Fálkinn


Fálkinn - 11.08.1928, Blaðsíða 4

Fálkinn - 11.08.1928, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N l'uöfall e<j(j. — Hvort skurnið innan i öðra. Bjúgamynduð egg. sameiginleg, svo að þær urðu að matast undir eins; hinsvegar hafði hvor þeirra sjáifstætt táugakerfi, svo að önnur gat til dæmis legið i rúminu við lest- ur þó hin steinsvæfi. Hvor þeirra hafði sjálfstætt tilfinna- IIIN YNGJANDI ÁHRIF AMERlKU. Svona var lierra Schultze útlits, er hann fyrir sjö árum fluttist til Ameríku og .... J.amb með dtta fœtur og þrjú egru. Hf, önnur gat grátið þó hin væri að hlægja og því um likt. Hafði verið mjög einkennilegt að sjá þessar stúlkur stundum, þegar þær voru að tala við ann- að fólk, hvor með sínum h'ætti, önnur fokvond og hin að sama skapi blíð. Þær gátu hreyft all- an efri hluta búksins án þess að verða varar við hreyfingar hvor annarar, en hver minsta hreyf- ing fótanna var skynjuð af báð- um stúlkunum. Systurnar tvær hjetu Millie og Christine og giftist önnur þeirra. Hjer á myndunuin sjást ýms fleiri fyrirbrigði úr dýraríkinu, sem gefa nokkra hugmynd um ýmiskonar vanskapnað. Svona var hann útlits, er hann kom heim nýlega í kynnisför til vina og ættingja, segir „Munchener 11 lu- strierte". — '°0o' 0°o^ Öo°OoooO° 8Ooooo\°0 Notið blóm á miðdegisborðið! Hvað er fegurra en fögur blóm í skál á borðinu? Ekkert skraut innanhúss jafnast á við blómin, og hversu vel sem til matarins er vandað, vantar þó altaf það sem mest prýðir, ef blómin vantar. Hvenær sem fólk gerir sjer dagamun, gleymist það sem mest er um vert, ef blómin gleymast. Þau eru full- trúi smekks og fegurðar í hverju samkvæmi. Hringið til okkar eða komið inn og veljið. BLÓMAVERSLUNIN „SÓLEY“ §°o°00°00 °rP 9. Sími 587. — Bankastræti 14. © o ^,o°°o00o 8 O °n° í°oO o°o° o 0°o°o cfrk Málninga- vörur Veggfóður Landsins stærsta úrval. BSSSSSðS Pósthússtr. 2. Reykjavík. Símar 542, 254 og 309 (framkv.stj.). e&sssasa Alíslenskt fyrirtæki Allskonar bruna- og sjó-vátryggingar. Hvergi betri nje áreiðanlegri viðskifti. Leitið upplýsinga hjá næsta umboðsmanni! í New York er verið að búa út dans-sal, ]>ar sem 20,000 manns geta dansað í senn. Tvær hljómsveitir leika Jtar stöðugt. 250 dansmeyjar sýna þar list sýna og 80 karlmenn eru ráðnir til þess að dansa við stúlkur, sem þangað koma einar. Allur útbúnaður mun kosta um 15 miljónir króna. Eyðimörkin Sahara er þrettán sinn- um stærri en alt Þýskaland. Stjórnin í Grikklandi hefir boðið til sölu eyna Pliileba, sem í fornöld var nefnd Phera. Eyjan liggur við Attika í nánd við baðstaðinn Voliag- mene. Vitavörðurinn er sem stemlur eini íbúi eyjarinnar. Ameriski fornfræðingurinn Alex Herdlicka heldur þvi fram, að Ame- rika hafi verið bygð blendingum Kínverja, Japana og polynesíumanna áður en Kolumbus kom þangað. Enn- fremur að mennirnir munu tiafa verið miklu hærri vexti, en nú gerist. Japanskur fiskimaður í British Columbia á 23 börn á lifi. Hann hef- ir verið giftur fimm sinnum, en átti engin börn ineð fyrstu fjórum kon- unum. Það er áætlað að um 400,000 ferða- menn muni koma til London á jiessu sumri. Tekjur Lundúnabúa af ferða- mönnunum er búist við að muni nema um 180 miljónir punda. Fyrir nokkrum árum gekk mahara- jainn af Khapurthala að eiga spænska dansmey, mjög þekta fyrir fegurð og list sína. Hún setti sem skilyrði, að bóndinn hvorki hjeldi kvennabúr nje þræla. Nú hefir hún heimtað skilnað, og krefst óhemju skaðabóta, þar sem bóndi hennar hefir keypt sjer inarg- ar hjákonur og fjölda þræla. Amersíka blaðið „Jimtown \Veekly“ segir frá þvi, að Perkins-íólkið i Jimtown hafi flutt sig búferlum svo oft, að í hvert sinn sem hænsni þess sjái flutningavagn með búshöld- um, leggist þau niður og bíði þess að fætur þeirra verði bundnir. Mussolini hefir látið semja lög um mat á ávöxtum til útflutnings. Ætl- ar liann með þvi að auka utflutn- ing þar sem þá er vissa fyrir að kaupendur fái góða vöru. I Bandaríkjunum reykir hver ibúi að ineðaltali 625 vindlinga á ári, í Þýskalandi 599, í Belgíu 513, í Ítalíu 284, í Frakldandi 247 og í Svisslandi 184. Vinglingareykingar fara mjög í vöxt. Við hjónavígslu um daginn leið þrisvar yfir lirúðgumann. í hvc-rt sinn var skvett vatni á hánn svo hann raknaði úr rotinu. Eitthvað hefir það fengið á hann! Ungverskur verkfræðingur hefir bú- ið til grammófón, sem hægt er að bera í vestisvasanum. Hann hefir fengið einkaleyfi uppfyndingunni víðsvegar um heim og augljýsir þá nú með einkunnarorðunum: Takið hljómsveitina með í vestisvasann! Glymskrattinn lieitir „Mikifon" og er dreginn upp eins og vasaúr. Ef miki- fónninn er látinn standa á lu-istal- glasi margfaldast hljóðið. Það verður skemtilegt, eða hitt þó heldur, ef ]>essi uppfynding nær almennri út- breiðslu! Kemal Pasha, einræðismaður Tyrkja, hefir látið loka fjölda kaffiliúsa I laiulinu, með því að Iiann veit sem er, að þau eru aðalliækistöð letingja og slæpingja þar í landi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.