Fálkinn


Fálkinn - 16.08.1930, Side 9

Fálkinn - 16.08.1930, Side 9
F A L K I N N 9 : >; 1 New Jersey, rjett við New York varð fyrir skemstu sprenging í steinolíuskipi. Náði eldur- inn olíugeymunum og varð brátt óviðráðanlegur. Ekki mátti sökkva skipinu þvi að þá hefði olían runnið í sjóinn logandi og kveikt í öðrum skipum. En svo fór þó að skipið sprakk og varð sjórinn að eldhafi á 18 ekra svæði. Myndin sýnir slökkviliðsskip að berjast við eldinn. iiea ■ Um Pálskirkjuna í London lief- ir verið lögð stálgirðing í jörðu, til að verja hana hristingi af um- ferðinni. Hjer sjest girðingin. Hjer á myndinni til hægri sjest Eckener foringi loft- skipsins „Graf Zeppeliii“ vera að kveðja vini og vandamenn áður en hann lagði upp í síðustu langferð- ina er hann hefir farið. Þær eru nú orðnar margar og frækilegar ferðirnar, sem skipið hefir farið, þó að ekk- ert hafi orðið úr norður- skautsförinni. Á hreinlætisvörusýningu einlii, sem nýlega var hald- in í Dresden voru sýndar ýmsar skrítnar og gagnleg- ar nýjungar, er vita að iðk- un hreinlætis. Meðal þeirra má nefna áhald það, sem hjer er sýnt. Framleiðir það gufur, sem eru eitraðar og drepa allskonar óþrif, svo sem lýs og flær, geitur oog kláða og sótthreinsa fatnað að fullu. Yilhjálmur fyrv. krónprins Þýskalands og kona hans, Cecilia hjeldu silfurbrúðkaup sitt hjá föður hans í Doorn, 6. júlí. Þar voru haldnar margar ræður um framtið alheims og Þýskalands, Þjóðverjar halda nú heræfingar með miklum ákafa. Myndin sýn- ir æfingar með fallbyssur. Netið táknar það að flugmönnum eigi að vera ókleift að sjá, hvað fram fer.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.