Fálkinn


Fálkinn - 11.08.1928, Blaðsíða 7

Fálkinn - 11.08.1928, Blaðsíða 7
F A L K I N N 7 Þau ólust upp sitt á hverjum bæ, Guðrún, Eyvindur og Árni, og voru öll á líkum aldri. En svo var skamt milli bæjanna, að túnin náðu saman, og voru þau því öll þrjú daglega að leikj- um. Yst var Hóll, mikill bær og reisulegur, og var þar ríkis- heimili. Þar átti Árni heima, og Hóll var ættaróðalið. Næst var Grund, mikil* jörð líka. Þar var Guðrún heimasætan. Syðst var Grundargerði, lítil jörð og kostarír, og var þar oftast frem- ur þröngt í búi. Þar bjó faðir Eyvindar, og þar fæddist sonur- inn og ólst upp. Þau voru ekki komin langt yfir ferminguna, þegar Guðrúnu varð það Ijóst, að Eyvindur og Árni vildu helst hvergi vera nema þar sem hún var. Ey- vindur sá það og um líkt leyti, að Árni mundi ætla sjer Guð- rúnu fyrir konu. Það mundi líka sjálfsagt, af flestum, verða tal- ið jafnræði. Árni gerði og svip- aða uppgötvun á þessum árum. Hann komst að raun um, þó ekki þætti hann hafa úrvalsgáf- ur, að Eyvindi væri annara um Guðrúnu en aðrar stúlkur þar í grend, og hann sá jafnframt, að hann mundi verða sjer skæð- Ur keppinautur. Þegar Árni var sem bjartsýnastur, t. d. er hann hafði litið yfir fjárhópinn á Hól, l'anst honum það þó ekki geta komið til nokkurra mála, að Guðrún tæld Eyvind í Grundargerði fram yfir sig og Hálsauðinn. En þegar þau hitt- ust öll þrjú, og hann fann, hvernig Eyvindur sltaraði fram úr í útliti, hvernig hann ljek sjer að umræðuefnunum, þegar hann stóð sjálfur orðlaus og undirleitur, hvernig honum sjálfum var þokað frá, hvernig þau brostu hvort til annars, Eyvindur og Guðrún, og hve lag- inn Eyvindur var að koma því svo fyrir, að Guðrún þurfti að vera upp á hans hjálp komin, — þá játaði hann, að brugðist gat til beggja vona um sigur- inn. Það var elckert, sem hjelt þá hugrekki hans uppi nema pggsljett túnflæmið á Hól, mik- il fjáreignin, hrossinn og allar aðrar eignir á föðurleifðinni. Guðrún sjálf var ekki i nein- Uin vafa um, hvert hugur henn- ar stefndi. Þegar Eyvindur koni Ijettum, hröðum skrefum sunn- an túnið á Grund, skein sólin, Þó himin væri alskýjaður. Og þegar hann leit. á hana, kom tillit hans með undarlegan, hlýjan mátt, svo hún kendi sterkrar, heitrar gleði. Þegar hann rjetti henni hendina — það var hann farinn að gera upp á síðkastið — þá flaug um uana alla nýr fagnaðarstraum- ur- Það var alt annað að hitta Arna. Hann kom hægur og þung- l.ainalegur, horfði gætilega fram lyrir sig við hvert fótmál eins °g hann byggist þá og þegar v*ð hotnlausu hyldýpi. Hann leit aldrei beint í augu henni, þorði ekki að gefa sig allan í tillitið. Og þegar hann rjetti henni höndina — hann var far- inn að taka upp á því, þegar hann sá að Eyvindur gerði það — fylgdi handtakinu enginn heitur straumur. En Guðrún hafði orðið þess vör, að foreldrum hennar ljek meiri hugur á Árna fyrir tengdason en Eyvindi. Þau höfðu litið um það rælt, bein- línis. En talið fjell þannig, þeg- ar minst var á ungu mennina heggja megin við Grund, að auðheyrt var hvaðan æskilegast var talið að tengdasonurinn kæmi. En Guðrún hugsaði með sjer, að það skifti litlu máli, hvað foreldrarnir hugsuðu eða vildu í þeim efnum. Hún veldi sjer manninn sinn sjálf — og hefði valið hann. ------— Svo liðu árin þar til þau voru öll komin yfir tví- tugsaldur. Þá fór Eyvindur að hugsa um, að svona gæti þetta ekki dregist lengur. Hann varð að vita vissu sína um það, hvort liann eða Árni ætti að hljóta Guðrúnu. Hann þóttist nú auð- vitað vita, hverju hún mundi svara sjer og hverju Árna. Hún var búin að gefa honum þús- und þögul svör — með ljettum roða á kinnunum, í hlýjum handtökum, í geislandi tilliti. En það skorti enn innsiglið á þetta alt — innsigli játandi, opin- hers svars. Þessa dagana bjarmaði upp af svipuðuin hugsunum hjá Árna. Hann var nú orðinn 23 ára, og lanst tiini til kominn að gera allar ráðstafanir til þess mikilsverða athurðar að leiða eiginkonu inn í ættaróðalið. Skuggann af Eyvindi í Grundar- gerði har öðru hvoru yfir þess- ar hugsanir. En þegar sauð- hurðurinn kom og flestallar ærnar voru tvíleinbdar, og eng- in drap undan sjer, þá óx Árna svo kjarkur og sjálfstraust, að liann brá sjer suður að Grund eitt kvöldið þeirra erinda að fá nú að vita vissu sína um hug Guðrúnar. Hann liitti hana fyrir sunnan hæ. Sat hún á sáðgarðsveggn- um, og sá Árni að hún horfði suður að Grundargerði. Það þótti honum ills viti. — Góð er blessuð tíðin, sagði Árni, þegar hann hafði heilsað henni og sest á garðvegginn við hlið hennar, enda lifa lömhin og dafna vel, og það er nú mik- ils virði, þegar marg’ar eru tví- lembdar — eins og hjá okkur núna. Guðrún samsinti þessu ineð nokkrum orðum, en horfði í sí- fellu suður að Grundargerði. Árni leit þangað, og sá hvar Eyvindur hljóp við fót út túnið. Þessu hafði Guðrún beðið eftir — það var auðsjeð. En það var risin svo mikil hugrekkis- og einbeitnisalda í Árna vegna góðu tíðinnar og mörgu lambanna, að hann ásetti sjer að hopa ekki af hólmi strax. Eyvindur var fljótur til þeirra. Það var sami hressandi blærinn yfir honum og áður. — Sæl verið þið, börnin góð! Ætlið þið að fara að leika ykk- ur í góða veðrinu eins og í gamla daga? — Já, við híðuin bara eftir þjer — alveg eins og þegar við vorum krakkar, sagði Guðrún og brosti til hans. — Við erum nú vaxin upp úr því, sagði Árni, með alvöru; og það er nú öðru að sinna á Hól en leikjum, um hásauð- burðinn, og öllum vorverkum ólokið. — Þú munt vera laghentur við ljósmóðurstörfin eins og fyrri, sagði Eyvindur og leit glettnislega til Árna. — Ó-já —- það er bæði gagn og gaman að fá hvert lambið af öðru í lúkurnar. Það er arður í þeim, þó þau sjeu smá. — Jeg ætlaði að finna þig, Gunna, sagði Eyvindur og leit glampandi augum á Guðrúnu. Hún horfði á hann og hann las glaða eftirvæntingu í augum hennar. — Jeg ætlaði líka að tala við þig fáein orð, sagði Árni og stökk ofan af rjettarveggnum. Og jeg kom nú reyndar á und- an, svo að ......... — Ekki get jeg talað við ykk- ur báða í einu, mælti Guðrún, og leit á þá á víxl og brosti til beggja. Árna fanst mikið til um það brosið, sem beint var til hans. — Við skulum segja, sagði Eyvindur, að þú sjert aðaltillag- an, Árni, af þvi að þú komst á undan, en jeg breytingartillaga, af því, að jeg kom á eftir. Er það ekki rjett? — Jú — það er engum blöð- um að fletta um það. — En breytingartillögur á alt af að hera upp á undan. Þess vegna á jeg að tala við Guð- rúnu fyrst. Þessu gat Árni ekki mótmælt. Hann játaði með sjálfum sjer, að alt af væri Eyvindur honum ráðsnjallari. Guðrúnu var vel til Árna, og vildi ekld styggja hann að ó- þörfu eða sýna honum óvin- gjarnleik fyr en eklci var ann- ars kostur. Hún vildi fara með- alveg, og sagði: — Það er rjettast, að jeg geri ykkur jafna, og tali við hvorugan. Þið getið skrifað mjer um erindi ykkar. Er það ekki gott? — Afbragð! hrópaði Eyvind- ur. — — Jæja — það er nú svona og svona. Maður hefur annað að gera núna en sitja við skriftir sagði Árni með semingi. — Við höfuin það þannig, sagði Guðrún, og verið þið sælir. Að svo mæltu hljóp hún inn í hæ. En Árni og Eyvindur kvödd- ust með alúð eins og þeir voru vanir, og hjeldu livor heim til sín. Eyvindur skrifaði strax og hann kom heim eftirfarandi biðilsbrjef: Sv. Jónsson &, Co. Kirkjustræti 8b. Sími 420 hafa fyrirliggjandi miklar birgðir af fallegu og end- ingargóðu veggfóðri.papp- ír, og pappa á þil, loft og gólf, gipsuðum loftlist- um og loftrósum. Heiðruðu húsmæður! Notið eingöngu langbesta skóáburðinn. Fæst í skóbúðum og verslunum. Gunna mín! Þú vissir til hvers jeg kom áðan. Jeg þarf ekki að vera að taka það fram. Þú lætur mig vita einhvernveginn fljótlega, hvort þú segir já eða nei. Þinn Eyvindur. Það varð örðugra fyrir Árna að koma sínu brjefi á pappírinn. Hann sat við það langt frain á nótt, og taldi upp mest allar eigur Hólsbúsins — kýr og kiiid- ur, hesta og húsmuni, heybirgð- ir og slægjur, innieign hans í sparisjóði og annað það, sem hann áleit, að hverju konuefni mundi þykja girnilegir hlutir. Og auðvitað lauk hann hrjefinu ineð þeirri ósk, að hann mætti leggja þetta alt fyrir fætur hinn- ar heittelskuðu Guðrúnar. Svo liðu nokkrir dagar, og hann heyrði ekkert frá þeirri „heittelskuðu“. En á þeirn tíma sátu þau Eyvindur og hún nokkuð oft á ráðstefnu, og hrugguðu Árna launráð. Guðrún kynokaði sjer við, að slöngva bláköldu nei-i framan í gaml- an leikbróður og æskuvin, og leitaði ráða hjá Eyvindi. Hann hafði fengið svarið hjá henni strax, og stóð nú á föstum grundvelli fagnandi unnusta. Þeim kom saman um, að Guð- rún svaraði Árna svolátandi: „Þar sem að þið æskuvinir mínir hafið háðir heðið mín, og jeg hefi ekki áttað mig á því enn, hvor stendur nær skapi mínu, þá sje jeg ekki önnur ráð, en að bíða enn nokkra mán- uði, og sjá á þeim tíma, hvor ykkar sýnir mjer innilegri ást og umhyggju. Fer þá svar mitt eftir því hjá hvorum jeg sje meiri og dýpri ást til min“. Það þarf ekki að taka það fram, að Eyvindur fullvissaði Guðrúnu um, að í þessu efni skyldi Árni ekki komast með tærnar þar sem hann hefði hælana. Framh. á 15. síðu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.