ágætlega uppi i loftinu, jafnvel þótt ekkert loftnet sje notað. Það kvað vera kynlegt að fljúga með útvarpstæki upp úr stór- borg, því þegar flugvjelin fjarlægist borgina minka útvarpstruflanir óð- fluga og styrkur útvarpsins vex hröð- um skrefum, og margar stöðvar fara þá að heyrast ágætlega, sem ómögu- leg var að heyra niðri í bænum þótt mjög hátt loftnet væri notað þar en ekkert i flugvjelinni. Flugvjelar með útvarpstækjum hafa líka verið notað- ar til að rannsaka hvernig heyrist á ýmsum stöðum í landinu. Margar flugvjelar eru auk þess útbúnar með miðunartækjum. Nýjar útvarpsstöðvar. Það er í ráði að reisa mjög orkumikla litvarpsstöð fyrir Þjóðabandalagið í Genf. í Pól- landi, er nú verið að reisa 18 kilowatta stöð í Lemberg, og það á að auka orku stöðvarinnar í Warschau upp í 25 kw. (i loft- neti). Nýja stórstöð á að reisa í London og söntuleiðis í Briissel (25 kw.). Japan hefir keypt 4 nýjar 10 kw. útvarpsstöðvar af Marconifjelaginu. I sumar á að auka orku Gautaborgar- og Málmeyjarstöðvanna upp í 10 kw. (í loftneti). Auk þess er ver- ið að reisa fjölda af orkuminni (V2—1 kw.) stöðvum og breyta eldri stöðvum. Útvarpið í Svíþjóð Nú eru 31 útvarpsstöðvar í Svíþjóð, og notendur eru skráðir hátt á fjórða hundrað þúsund eða um 6% af íhúunum. Rit- síminn þar liefir tekniskan rekstur stöðvarinnar og sjer um að notendur fái sem best not af tækjum sínum m. a. með því, að senda eftirlitsmenn reglulega lit um alt landið til þess að finna og útrýma truflunum frá raftækjum o. fl. Útvarpsefnið annast hlutafjelag, Aktiebolaget Radiotjanst, og fær fyrir það 33% af því sem inn kemur af afnotagjöludm, en þau eru 10 kr, á hvern notanda á ári. Út- varpsstöðvarnar eru flestar litl- ar (margar að eins 0,125 kw.), en stærst er Motala með 30 kw„ og á að auka orku stöðvanna á Málmey og Gautaborg upp í 10 kw. Danska lögreglan hefir fengið myndasímatæki. Nú er í ráði að útvarpa þingræð- um tvo daga í viku liverri í Dan- m'örku. Á síðasta ári hefir fjöldi útvarps- notenda í Wurttemberg meir en tvö- faldast. Mussolini kvað liafa komið á út- varpsskyldu á ítaliu, þannig að öll hreppafjelög eru skyld að eiga út- varpstæki og grciða ársgjald eftir i- búatölunni; auk þess eru öll gistihús, hæli, íþróttafjelög o. s. frv. skyld að eiga sjerstök tæki og greiða útvarps- gjald. Það er nýbúið að útbúa Webers Hótel í Kaupmannahöfn með útvarps- tækjum, og geta allir gestirnir lilust- að á útvarp i herbergjum sínum, bæði frá Danmörku og nálægum löndum. r Sau mvje ar \ V/ESTA ódýrar og góðar útvegar Heildv. Garðars Gíslasonar, Reykjavík. V J

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.