Fálkinn


Fálkinn - 11.08.1928, Side 12

Fálkinn - 11.08.1928, Side 12
12 F A L Iv I N N 5krítlur. Einkennileyur misslcilninyur. Það er kenslustunil i kristindómi i barnaskólanum. Þegar kennarinn er nýkominn inn, gengur Gunna litla rakleitt upp að borðinu og spyr: — Kennari! er guð veikur? — Nei, góða mín. Hvernig dettur ]>jer í hug að spyrja svona? — Af ])vi að það stendur i blöðun- um í dag, að guð bafi kallað Guð- n)und lækni til sin. Ökumaður einn var svo utan við sig, að einu sinni bcitti bann sjálfum sjer fyrir vagninn sinn, og tók ekk- ert eftir misgáningnum fyr en hann ætlaði að fara að hneggja. Frúin ætlar út í bæ og liefir fengið manninun) sínum yngsta barnið til varðveislu. Um leið og hún fer út sjer hún að hann er að leita að einhverju og spvr: — Að hverju ertu að leita, Ólafur? Hefirðu týnt pelanum barnsins. — Nei, pelinn er vís, en jeg man ekkert hvar jeg ljet barnið. * * * — A afmælisdaginn hans Jóns gaf jeg honuin trefil, sem jeg liafði prjónað sjálf. — l’ótti honum hann fatlegur? — Já, liann sagði að engin lifandi maður skyldi fá að sjá hvað liann væri fallegur. Hann læsti hann niðri i skrifborðsskúffunni sinni. Fanst þjer það ekki skrítið? Adamson þyk- ist vera afburða golf spilari. Gjaldkerafrúin kemur inn til mannsins sins. Hann er áliyggjufull- ur og hnyklar brúnirnar. Þú ert svo áhyggjufullur. — Hvað gengur að ])jer, Sæmundur? — Endurskoðandinn var hjá injer dag, og uppgötvaði að það var tals- verð sjóðþurð. — Heldurðu að endurskoðandinn kæri þig? —- Nei, vitanlega gerir hann það ekki. En jeg verð að láta hann liafa belniinginn. Siðavanda móðirin tekur eftir, að þriggja ára liarnið hennar er komið út. Hún sendir fjögra ára barnið á eftir ]>ví og segir: — Taktu vel eftir ])vi sem það gerir og segðu: betta máttu ekki! * * * Unga frúin við manninn sinn: Ein- stakur klaufi geturðu verið, Magnús! Þú hefir lokað matreiðstubókinni, svo að nú liefi jeg ekki hugmynd uni tivað jeg er að elda. Veiðimaðurinn og ljósmyndin af aflanum. Dómari nokkur var í samkvæini, þar sem staddar voru tvær ungfrúr mikið farðaðar. Sessunautur dómar- ans spurði bann bvor þeirra honum findist laglegri. —- Það get jeg ekki sagt um. Jeg hefi ekkert vit á málverkum. • * • Betlarinn: Góða frú, hjálpið mjer aumingjanum, sem er alveg að deyja lir hungri. Frúin: Þjer ættuð ]>ó að minsta kosti að vcra svo kurteis að taka ofan battinii, ]iegar þjer komið i svona er- indi. Betlarinn: Fyrirgefið, góða frú, cn það get jeg ekki því hatturinn er full- ur af brauðsneiðum. Konan: Heyrðu, Karl, frúin á ]>riðju hæð er búin að kaupa sjer liatt alveg eins og minn. — Maðurinn: Þú tiugsar þjer ])á lík- lega að kaupa annan liatt? —- Iíonan: Já, það verður miklu ó- dýrara en að flytja úr liúsinu! Svertingi var fyrir rjetti i Nevv Vork. — Það voru tveir lögregluþjónar, sein drógu mig hingað. — Já, það veit jeg vel. En var það ekki i fylliríi? — Jú, þeir voru báðir fullir.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.