Fálkinn


Fálkinn - 18.05.1929, Blaðsíða 6

Fálkinn - 18.05.1929, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N OG ÞÓRSMÖRK FLJÓTSHLÍÐ Þverá og Eyjafjallajökull. Myndin tekin skamt fijrir innan Hliðarenda. Áhugi manna um að kynnast landi sínu hefix- stóruin aukist á síðai’i árum eftii* að samgðng- ur fóru að batna. Fyrir hálfum mannsaldri var það dagleið á hesti, sem nú má komast á tveim klukkustundum í bifreið. Og við þetta hafa opnast tæki- færi þar sem engin voru áður, til þess að kanna ókunna stigu og sjá tign og yndisleik þeirra staða, sem kunnastir eru nær- lendis. Ferðalögin eru orðin ó- dýrari en áður og umfram alt ekki eins timafrek og áður. Þegar frá eru taldir Þingvellir, sem nú eru orðnir aðal athvarf þeirra Reykvíkinga sem fara úr bænum um helgar, beinast skemtifararleiðir úr höfuðstaðn- um einkum í tvær áttir. Annars- vegar er Borgarfjörðurinn; þang- að hefir löngum mátt komast fyrirhafnarlítið, því skip hafa gengið í Borgai'nes. Hinsvegar er Fljótshlíðin og Þórsmörk — á- samt Eyjafjöllum, fyrir þá, sem lengri tíma hafa og betra tæki- i'æri. Fyrir xnörgum stendur Fljóts- hlíðin og þó einkum Mörlcin, sem einskonar æfintýraland. Mun það sönnu næst, að þangað hafi enginn vinur fagurrar nátt- úru komið án þess að heillast, ef hann hefir verið sæmilega Bleiksárgl júf ar. heppinn með veður. En rigning eyðir ávalt ánægjunni við ferða- lög, um hversu fagrar slóðir, sexn leiðin liggur. Áður var tveggja dagleiða ferð úr Reykjavík í Fljótshlíð. Nú fara menn það í bifreið á fimm klukkustundum, — aust- ur að Litlu Þverá, við túnfót- inn á Hlíðarenda, að kalla má. Lengra komast bifreiðar ekki að jafnaði, vegna Þverár, sem graf- ið hefir sig upp í miðjar hlíðar þegar innar kemur, en i sumar eru þó allar horfur á, að bif- reiðarnar geti komist lengra, því áin liggur ekki vestur að Hlíð- inin nú, og má þá aka inn aur- ana. Er þá bifreiðarvegur Fljóts- hlíðina á enda. Annars liafa ýmsir, sem farið hafa austur í Hlíð með hifreiðum, látið sjer nægja að fara að Hlíðarenda og snúið þar við. En þeir sem það gera fara á mis við fegursta hluta Fljótshlíðarinnar sjálfrar, því undir eins og komið er fyrir öxlina innanvert við Hlíðaiænda breytir Hlíðin um svip, eins og síðar verður sagt frá. Hjer verður ekki rituð nein leiðarlýsing austur að Fljótshlíð. Þegar komið er austur á Hellis- heiði og skygni er gott sjest vel á Eyjafjallajökul og Seljalands- múla, í fjarska bak við víðlend- ustu sljettu*landsins. Af Kömb- um mun vera um 60 kílómetra leið í sjónhending austur að Eyjafjallajökli, en svo tært er loftið, einkum eftir rigningar —- því í þuikum vill oft þyrlast upp ryk úr auðnunum kringum Heklu — að jökullinn sýnist ekki fjarlægur. I lægðinni norð- an við jökulinn og Seljalands- múla eru Markarfl jótsaurarnir, sem fljótið og Þvei-á bylta sjer á. Er það mjög breið kvos og svo jafnlend, að vatnið getur breytt farveg, að heita má landa á milli og fellur ýmist mestalt að austanverðu í farvegi Mark- arfljóts eða að vestan í fai’vegi Þverár. En að norðanverðu við þessa kvos liggur Hlíðin, í aflíð- anda lágra háls og heiða, sem ganga til vesturs ofan úr Tinda- fjöllum og enda í Hvolsfjalli. Er Þríhyrningur hæstur í þess- um hálsi og sjest langt að. Þegar Ingólfsfjalli sleppur eru engin fjöll í nálægð, en þeim mun meiri er sýn til fjalla, sem umgirða suðurlandsundii’lendið. Nálægust eru Grímsnesf jöllin, Búrfell, Mosfell og Hestfjaíl, þá Vörðufell á Skeiðum, gegnt Skál- holti, en að baki þeirra sjer til fjalla inn í rnitt land. í austri er Hekla, sem ekki skilur við mann, fyr en komið er í hvarf af hæðunum í Hvolhreppi. Veg- urinn liggur um fiatnesju, alt frá því að komið er niður úr Kömbum, fyrst Ölfus, þá Fló- ann marflatan, sem nú er sund- ur skorinn af áveitukurðum, sem bera frjóefni Hvítár yfir landið, þá koma Holtin, grasgef- in eins og Flóinn en hálsóttari, því ásar og mýrasund skiftast þar á. En austan Rangár ytri breytist landið þó flatlent sje það enn, því nú taka við sand- ar, svo að tæplega sje stingandi strá á köflum. Helstu graslendin á þeirri leið eru drögin ineðfram Varmadalslæk og vinjar vestan Strandarsíkis. En þegar yfir Rangá eystri er komið, tekur við gróið land, Hvolsvöllur, renn- sljettir móar alt austur að Hvols- fjalli. Stórólfshvoll stendur undir fjallinu að vestan, en inn með því að austan Efrihvoll, sýslu- mannssetur Rangæinga. En á sljettunni fyrir neðan Stórólfs- hvol eru Garðsaukabæir, fram í vallarbrúninni. Á háum hól fram undir Þverá sjest stakur bær, Dufþaksholt; sem nú er venjulega kallað Dufþekja. Ligg- ur nú leiðin meðfram hliðum, til suðausturs og eru þar sveita- skil Hvolhrepps og Fljótshlíð- ar. En þegar komið er fram hjá Núpi, reisulegum býlum tveim- ur, undir háum hrekkum, sveigir vegurinn til austurs og blasir nú við Fljótshlíðin til vinstri hand- ar, en til hægri sjer yfir Þverá og aurana og bak við þá Selja- landsmúli neðst en síðan Eyja- fjallajökull, en fyrir miðju blas- ir við Goðalandsjökull. Suður undir Seljalandsmúla má sjá hvítan stólpa í hamraveggnum, það er Seljalandsfoss. En nokkru ofar er lágt fell á aurunum, Litli Díinon og skamt þar fyr- ir norðan annað hærra, Stóri Dímon eða Rauðuskriður, sem svo hjetu til forna. Vegurinn liggur víðast hvar niðri á jafnsljettu, og eru á hægri hönd baklcar Þverár, en mikið hefir brotnað af þeim á síðari árum vegna ágangs árinn- ar, sem fellur þarna tíðast vatns- mikil með stríðu falli. En á hægri hönd tekur við röð af býl- um, og eru þar mörg reisuleg. Rjett fyrir austan Núp er Breiða- bólstaður, prestssetur Fljótshlíð- inga, sem stendur austan við Flókastaðagil; er þar eitt af stærstu túnum á landinu. Þá eru Sámstaðir austar, þar er marg- hýlt og á einu býlinu hefir Klemens Kristjánsson kornrækt- arlilraunir sínar og frærækt, sem lánast hefir svo vel. Geta menn því sjeð „bleika akra“ þegar á líður sumar í Fljótshlíð, eins og forðum. Kollabær og Torfastað- ir eru nokkru innar og þá Teigs- bæirnir, alt stórar jarðir, auk ým- isra fleiri, sem of langt yrði upp að telja. Þeim sem vita vilja deili á bæjarnöfnum má ráða til að hafa með sjer uppdrátt her- foringjaráðsins yfir Hlíðina. Er þá tækifæri til að sjá ýmsa bæi, sem kunnir eru af Njálu. Rjett fyrir neðan frægasta sögustað sveitarinnar, Hlíðar- enda, er að venju endastöð bif- reiðanna; eru þar 125 kílómetr- ar frá Reykjavík. Stendur bær- inn hátt uppi í hlíðinni, sem er þar mun brattari en utar. Á Hlíðarenda er nú kirkja, og varð bærinn kirkjustaður rjett fyrir aldamótin, er lagðar voru niður kirkjur á Teigi og á Múla. Gaml- ar minjar eru fáar á Hlíðarenda, þar sjest að vísu nokkuð til gamalla rústa, en hve gamlar þær eru, verður eklti úr skorið. Til eru þar þó ýms örnefni og gömul hleðsla er þar við bæinn, sem talin er vera leifar af skála- veggjum Gunnars. Spölltorn fyrir ofan Hlíðarenda er Gunnars- haugur svonefndur, en öllum ber saman um, að eigi komi til mála að G,unnar hafi verið heygður þar; er þetta grjóthóll, sem aldrei hefir verið í grafið. En þó fátt sje til minja um forna daga á Hlíðarenda sjálf- um, þá bætir útsýnið þaðan þetta upp. Frá Hlíðarenda má líta yfir hjartað úr hinum fornu slóðum Njálssögu, Landeyjar og Bergþórshvol, Vörsabæ, Gunnars- Útsýni úr Stórenda i Þórsmörk

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.