Fálkinn


Fálkinn - 11.08.1928, Blaðsíða 5

Fálkinn - 11.08.1928, Blaðsíða 5
F A L K I N N 5 Sunnudagshugleiðing. Hræðsla — guðhræðsla. Eftir Ölaf Ólafsson, kristniboða. Texti: Lúk. 12, 4—12. F.n jeg segi ySur, vinir minir: HrœSist ekki f>á, sem likamann degSa, og geta ekki aS ]mí búnu meira gjörl. En jeg skal sýna ijSnr hvern ]>jer eig- iS aS hræðast; hræSist þann, sem eftir aS lmnn hefir líflátiS, lxefir vald til að kasta í helvíti; já, jeg segi ijður, hræðist hann. Jesús Kristur. I. Orð Guðs til okkar í dag gef- ur okkur örugt ráð við hræðslu, — þessurn illkynjaða sjúdómi, sem allir þjáðst af en fátr hafa meðöl við. Það traust berum við ti' frels- ara okkar, Jesú Krists, að hann einri geti læknað allar undir. Nafnið hans er okkur því næg trygging fyrir, að hjer sje um óbrigðult meðal að ræða. Við erum öll óttanum og hræðslunni veí kunnug. — Þær fá marga ágjöfina veslings taug- arnar okkar á leiðinni milíi vöggunnar og grafarinnar, frá því við sem ómálga börn skulf- um af ótta, og þangað til mað- urinn með sigðina kemur og hræðir úr okkur líftóruna. Að því leyti erum við öll lík, að við hræðumst, hræðumst eins og hætt sje við að alt geti orð- ið okkur að tjóni, músin ekki síður en ljónið, minsta vindgola ekki síður en jarðskjálfti. Og hræðslan skilur eltki við okkur einn einasta dag æfinnar, frem- ur en skugginn. — Skýlausan liiminn sjer ekkert okkar fyr en við erum í Guðs ríki. Hræðslan er sá óvættur lífsins, sem er okkur einna erfiðastur viðfangs. Við erum ekki á marga fisk- ana fallist okkur hugur, gripi hræðslan okkur. — Einu sinni reri maður yfir straumharða á. Hann rjeri af öllum kröftum. Hnúarnir hvítnuðu og hlóðið seitlaði undan nöglunum. Var hann jtó hvergi hræddur um að straumurinn myndi bera hann ofurliði. En alt í einu heyrir hann fossnið rjett fyrir neðan sig og verður afskaplega hrædd- tir. Árarnar hrutu úr höndun- um eins og á lömuðum manni, og hátinn har mótstöðulaust út íyrir þverhnýpið. Hugdeigur maður og hræðslu- gjarn er síst líklegur lil stór- ræða. — Geta sjómenn okkar hest borið vitni um það. — Fái hræðslan yfirhönd fer alt á ringulreið, maður missir alt vald á sjálfum sjer, og verður hæði sjálfum sjer og öðrum stórhættulegur. Hræðslan er sjúkdómur, sem menn þjást af, og má búast við mikilli eftirspurn eftir öruggu Jueðali við henni. — Ó, hve sæl við værum ef við aldrei þyrftum að hræðast neitt nje bera kvíð- hoga fyrir neinu. Hafi kínverskir hermenn náð ræningjahóp á vald sitt er ekki óvenjulegt, að einhver her- mannanna opnar brjóst ræn- jogjaforingjans hugumstóra, með hyssustingnum, rífur úr honupi hjartað og hámar það í sig, eins og blóðþyrst rándýr. En þetta telja þeir örugt meðal við hræðslu. Flestöll myndum við fús til að gefa aleigu okkar, ef við að- eins gætum fengið fulla vissu fyrir, að við aldrei framar þyrftum að vera hugsjúk um neitt eða hræðast nokkurn hlut. í textanum segir Jesús við lærisveina sína: Hræðist ekki! Hræðist ekki mennina nje örð- ugleika lífsins. Hræðist ekkert nema — Guð. Vinir Jesú eru þá í þeirri sjer- stöðu meðal mannanna, að þeir ekki þurfa að óttast eða hræð- ast. En hinir, sem ekki teljast til vina hans? — Hræðslan og hug- sýkin á líklega að þjá þá, þang- að til að þeir taka sinnaskiftum og snúa sjer af heilum hug til Drottins. Það verður ekki dreg- ið úr þunga hinna mörgu byrða lífsins, fyr en þeir falla á knje fyrir honum, sem sagði: Komið til mín allir þjer sem erfiðið og þunga eru hlaðnir og jcq mun veita yður hvíld. Sárin þeirra verða látin svíða, svíða þangað til að þeir ekkert viðþol hafa. Þá rnáske, ef ekki fyr, leita þeir á fund frelsara síns, lians sem megnar að græða sár okkar allra, — allra. „Hjarta jurtanna“. í dýraríkinu er lijartaS „aflvjel“ likamans; það dælir l)lóðinu áfram gegnum œðarnar og heldur likams- vefunum lifandi. Nú hefir prófessor einn í Kalkutta sýnt fram á, að jurt- irnar hafa líka einskoriar „blóðrás“ og gert grein fyrir livernig hún sje. Lífgjafarefni það, í jurtunum, sem svarar til blóðsins hjá mönnum og dýrum, streymir ávalt frá þrosltameiri stað jurtarinnar lil hins þroskaminni. Prófessorinn liefir einnig sýnt fram á, að suní lyf, t. d. kamfóra lmfi söinu áhrif á „jurtarlijartað“ eins og á mannshjartað, það örfi straumiiraða vökvans. Bróm hefir einnig lík áhrif á jurtirnar eins og á mannshjartað: liægir rásina. Prófessorinn — Bose lieitir hann — sýndi nýlega ýmsar tilraunir ]>essu viðvíkjandi á vísindafundi i Wieri. Hann ijet jurtirnar visna og lifna við, með því að slcifta um „lyf“ i vatninu sem ]>ær stóðu í. Ilann heldur þvi fram, að með rannsóknum þeim, sem hann hefir byrjað á, muni menn loks geta fundið ráðningu á þeirri gátu, livað lif eiginlega sje. í sambandi við þetta liefir ])ýslcur vísindamaður, jurtafræðingurinn Ba- stian Sclimied skýrt frá rannsóknum sínum á aldri ýmiskonar dýra og jurta. Hann segir að fíllin geti orðið 150—200 ára, flóðliestar, nasliyrning- ar, úlfaldar, hestar, asnar og birnir alt að 40 ára, tigrisdýrið 20, lilfurinn 12—15 og músin 3—5 ára. í samanburði við þetta verða fugl- arnir gamlir. Fyrst og fremst páfa- gaukarnir, sem verða 150 ára, gamm- arnir 120, uglur, Itrafnar, valir og svanir 100 ára -t— en ]>ó verða þeir stundum miklu eldri. Gæsin getur orðið 60—80 ára. Litlir söngfuglar verða alt að 25 ára gamlir. Skjaldbökurnar verða alt að 300 ára gamlar. Geddur verða 250 ára og karfar 150 ára. Sum skordýr geta orðið bsýna göm- ul. Sumar tegundir maura verða 10— 15 ára og sum skordýr geta lifað alt að 27 ár. Margfætlur verða stundum m------------------------------- „Therma“ (Skrásett vörumerki). Rafmagns suðu- og hitaáhöld shara fram úr öðrum rafmagnsáhöldum á heimsmarkaðinum. Miklar birgðir eru ávalt fyririiggjandi hjá Júlíusi Ðjörnssyni, Austurstræti 12. ' ■ ■V' ■ 4----------------------------->■ þrevetrar, kongulóin 7 ára. — Krabb- arnir geta orðið 20—30 ára og humar- inn ennþá eldri. Bendilormur getur lifað í 35 ár. En alt ]>etta er smáræði lijá því sein gerist í jurtarikinu. Til eru trje, sem eru mörg þúsund ára gömul. Eðal- greni verður 300 ára, furan 400 ára, lævirkjatrje 500 ára, lilynur 600 ára, fjallafura 1000 ára, eik 1500 ára og mammútatrjen í Iíaliforníu cru talin yfir 3000 ára gömul. Drekatrjeð helga á Teneriffa, sein var skemt af eld- ingu 1868 er talið 6000 ára gamalt. Af liverju kemur aldursmunur trjáa og dýra? Visindamennirnir, sem nefnd- ir eru að framan telja ástæðuna ])á, að trjen hafi óbundnari þroskahæfi- leika en dýrin. Þau geta jafnan skotið nýjum rótaröngum ef þeir gömlu ó- nýtast — skapað sjer ný líffæri í stað gamalla. F E G U R S T O G N Æ S T - F E G U R S T . Miss Chicago. Ef vjer vissum að það þýddi nokk- uð mundum vjer bera fram mótmæli gegn úrskurði dómnefndarinnar, sem dæmdi í fegurðarsamkepninni i Gal- veston, Texas, nýlega. Eftir miklar bollaleggingar og langa ráðstefnu, og eftir að liundruð kvenna höfðu sýnt sig á sýningarpallinum ýmist í sam- kvæmisk jólum, iþróttafötum, morgun- kjólum, baðfötum, hádegiskjólum og ennþá fleiri Ujólum, úrskurðaði dóm- ncfndin að Ella vau Hueson frá Chicago yæri fegurst i heimi og að sú næstfegursta væri ungfrú Bavmonde Allaine frá Paris. Án þess að vilja varpa nokkrum skugga á hina ómótmælanlegu fegurö ungfrúarinriar frá Chicago, mundum vjer ]>ó heldur kjósa að kynnast hinni. Að I-rakkar sjálfir eru á sama máli og vjer hefir náttúrlega minni þýðingu, þar sem þeir eiga hjer hlut að máli. En ])að má geta þess samt, að frægur frakkneskur rithöfundur mótmælti nýlega úrskurðinuin og sýndi fram á, með öllum ]>eim orð- um, sem liið fagra frakkneska mál á fegurst, að frakkneska stúlkan væri miklu fallegri. Nú er liinsvegar ofboð auðvelt að færa rök fyrir sliku, ]>að er undir ]>vi komið hvernig maður tekur ]>að út af fyrir sig, en maður- inn getur haft rjett fyrir sjer þrátt fyrir það. Hvað finst lesendunum? Miss FnANCE. SMÁJCORN. Það er ekki undir þvi komið, sem maðurinn segir, heldur undir þvi hverju konan lians svarar. ---o---- Getur nokkur læknað það opna sár, sem sannleikurinn liefir rifið upp, með því að dreypa í l>að meiri sann- leik? ---o---- Við krefjumst ávalt þess, sem við ekki óskum að ná. ---o---- Mannvonskan er ekki máttur. Mann- vonskan er aðeins afmætti. ---—o--- Alt yerður þeim til góðs, sem elsk- ar. Því þann sem elskar, elskar guð. Fá lög en viturleg gera þjóðina far- sæla — mörg lög korna ruglingi á rjettarfarið. I.eikur kattarins er dauði músar- innar. Verluiaðurinn krefst tima, en tim- inn krefst líka verknaðar. Þegar liljómmiklar klultkur liringja, lieyrast. ekki þær smáu. Hvaða rjett liefir mannkynið til hamingju? Nei, við verðum að gera skyldu okkar!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.