Fálkinn


Fálkinn - 11.08.1928, Blaðsíða 14

Fálkinn - 11.08.1928, Blaðsíða 14
14 F A L K I N N iBteimiNliOLSEINIÖ REYKJAVÍK ísafirði, Akureyri og Seyðisfirði. i m n n 11 ii 11 !i! ii ri ii n 11! i !■ 11111111111111 ii iai 11! m u n n 111! 111 n I!! 11111 i 11111111' HI ii II111! m 1111II i ] I iiiiiiiiiiiiiiiiiiinimiiiii Biðjið um BENSDORPS SÚ KKULAÐI Ódýrast eftir gæðunum. Weber & Feustel, Greiz, Þýskalandi. Mjög fjölbreitt sýnishornasafn af sjer- staklega góðum og fallegum ullarkjólaefn- um frá ofangreidu firma hjá TAGE MÖLLER. Sími 2300 (heimasími 350). &fíafi~éœmi nr. 1. Eftir Guðm. Bergsson. Hvítt byrjar og mátar í 2. leik. Skákþrautir. Fálkinn mun fyrst uin sinn liirta í öðru hverju blaði skákdæmi lianda skákmönnum að glíma við. Birtist hið fvrsta hjer að framan. Lausn á krossgátu nr. i. Lárjetl; 1. altof, 5. Báran, 9. ill- girni, 12 afl, 14. auða, 15. fló, 17. rr, 18. þumall, 20. át, 21. náleg, 23. launa, 25. tár, 26. ár, 28. uns, 29. err, 30. tó, 31. gim, 32. akrar, 34. Karel, 36. mi, 37. raskar, 40. ná, 41. ána, 43. hjór, 44. enn, 45. tábergið, 48. trana, 49, ið- aði. Lóðrjett: 1. akarn, 2. til, 3. ol, 4. flaug, 5. brall, 6. án, 7. rif, 8. njóta, 10. gum, 11. iða, 13. frátekin, 16. láns- inenn, 18. þerrar, 19. laugar, 22. Iárr, 24. unir, 26. át, 27. ró, 32. amast, 33. rabba, 34. kargi, 35. langi, 38. sje, 39. kór, 42. ata, 44. eða, 46. án, 47. ið. Mesti sægur af lausnum hefir borist blaðinu og meiri parturinn rjettur. Við útdrátt til verðlauna koin fram nafnið Skarphjeðinn t>orkelsson, Bar- ónsstíg 16. Vitji bann verðlaunanna kr. 5 á afgreiðslu Fálkans. IKsT- -y. Auglýsingar yðar LasrnaafeafsU? FálkanunL BT w [ Þvottabalar . . . Kr. 3,95 Þvottabretti. . . — 2,95 Þvottaklemmur — 0,02 Galv. fötur . . . — 2,00 Kaffikönnur . . — 2,65 Katlar — 4,55 Pottar — 1,85 1 Sigurður Kjartansson. 1 Laugaveg 20 B. Simi 830. k JB Líkast smjöri! t>MjeRLÍKÍ Seljið ekki tófuyrðlinga án þess að tala við íslenska refaræktarfjelagið. Sími 1221. Símnefni: Fux. Gifting okkar var leynileg, og það af á- stæðum, sem jeg þarf vonandi ekki að tala nánar um hjer. En ef herra Jögreglustjórinn óskar frekari skýringar skal jeg gjarnan gefa hana undir fjögur augu. En hjer er, sem sagt giftingarvottorðið. Og nú verður ves- lings maðurinn minn vonandi gefinn laus. Hann er sannarlega búinn að þola nóg upp á síðkastið. — En jeg skil þetta ekki, tautaði lögreglu- stjórinn. — Skiljið þjer ekki, að hann vilji sækja farangurinn sinn og heimsækja konuna sina? — Jú, jú, auðvitað skil jeg það, flýtti hinn virðulegi dómari sjer að segja, um leið og hann greip einglyrnið, sem hafði dottið, í æsingu þeirri, er eigandinn komst í. Þá stóð Rigault upp. — Þetta er altsam- an helber uppspuni, öskraði hann. Þjer verð- ið að muna, herra lögreglustjóri, að við höf- um fingraförin og málin, og það skal sýna og sanna, að þetta er morðinginn Latour. Jeg heimta í nafni frönsku lögreglunnar, að þetta verði rannsakað. Lögreglustjórinn hleypti brúnum. Hann var í þann veginn að taka stórt upp í sig, en stilti sig þó. — Heiðraða frú, sagði hann er hann hafði rannsakað giftingarvottorðið. Þjer heyrið hvað þessi herra segir. Jeg vona, að þjer sjeuð því ekki mótfallin, að við framkvæm- um þessi formsatriði. — Er það bráðnauðsynlegt? — Jeg er hræddur um, að hjá því verði ekki komist. Rigault þóttist heyra ótta í rödd frúarinn- ar og æpti: Jeg heimta það .... Síðan var sótt dálítil skál með sóti í og fanginn dýfði í það fingurgómunum og þrýsti þeim síðan á pappírsblað. Rigault þaut að og bar fingraförin sam- an við önnur, sem láu fyrir framan lög- reglustjórann. — Jeg get ekki sjeð, að þau líkist ininnstu vitund, sagði lögreglustjórinn með ánægju, sem hann átti bágt með að dylja. — Rigault fleygði frá sjer blaðinu bölv- andi. — En hvað er þá um hnífstunguna á upphandleggnum, sagði hann. Maðurinn við grindurnar fór úr jakkan- um. — Hvor handleggurinn er það? spurði hann. — Vinstri, sagði Rigault. Harvis bretti erminni upp að öxl. Hand- leggurnin var snjóhvítur, sterkur slrylminga- mannsarmur, og hvergi sást votta fyrir nokkru öri. Forngripasalinn greip frakka sinn urr- andi og þaut út. — Þjer skuluð- ekki vera of öruggur enn, æpti hann um leið og hann hvarf út um dyrnar. En Suzzi Lacombe gekk rakleitt til manns- ins, sem hjeðan i frá átti að heita Jakob Harvis, og kyssti hann á báðar kinnar. — Veslings vinur minn, sagði hún, — loksins ertu lcominn til mín aftur. Lögreglustjórinn gekk til þeirra. — Þjer eruð frjáls maður, Jakob Harvis, mælti hann og lagði hönd sína á öxl Harvis. — Hamingjusamur maður, tautaði hann með sjálfum sjer, er hann leit í hin ljóm- andi augu Suzzi Lacombe. 28. Kapítuli. Þegar Rigault þaut niður steinþrepin var hann rjett að því komin að kollvarpa manni, sem stóð og hallaðist upp að líkneskju hinn- ar illræmdu frú lijettvísi með metaskálarn- ar. Frakkinn komst í jafnvægi aftur við á- reksturinn. Menn segja, að einkenni franska andans sjeu kurteisi og góð framkoma. Ef kurteisi er sama sem bukt og beygingar og smeðjuleg orð, er ekkert við þetta að at- huga. En ef hugtakið er látið þýða ófalsaða kurteisi, er öðru máli að gegna. Það á við um Frakkann, eins og marga aðra, að hann segir eitt, en meinar hið gagnstæða. Þegar áreksturinn varð sagði Rigault: Fyrirgefið, herra minn, jeg vona, að þjer hafið ekki meitt yður. En meiningin var: Farðu til andskotans, bölvaður klaufinn, sem ert fyrir fólki, sem þarf að flýta sjer. Fulltrúi hollensku þjóðarinnar, sem talar ekki þvert um huga sinn nema í verslunar- sökum, var þarna barón van Pjes, sem hafði í sjer nógu mikið malajiskt blóð til að grípa til kutans. En jafnskjótt sem hann mundi, að hann var ekki staddur í Batavia, heldur ískyggi- lega nærri heimkynni rjettvísinnar, stilti hann sig og sagði blátt áfram, að þetta hefði ekkert verið. Rigault datt fyrst í hug að skunda áfram. En í rödd litla mannsins feita var einhvers- konar urr, sem kom honum til að stöðvast. Þorparar hafa oft glöggleik til að bera, sem getur komið þeim að gagni. — Gott er veðr- ið, sagði hann á ldaufalegri hollensku. — Hvað meinið þjer? svaraði baróninn, —- jeg hefi sjaldan verið úti í leiðinlegra veðri: Loftið rífur í lungun í manni eins og krabbaklær. — Alveg rjett, sagði Rigault, með frönsku kurteisinni, sem áður er nefnd. — Og samt standið þjer hjerna á þrepunum og ofkæl- ið yður. Þjer eruð máske að bíða eftir einhverjum? Meðan tvímenningarnir höfðu skifst á þessum andríku orðum, voru þeir komnir að einum stóra bogalainpanum, sem lýsti dyrnar á hofi rjettvísinnar, og gátu nú at- hugað hvor annan eftir vild. Báðir tóku samtímis eftir því, að þeir voru að sumu leyti líkir. Auk þess sá Riga- ult, að hinn var í afarvandaðri loðkápu, og einnig kom hann auga á slifsnælu með geisi- stórri perlu í, sem enginn vafi gat leikið á, að væri ósvikin. Þetta var vafalaust hcldri maður. En hvað var slíkur maður hjer að ílækjast? Baróninn hafði einnig gert sínar athugan- ir og þær, að viðbætlum upplýsingum ann- arsstaðar frá, sannfærðu hann um, að hjer væri kominn franski leynilögreglumaðurinn, sem hafði komið til borgarinnar i tilefni af hvarfi mannsins frá „HolIandia“. Væri þetta rjett athugað, var það mikil heppni fyrir hann. —- Þjer spurðuð hvort jeg væri að bíða eftir einhverjum, sagði baróninn og sneri sjer yfir í klaufalega frönslcu .... Við því má svara bæði já og nei. Sannast að segja líst mjer dável á ungfrú Lacombe, og mjer þætti gaman að vita hvernig hún hefir sloppið úr yfirheyrslunni .... Ef til vill gætuð þjer, herra .... — Nafn mitt er Charles Rigault, tók forn- gripasalinn fram í .... Jeg er starfsmaður Parísarlögreglunnar. Barón van Pjes hneigði sig og nefndi sitt nafn. — Þjer verðið að fyrirgefa, sagði hann, og reyndi að snúa öllu upp í glens, — en við Hollendingar erum svo óhefl- aðir .... — O, það er ekkert .... Ef til vill gæti jeg gefið yður nokkrar upplýsingar um mál- ið sem þjer nefnduð, en þar eð jeg ekki veit hvernig þær ef til vill yrðu notaðar ....

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.