Fálkinn


Fálkinn - 16.08.1930, Síða 2

Fálkinn - 16.08.1930, Síða 2
2 F A L K I N N ----- NÝJA BÍO --------- Aup nndirheimanna. Aðalhlutverkið leikur hinn frœgi íslenski kvikmyndaleikari: BILL CODY. Verður sýnd bráðlega. PROTOS RYKSUGAN Ljettið yður vorræst- ingar til muna með því að nota þetta hentuga tæki. Sterk, ljett,”ódýr.] Fœst h]á raftækja- sðlum. 30 ára reynsla hefir sýnt að skór með „Columbus“ merkinu eru bæði sterkir og fallegir, höfum altaf fyrirliggjandi c. 15 til 20 mismunandi gerðir af þessum ^UtiVíÞ^' góðu skóm. Lárus G. Lúðvígsson, skóverslun. ---- QAMLA BIO — Iþróttastúdentinn. Gamanmynd í 8 þáttum. Aðalhlutverkin leika: Rod la Roque Jeanette Loff. Afar skemtileg mynd. Sýnd bráðlega. SOFFÍUBÚB (S. Jóhannesdóttir.) Vefnaðarvöru- og fataverslanir. Austurstræti 14 (beint á móti Landsbankanum). REYKJAVÍIÍ og á ÍSAFIRÐI. Allskonar fatnaður fyrir konur, karla unglinga og börn. Fjölbreytt úrval af álnavöru, bæði í fatnaði ogtilheimilisþarfa. Allir, sem eitthvað þurfa, sem að fatnaði lýtur eða aðra vefnað- arvöru, æltu að líta inn í þess- ar verslanir eða senda pantan- ir, sem eru fljótt og samvisku- samlega afgreiddar gegn póst- kröfu um alt land. Allir þekkja nú SOFFIUBUÐ. Kvikmyndir. ÍÞRÓTTA- STÚDENTINN. Gamla Bíó sýn- ir bráðlega mjög skemtilega gam- anmynd, sem það kallar: íþrótta- stúdentinn. Aðal- hlutverkið leikur Rod la Rocque. Hann minnir á mestu gamanleikara Ameríku báða í senn þá Chaplin og Harald Lloyd en er þó alveg sjer- stæður. Sagan er um ungan Spánverja frá Bue- nos Ayres og æfintýri þau sem hann ratar í sem hnefaleikamaður, fótboltamaður og elsk- hugi, þar sem hann stundar nám við Yale- háskólann i Bandaríkjunum. Myndin hefir fengið mikið hrós í amerískum blaðadómum, þykir leikur Rod la Rocque frábærlega góð- ur í íþróttamanninum og elskhuganum. Leik- ur hans er tnjög fjörugur og myndin spreng- hlægileg og full af spennandi atvikum; hann kemst í hverja klípuna á fætur annari en snýr sig út úr þeim þegar minst vonum varir. Kven- hlutverkið leikur ung og fögur leikmær, Je- anette Loff. ----x---- AUGU UNDIRHEIMANNA. íslenska skáldinu Halldóri Kiljan Laxness farast svo orð um Bill Cody: .... Af öllu því merkilega fólki, sem jeg hefi kynst síðustu vikurnar, varð mjer einna furðanlegast við að kynnast Bill Cody. Hann er heims- ins frægasti kúreki (Cowboy). Jeg mintist þess að hafa sjeð hann nokkr- um sinnum á Ijereftinu með langa keyrið sitt og barðastóra kúfinn, bæði í Evrópu og hjer í Ameríku. hann er hár og grannur, ljóshærður og drengilegur, og bros hans mjög heillandi. Hann ber ekki vopn; en ef ræningi ætlar að skjóta hann með skammbyssu, þá slöngvar hann langa keyrinu sínu á dónann, svo að end- inn á því vefur sig um hendina, sem byssunni heldur. Síðan á hann alls- kostar við ræningjann. Allir drengir eru vinir hans, hvar sem er á hnatt- kúlunni; og það eru stúlkur í Ástra- líu, sem skrifa honum og biðja uin stefnumót. Þegar við hittumst var hann hvorki með langa keyrið sitt nje kúfinn, heldur klæddur eins og venjulegur Broadway-maður, glæsimenskan og kurteisin sjálf. Þegar honum var sagt, að jeg kæmi frá íslandi, þá varð hann allur að einu brosi og sagði: „Þaðan kem jeg líka.“ .... Jeg spurði, hvar hann hefði dvalið á íslandi. — Jeg átti heima á Jlúsabakka við Sauðárkrók, sagði Bill Cody, og gaf mjer lýsingu af staðháttum kringum Sauðárkrók, svo að mig ftirðaði á nákvæmninni. — Um vorið var jeg látinn smala á hestbaki upp um fjöll ig firnindi. Og mjer var sagt að jeg mætti eiga alla þá ullarlagða, sem jeg íyndi út um hagana og leggja þá inn í kaupstaðinn og taka út á þá, hvað sem mig lysti. Og um sumarið fór jeg með hagalagðana mína í kaupstað inn og fjekk nokkra aura út á þá. Og jeg rannsakaði allar vörurnar í búð- inni, til þess að sjá, hvað jeg ætti helst að fá mjer fyrir aurana mína. Og loksins keypti jeg mjer grænan hatt með stórum börðum og dálítilli fjöður upp úr. Og þegar jeg kom heini, þá hlógu allir strákarnir í sveitinni..... .... Cody hefir samið og leikið milli tuttugu og þrjátíu rnyndir — ýmist á eigin reikning, eða fyrir til- stilli Pathe-fjelagsins. Kann eg að nefna þessar, og hafa þær verið sýndar um allan heim: „Arizona Whirlwind"; „King of the Saddle“; „Born to Baltle“; „Galopping Cow- boy“; „Fighting Smile“; „Riders of Mystery.“ Cody notar sem sagt aldrei vopn í myndum sínum, nema keyrið sitt; drekkur aldrei í þeim nje reykir; og hefir það orðið geysilegt verslunar- atriði, þannig, að myndir hans hafa hlotið meðmæli frá sterkum vígjuni þeirra, sem vaka yfir siðum æsku- lýðsins. — Ilann er þannig ímynd siðferðilega fullkomins kúreka í aug- um klerkastjettarinnar og voldugra mæðrasambanda. Zfiss PRISMA-KIKIRA kaupið þjer tví- mælalaust besta og ódýrasta hjá fagmanninum á Laugaveg 2. ^

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.