Fálkinn


Fálkinn - 08.03.1930, Blaðsíða 14

Fálkinn - 08.03.1930, Blaðsíða 14
14 F A L K I N N miimiMiiiiiiiiiiMiiimMiiiiiiimiiiiiMiiiMimmmmmiiii Ný bók. Sigurgeir Einarsson: Norður um höf. Saga Rann- gg gg sóknaferða til Norðurheimsskautsins, landa og eyja um- " hverfis það, ásamt stuttu yfirliti yfir helstu dýr í Norð- ““ ” urvegi. MeS 94 myndum og korti Mjög eiguleg bók fyrir unga og gamla, 424 hls. i “ “ stóru broti. Kostar ih. kr. 17.50. jg“ ——o v«l Ágæt tækifærisgjöf. — Fæst lijá hóksölum. H Bókaversiun Sigfúsar Eymundssonar. §E MIIMIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIMIMMMMIMMIIMIMIIIIIIM ■ ■BBHHailHaBBBlBBaBBIZBHBBBBBBBBBBHHBIBaD ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ECaHHBBB- ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ Munið að svörtu regnkápurnar eru þær bestu fáan- legu í borginni. Allar stærðir komnar og verðið lækkað. Andersen & Lauth, Austurstræti 6. ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ Allskonar Járn smíða verkf æri Vjela- & verkfæraverzlnn Einar 0. Malmberg Símar 1820 & 2186. Vesturgötu 2. Válnjggingarf jelagið NYE DANSKE siofnað 18(Ki tekur að sjer LfFTUYGGINGAK og fílUJN ATEYGGtNGAR allskonar með beslu vá- l rgggingark jörum. Aðalskrifslofa fyrir Island: Sigfús Sighvatsson, Amtmannsstíg 2. Skák-dæmi nr. 29. Hvítt mátar í 2. leik. fyrirsátiirsliðið var tilbúið, og gaf umtalað inerki þess að alt væri í lagi, en það var út- breidd livít kápa. Vagnarnir voru enn ekki komnir. Síðan flugu þeir til allra olíulind- anna. Á öllum stöðunum, að einum undan- teknum komu þeir of seint til að sjá spreng- inguna, en við Yazahlindina, sáu þeir árás- ina frá upphafi til enda. Þar var það Falzy, sem stjórnaði. Þeir flugu mjög lágt og gátu sjeð fimm hundruð manna þeysa á varnar- liðið, sem ekki átti sjer neins ills von. Þótt nokkrum skotum væri hleypt af, virtist bar- daginn enginn vera. Mennirnir fóru af baki og hlupu til og frá, og einstöku skot báru vott um, að einhver varðmaðurinn hefði ætl- að að sleppa hurt. Þá sá Hugli fimm af hin- um tuttugu mönnum sinum ríða fram, fara siðan af baki og ganga að olíustöðinni. Flug- vjelin liringsólaði þar i kring þangað til þeir gátu sjeð mennina lilaupa til hesta sinna og ríða burt í sprettinum. Þá liðu þrjár mínút- ur og flugvjelin fjarlægðist og í sama bili buldi sprengingin, svo að sjálft loftið skalf og flugvjelin hristist óeðlilega. Eldsúla sást stíga frá jörðu, og þar sem olíustöðvarnar með dælum sínum og byggingum höfðu ver- ið, virtist nú vera afarstór gígur, sem spýtti úr sjer molum af timbri, málmi og grjóti. Stöðin var algerlega í rústum. Þeir flugu síð- an til E1 Tabí en þar varð geysileg sprenging áður en þeir komu þangað, og þjettar reykj- arstrokur háru vott um, að árangurinn hefði ekki orðið minni þar. Svo var flogið til Nuerim, en þar urðu þeir einnig of seinir til að sjá viðburðinn sjálfan, svo þeir .sneru við til Daza, fjallaskarðsins. Þar urðu þeir svo lieppnir að sjá lokaþátt árásarinnar. Þrír vagnar — eða rjettara sagt leifarnar af þeim — stóðu á veginum. Úr tveim þeirra voru menn að koma með upprjettum liöndum, en úr þeim í miðið var skotið úr fallbyssu. Dimmir hvellir tilkyntu, að fallbyssurnar væru að vinna verk sitt. Þær skutu á stuttu færi, en engu að síður misti önnur þeirra marks. Hugh sá, að hin hitti beint á vagninn í miðið — og þar með var bardaginn á enda. Eftir bardagann mættust allir á tilteknum stað og síðasta liðskönnunin fór fram, pen- ingum var útdeilt og mörgum blessunarorð- um. Það var hrífandi sjón að sjá hinn virðu- lega gamla sheik, þar sem liann sat teinrjett- ur á rauða hestinum í hinum föla bjarma tunglsins og síða skeggið flaksaðist fyrir gol- unni. Hann þakkaði fylgdarmönnum sínum klökkum rcmi og ákallaði feður sína í nær- vist þeirra, til þess að tilkynna þeim að rjett- lætið liefði sigrað. Allar leifar af Iierútbúnaðinum, t. d. fall- byssurnar og sprengiefnin, höfðu skemst við sprenginguna, og nú var sunnudagur og Hugh og Ránfuglinn voru í þann veginn að leggja af stað til London. Þeir höfðu staðið við einn dag til þess að gefa flugmanninum tækifæri til að líta eftir vjelinni svo að við- unanlegt væri fyrir jafn langa ferð. I liallar- garði Abdullah stóð liúsbóndinn og við hlið hans slieikinn Ibn-el-Said, sem ætluðu að fylgja þeim til Alexandríu. Eftir innilegar kveðjur skildu þeir, því Abdullali og Hugh voru orðnir miklir vinir eftir samveruna, og Hugh lofaði að heimsækja hann aftur einhverntíma seinna. Eini maðurinn, sem ekki komst við, var Ránfuglinn. Iiann stóð hjá og hjelt um handtöskuna hina allstaðar- nálægu, sem ekki hafði orðið þörf á að nota. — Þakka yður fyrir gestrisni yðar, herra, var alt og sumt, sem hann sagði, því hann var maður fáorður, og eftir nokkrar mín- útur voru þeir komnir á loft og vjelin steig hærra og liærra með vaxandi liraða. Hugh fanst sem nærvera Ibn-el-Saids væri hið eina, er sannaði honum að viðburðir siðustu dag væru ekki draumur einber. Eins og forseti hafði sagt, hafði þetta orðið eins og kafli úr „Þúsund og einni nótt“, sem væri fært í nútímamynd með því að nota nútíma her- tæki. En nú hafði bókinni verið lokað. Hugh hugsaði um fregnir þær, er hann hafði fengið frá Forseta, sem sje, að Sylvía Peyton væri komin til London og hefði kom- ið fyrir dómstólinn í Marlborough Street. Ágætur málafærslumaður hafði verið henni til aðstoðar, en ennþá liafði ekki verið tekið fyrir annað en formsatriði, og aðeins úr- skurðað, að hún skyldi verða áfram í varð- haldi, sem hún var auðvitað ennþá. Að láta hana lausa gegn tryggingu gat auðvitað ekki komið til mála, er um svo alvarlega ákæru var að ræða. Iiugh gat ekki sætt sig við þá tilhugsun, að Sylvia væri i fangelsi.— Það var honum kvöl. Honum var það óskiljan- legur leýndardómur, að vasaklútur hennar skyldi liafa fundist í hendi gimsteinasalans myrta, en hver skýring, sem vera kynni á þvi, var Hugli jaínsannfærður um, að Syl- ia liefði engaii þátt — beinan nje óbeinan -— getað hafa átt i morðinu. Eins og vant var, er hann hugsaði um Sylviu og ástand hennar, endaði hann á því að leita atlivarfs i þvi, að Forseti, sem liafði sýnt svo mörg merki mátt- ar síns, hafði lofað upp á æru og samvisku, að ekkert ilt nje hættulegt skyldi yfir liana ganga, og hún skyldi áreiðanlega látin laus. Þessu til styrktar var einnig það, að llugh sjálfur liafði talað við menn, sem liver dómstóll myndi trúa, og þeir höfðu lofað að vitna, að hún liefði verið fjarverandi morð- staðnum á þeim tíma, sem um var að ræða. Þeir komust á tilteknum tíma til Alex- andríu, og Ibn stóð á því fastar en fótum, að þeir hefðu gott af því að vera þar um nóttina í húsi hans. Hugli, sem var því lireint ekki andvígur að taka sjer dálitla hvild á hinni þreytandi loftferð, tók boðinu, sin vegna og Ránfugsins. Gaiuli maðurinn veitti þeim kon- unglega og skildi við þá daginn eftir með hin- uni mestu virktum og þakklæti. Ferðin til London gekk slysalaust og stór- viðburðalaust. Þeir staðnæmdust á venjuleg- um stöðum til að taka bensín og aðrar nauð- synjar og Hugh fanst ferðin ótrúlega fljót þegar þeir loks lentu í Croydon. Þar tóku þeir vagn þann, er þeim var ætlaður og óku til Múrbrotaklúbbsins. Þar lágu skilaboð til Hughs þess efnis, að ef liann kæmi nógu snemma til þess, skyldi liann halda áfram til Halmene Towers í sínum eigin vagni- Þetta sagði hann ránfuglinum, sem stóð Ú

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.