Fálkinn


Fálkinn - 08.03.1930, Blaðsíða 6

Fálkinn - 08.03.1930, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N Indlandi. Lögun þess er eins og á laufblaði — en sá er munurinn að það er ekki fast á legg held- ur getur það skriðið. og liturinn er líka eins og á laufblaði. Svo að afarnána eftirtekt þarf til þess að greina á milli, hvort þetta er laufblað eða eitthvað Skordýr, sem er algengt i Indlandi og likist að lit og yfirborðslögun berkinum á trjenu, sem það lifir á. annað. Jafnvel dílarnir, sem stundum koma á blöð við skemd- ir, sjást á felubúningi þessarar engisprettu. Önnur tegund búnings er sú, að veikbj7gð dýr taka á sig mynd sterkbygðari dýra, svo að síður Skordýr í Suður-Ameríku, sem varla er hœgt að þekkja frá þgrnum á rós. Á mgndinni má sjá dýrin (að ofan til hægriogaðneðantilvinstri). verði á þau ráðist. Þetta er öfugt við að fela dýrið, heldur er hjer aðeins falið það, að dýrið sje svo mótstöðulítið, sem það í rauninni er. I heimskautslöndunum eru dýr- in oftast nær hvit eins og snjór- inn, t.d.hvítabjörninn ogtófan, en í hitabeltislöndunum gul eins og eyðimerkursandurinn eða hinn hálfskrælnaði jurtagróður. Mörg liitabeltisdýr eru misht, flekkótt eða röndóttt, eins og t. d. gírafin eða zebrahesturinn, en aðallit- urinn þó gulur eða jarpur, gul- bröndóttur. Hver er svo ástæðan til þessa. Menn hafa lengi verið í vafa um það og löngu eftir að menn höfðu veitt þessu eftirtekt voru þeir i vandræðum með að ráða þessa gátu. En engum getur dulist, þegar að er gáð, að þess betur sem liver lifandi vera er búin undir baráttuna fyrir lífinu, þess lengur lifir hún. Baráttan fyrir lífinu er alstaðar, jafnt hjá óþroskuðustu dýrategundum sem þeim þroskuðustu. Eins dauði er annars brauð og sá sterkasti lifir lengst og getur sjer flest af- kvæmin. Og einkenni hans ganga í arf til afkvæmanna. Dýrið, sem búið er felulitum, er betur sett gegn hættunni þeirri, að önnur dýr jeti það upp til agna, en liin, því það sjest síður. og smám- saman veljast úr dýrategund- inni þeir einstaklingar, sem liafa besta vörn í lit sínum, al- Engispretta í Drasilíu. Vængir henn- ar eru grænir eins og taufbtöð. veg eins og þegar menn vilja eignast einlit bross fremur en skjótt. Þeir drepa skjóttu fol- öldin og smám saman eru öll hrossin orðin einlit. En felulitirnir hafa líka aðra þýðingu. Dýrin með felulitina eiga hægra með að ná sjer í bráð en hin, því önnur dýr geta síður varast þau. Og á þann hátt verð- ur baráttan fyrir lífinu þeim auðveldari. Feluliturinn er eins- konar líftrygging. Og mennirnir hafa tekið þessi náttúrufyrirbrigði sjer til fyrir- myndar, eins og áður er sagt. Svo aftur sje vikið að styrjöldinni má geta þess, að eink.ennisbúningar bermannanna voru hafðir gul- grænir á litinn til þess að líkjast sem mest umhverfinu, fallbyss- urnar voru málaðar grænar og því um líkt. Myndirnar, sem fylgja þessari grein, sýna nokkur dæmi „felu- leiksins“ í ríki náttúrunnar og sýna betur en orð fá lýst hinu undursamlega starfi náttúrunnar i þessa átt. í St. Vitus-kirkjunni í raha er um þesar mundir haldin sýning á öllum krónu-dýrgriþum ríkisins, konungs- kórónunni, veldissprotanum, eplinu og sverðinu. Hefir mikið aðstreymi fólks orðið að þesari sýningu. ------------------x---- Ein af flugvjelum þeim, sem held- ur uppi áætlunarferðum milli Lond- on og París hrapaði nýlega til jarð- ar í SuðurEnglandi og fórust tveir farþeganna. Það voru ung hjón, sem höfðu verið gefin saman fimm dög- um áður og höfðu farið til PParís í brúðkaupsferð og voru nú á heim- leið. -----x--- „Kvikmyndakossarnir mega ekki standa lengur en 20 sekúndur“, stend- ur með áberandi letri i flestum kvik- myndasölunum i Hollywood. Áður var það algengt að kosarnir stæðu miklu lengur, að minsta kostti eina mínútu. Það er talmyndin, sem breyt- ingunni veldur; nú vill fólk ekki lengur horfa á langa kossa heldur heyra eitthvað sagt. Og þessvegna eru kossarnir styttir. ----x----- Nýstárlegt brúðkaup var fyrir skömmu haldið í Djacovica í Serbiu. Voru gefin saman slátrarinn Ibrahim Gojan, sem er 108 ára gamall og þritug stúlka. Brúðguminn er afar ástfanginn af lconunni og hafði hótað að fyrirfara sjer, ef hann fengi henn- ar ekki. Hann er ekkjumaður — gift- ist í fyrra skiftið fyrir 82 árum og eignaðist 10 börn. Þau elstu af þeim gætu aldursins vegna verið afar og ömmur hennar stjúpu sinnar. ----x---- Stalin hefir nýlega látið taka fastar tvær dætur Trotski, til hefnda fyrir það, að Trotski liafði farið ýmsum óvægilegum orðum um liann í greina- flokki, sem hann hafði skrifað fyrir blöð i Vestur-Evrópu. Segir sagan að önnur stúlkan sje látin i fangelsi vegna illrar meðferðar. Stalin virð- ist nú vera fastari í sessi en nokkurn- tíma fyr og berst með oddi og egg fyrir þvi, að bæla niður allan mót- þróa. ----x---- Elsta dóttir Musolini, sem heitir Edda, er nýlega trúlofuð Ciano nokkrum greifa, sem er sendiráð ítala við páfahirðina. Edda er 19 ára og skapmikil eins og faðir henn- ar. Hefir han jafnvel orðið að láta í litla pokann fyrir henni. Fimtán ára var hún sett í skóla í Flórens en þótti vistin nokkuð hörð, svo hún bað föður sinn að segja sig úr skólanum. Því neitaði hann en þá gerði hún sjer lítið fyrir og strauk úr skólanum eina nóttina. Edda hefir mikinn á- liuga fyrir íþróttum, en stjórnmál lætur hún sig engu skifta. ----x---- Elsta skipið, sem Sameinaða gufu- skipafjelagið átti, „Esbern Snare“, sökk nýlega á höfninni í Altona, eft- ir árekstur. Var skipið 58 ára gamalt og aðeins 250 smálesta stórt. ----x---- Sá hnefaleiksmaður, sem mest orð fer af í heiminum núna, er ítalinn Carnera, bergrisi mikill og ferlegur. Er liann fyrir skömmu komin til Ameriku og hefir barist þar fimm sinnum og ávalt haft sigur svo að segja þegar leikurinri var nýbyrjaður. Hefir hann barist 10 mín. llsekund- ur samtals í þessum fimm viðureign- um og fengið um 000 þúsund krónur í laun fyrir. ----x---- Ástríður krónprinsessa í Belgíu varð nýlega fyrir tjóni, sem hún hef- ir tekið sjer mjög nærri. Á hirðdans- leik einum i Bryssel týndi hún fá- gætum skartgrip, krossi með smaragð- steini og 80 brilliöntum og hefir ekki tekist að finna það aftur. Þetta var gamall menjagripur og hafði prins- essunni ekki tekist að finna orðinegr essunni þótt vænst um hann allra skartgripa sinna. ——x------ Maður nokkur var nýlega kærð- ur fyrir, að hafa ekið of hratt á gölu í London. Hann færði sjer til afsökunar, að hann hefði verið á leiðinni í ráðhúsið til að gifta sig, en hefði verið orðinn of seinn. Og rjetturinn ljet liann sleppa selctar- lausan. ----x---- Síðastliðinn nýjársdag heimsóttu 0,300 manns Iloover forseta og allir urðu að taka í hendina á honum. Er það sjúkdómur í Ameríkumönnum hvað þeim þykir gaman að taka í hendina á frægum möönnum. Einn af þeim, sem seint var í röðinni sagði svo frá, að höndin á forset- anum hafi verið orðin þrútin, en því var samstundis neitað, með op- inberri tilkynningu frá húsbóndan- um í Hvíta húsinu. ----x---- Maður einn í Sviss kom nýlega á uppboð. Bifreið var boðin upp og bauð maðurin fimm krónur af rælni. En engin varð til þes að bjóða á móti honum og hrepti maðurinn bif- reiðina. Þetta mun vera lægst verð, sem bifreið hefir nokkurntima verið seld á. Þess má geta, að hún var í sæmilegu ástandi. ----x---- Nýlega hafa fundist töflur í jörðu nálægt Bómaborg. Þegar farið var að rýna í letrið, sem á þeim stóð, kom í ljós, að þetta voru gömul rómversk dagblöð. Við nákvæmari rannsókn komust menn að raun um, að þetta var blað keisarans mikla Júlíusar Cæsars. — Cæsar er faðir blaða- menskunnar. í striði sínu við Gall- ana sendi hann frjettir heim til Rómaborgar. Voru þær fyrst festar upp á Forum og siðan gefnar út handa skólunum. Frjettirnar kallast „Acta Diurna“ — dagsgerðir og er talað um þær í sögunni. — Á blað- töflum þessum er ágæt lýsing af Pompejusi mótstöðumanni Cæsers, sem dó 49 árum fyrir Krists burð. Listi yfir nýja konsúla, sem stungið hefir verið upp á og tilkynning um það, að á næsta ári hafi verið ákveð- ið að veita fátækum hjálp. ----x---- Finsku járnbrautirnar hafa fnrið mjög halloka í samkepninni við bif- reiðarnar. Vegalengd sú, sem farin er eftir áætlun í Finnlandi á áætlunar- bifreiðum er 40.000 km. eða sjö sinn- um meiri en lengd ríkisjárnbraut- anna. Um 1500 áætlunarbifreiðar eru í notkun í Finlandi og bráðlega verð- ur 500 bætt við. ----x---- í Kína hefir verið lagt bann við þvi, að bifreiðar sjeu málaðar rauð- ar, því þetta brýtur í bág við trúar- skoðanir Kinverja. Á Spáni má ekki mála bifreiðarnar bláar, því að kon- ungsfjölskyldan ein hefir rjett til að nota þann lit. ----x---- í Englandi er ekki fyrirskipað neitt hámark ökuliraða bifreiða. Menn mega aka eins liart og þeim sýnist, en ef slys verða mega þeir vera við- búnir alvarlegum afleiðingum, bæði fangelsi og gífurlegum sektum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.