Fálkinn


Fálkinn - 22.11.1930, Side 3

Fálkinn - 22.11.1930, Side 3
F A L K I N N 8 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavik. Simi 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaði'ð kemur út hvern laugardng. Áskriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverö: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraðdaraþankar. „Raunin er ólýgnust“ segir mál- tækið, en samt er eins og fæstir kunni að meta sannleiksgildi þess. Reynslan lýgur ekki, — það eru allir sammála um. En samt gengur manni svo illa að læra af reynslunni. Það er ekkert við því að segja, þó að menn fari viltir vegar þegar þeir eru að reyna eitt- hvað i fyrsta sinn. Þau mistök verða ekki til ónýtis, því þau hafa fært manninum nýja reynslu, sem hann þekti ekki áður. En þegar hann gerir sömu mistökin í annað sinn, þá er honum engin vorkunn. Þá er hann flón, sem ekki verður við hjálpað. Nú er það svo, bæði hjer á landi og annarsstaðar, að sá skaði, sem menn baka sjálfum sjer og öðrum, með mishepnuðum tiiratíjium til ný- mæla er hverfandi i samanburði við hinn, sein orsakast af þvi, að menn kunna ekki að hagnýta sjer fengna reynslu. Iijer á landi er til- tölulega fátt af mönnum, sem verja tíma sínum, hugsun og fjármunum til þess að ráðast út á ókunnar braut- ir. En fjöldinn gerir sjer hagsmuna- tjón og ergelsi með því, að sýna þann ]}ráa að klifa í sífellu á því, sem reynslan hefir sýnt að er óhag- vænt, en skjóta skollaeyrunum við hinu, sem sannað hefir verið, að sje arðvænlegt og líklegt til bóta. Aðalatvinnuvegir þjóðarinnar hafa stofnanir, sem inna það lilutverk af hendi að #sýna almenningi dóm reynslunnar; vara menn við því, sem gefið hefir slæma reynslu en brýna fyrir mönnum liitt, sem gefið hefir góðan árangur. Þessar stofnanir taka vísindin i ])jónustu sína og vís- indin eru ekki annað en niðurstaðan á reikningsdæmum reynslunnar. En tslendingar eru ekki ennþá komnir lengra áleiðis en svo, að þeir gabb- ast að vísindunum og virða niður- stöður þeirra að vettugi og breyta þvert gegn þeim. Sumir menn eru svo miklir sjálfbirgingar, að þeir þykjast altaf vita best, jafnvel þó að álit þeirra gangi í berhögg við lög- mál náttúrunnar. Þeir fara að eins og mennirnir, sem forðuin brendu speking lifandi fyrir að halda þvi fram, að jörðin snerist kringum sól- ina. En ])að verða allir að gera sjer Ijóst,’að’öll framför liggur í því, að kunna að hagnýta sjer reynsluna. Sá sem ekki kann það, er eins og Sisi- fos. Hann veltir i sífellu sama stein- inum upp sömu brekkuna og æfi . hans lýkur á sama stað og hún byrj- aði. Vltisvatnlð. Maður nokkur í Rúmeniu Kuiszek frá Sadova tilkynti lögreglunni ný- lega að stolið hefði verið frá sjer 185.000 leium. Sagði hann flökku- mann einn hafa gert það. Hefði flökkumaður þessi verið hjá sjer á- samt tveimur konum, sem voru í fylgd með honum. Einhverju sinni þegar hann ekki hefði vitað af hefði svo flökkumaðurinn getað náð pen- ingunum úr skáp Kuiszeks. Sem skýringu á þvi hversvegna hann hefði haft svo háa fjárhæð heima gaf hann það að hann hefði fengið þessa peninga lánaða til þess að greiða með veðmál nokkurt. Rann- sókn sem fram fór í málinu leiddi einnig í ljós að maðurinn hafði rjett að mæla. Lögreglan fór strax á stúfana og ljet auglýsa eftir flökkumönnunum. Og brátt kom tilkynning um það frá Facsani að lýsing sú, sem birt hafði verið á flökkumönnunum bæri vel heim við mann sem þar væri búsettur. Kuiszek var kallaður á fund lög- reglunnar og var hann beðinn að fara til Facsani. Hann þóttist fyrst ekki geta farið af þvi að hann hefði enga peninga, en ljet þó til leiðast og fór af stað. Hann fór ekki á fund lögreglunnar í Facsani fyr en dag- inn eftir að hann kom. Voru honum sýndar flökkukonurnar sem náðst höfðu og þekti hann þær strax. Þær játuðu að þær hefðu leikið á Kuis- zek, en neituðu að hafa stolið frá honum. Þær sögðu að flökkumað- urinn, sem ekki hafði fundist, Beg- dan að nafni hefði hitt Kuiszek á veitingahúsi og sagt honum að lög- reglan væri á hælunum á sjer af þvi að hann gæti tvöfaldað ekta peningaseðla með einskonar „vitis- vatni“. Þeir drukku saman Kuiszek og Bogdan og komu sjer saman um að Bogdan skyldi koma til Sodova og tvöfalda seðlabirgðir Kuiszeks. En hann átti að vera búinn að út- vega pergamentpappír og annað sem nauðsynlegt væri til framleiðsl- unnar. Fyrsta kveldið fékk Kuiszek flökkumanninum tuttuguleia seðil til reynslu og Bogdan tók að þylja alls- konar galdraþulur. Hann gróf dálita holu í garðinn og peningaseðiltinn var lagður þar niður í ásamt dálitl- um snepli af pergamentpappír af sömu stærð og hinn seðillinn. Fyrst var honum þó dýft niður i vítisvatn- ið. FlökkiHnaðurinn sagði að um- myndunin tæki þrjá daga. En Kuis- zek var ákaflega óþolinmóður mað- ur og að þrem tímum Iiðnum vill hann fá að sjá hvernig gangi með breytinguna. Flökkumaðurinn getur með brögðum skift uin pappírinn og annan seðil, sem hann hafði á sjer, án þess nokkur taki eftir, og fær svo Kuiszek báða seðlana. En nú vill Kuiszek ekki gera sjer að góðu að láta flakkarann fást við að galdra fram 20 leiaseðla. Nei, hann vill fá meira. Helst vildi hann fá heila miíjón í 1000 léiaseðlúm og lofar að koma með stóra upphæð eftir nokkra daga. Hann fær lánaða peninga hvar sem hann kemst hönd- um undir og getur á þennan hátt safnað saman 185,000 lei. Nú er grafinn sæmilega stór gröf og frú Kuiszek er látin klippa til pergament seðla og dífá þeim nið- ur í vítisvatnið. Loksins er svo 185. 000 leiunum komið vel fyrir í gröf- inni og síðan eiga þeir að liggja þar i þrjá daga og tvöfaldast. En þegar flökkuinaðurinn ekki gerir neitt vart við sig þar að þessum dögum liðnum stingur Kuiszek sjálfur aftur upp gryfjuna — breytingin hefir gerst i öfuga átt allt er orðið að perga- mentpappír. Flökkukonurnar náðust en lögregl- an leitar ennþá að Bogdan. ----x---- Ókunna stúlkan. 1 Bogota liöfuðborg Columba-lýð- veldisins hefir fólk um tíma skifst mjög í tvo flokka, „Martistana“ og „Antimartistana". Nöfn þessi hafa engar stjórnmálaskoðanir á bak við sig en eiga rót sína að rekja til all- mikilla málaferla, sem ennþá standa yfir. Það sem um er deilt er hvort stúlka ein, Marta Diaz Corredor eigi rjett til of fjár, sem hún gerir til- kall til, eða hvort hún sé hreint og beint svikakvendi. í bæ, sem heitir Zipaquira bjó fyrir mörgum árum siðan óðalsbóndi Celestino Diaz að nafni ásaint konu sinni og dóttur. Dag nokkurn þegar telpan var 13 ára að aldri hvarf hún skyndilega. Var talið víst að hermannaflokkur einn hefði numið hana á burt. Var þá mikið um her- ménn og mjög óeirðasamt í Colum- bia. Foreldrarnir dóu bæði um svip- að leyti. Höfðu þau falið einum ætt- ingja sinna að annast hin geysimiklu auðæfi sin, sem þau arfleiddu dótt- ur sína að. Féð óx með ári hverju og ættingjarnir voru farnir að gera ráðstafanir til að láta búa til yfir- lýsingu um það að Martá væri dauð svo þeir gætu sjálfar seilst til pen- inganna. En einn góðan veðurdag kom stúlka nokkur ung á fund mála- færslumanns eins í Zipaquira, sagð- ist; hún heita Mnrtn Correador Diaz og vilja fá arf sinn. Ókunna stújkan sagði að hún hefði verið þjónustu- stúlka í afskektri sveit og ekki haft hugmynd um að hún væri dóttir óðalsbóndans. Fyrir stuttu hefði komið til hennar aldraður maður og sagt henni hvernig i öllu lægi. Allir ættingjarnir gerðu náttúrlega það scm þeir gátu til þess að fá ungu stúlkuna dæinda sem svikara. Þegar þetta fréttist um bæinn fóru biðilsbréfin að streyma til hennar livaðanæfa að. En nú gerði hún það sem hún hefði átt að varast. Hún tók nokkuð af eigunum og seldi og kvað sig eiga. Var hún kærð fyrir svik. Tvö hundruð vitni hafa verið köll- uð í málinu. Mörg þeirra hafa lagt eið út á að liún væri hin horfna Marta Diaz, en önnur hafa staðið á því fastara en fótunum að hún hjeti Nicto Cortez. Bæði nöfnin er sann- söguleg. Móðir Cortez var kölluð fyrir réttinn og bar það að unga stúlkan væri dóttir sin. Ókunna stúlkan sagðist aldrei hafa sjeð gömlu konuna fyrri og að ættingjar sinir mundu hafa mútað henni til að fara með rangan framburð. Blóð- prufa sem tekin var af ungu stúlk- unni gat ekki ráðið gátuna. Loksins Sinclair Lewis. I sambandi við bókmentaverð- laun Nobels fyrir yfirstandandi ár voru nefndir meðal annara tveir rithöfundar, sem flestir Is- lendingar kannast við: landi vor Gunnar Gunnarsson og danska slcáldið Johannes V. Jensen. víð- kunnasti rithöfundur Dana. Hvorugur þeirra höndlaði þó hnossið að þessu sinni. Bók- mentaverðlaunin hafa verið veitt ameríkanska ritliöfundinum Sinclair Lewis, sem hjer birtist mynd af. Er hann orðinn kunn- ur um heirn allan fyrir hinar frá- bæru lýsingar sínar á lífi og hugsunarhætti Ameríkumannsins og eru ýmsar af bákum hans mikið lesnar hjer á landi. ----X---- HEPPILEG INNSÖFNUNARAÐFERÐ í lillum enskum bæ var vel stæð- ur söfnuður, sem ekki var neitt út- dráttarsamur til kirkju sinnar. Hann lét að vísu nokkuð af hendi rakna, én það voru altaf minstu aurarnir, sem lagðir voru i gjafaskálina. Skoti einn var nýkominn til bæj- arins og gekk i söfnuðinn. Hann tók fljótt eftir því hvað naumir menn voru á fé til kirkjunnar og fann strax upp ráð til að breyta þvi. — Heyrið þér til sagði liann við einn úr safnaðarstjórninni, ef þjer viljið gera mig að gjaldkera skal jeg lofa yður að þér skuluð hafa minsta kosti helmingi meira í fjárhirslunni eftir þrjá mánuði. Tilboðið var auðvitað þegið með þökkum, og það leið ekki á löngu áður en tillögin fóru að aukast, og þegar liinn ákveðni tími var liðinn var hér um bil helmingi meira i kass- anum en áður. — Hvernig hafið þjer farið að þessu, Sandyman? spurði presturinn hann dag nokkurn. — Það er mikið leyndarmál, svar- aði Skotinn, en þó held jeg að jeg þori nú samt að trúa yður fyrir þvi. Jeg tók eftir því að fólkið Ijet sjer oftast nægja að leggja tíeyring í skál- ina. Þegar jeg svo fjekk peningana á sunnudagskveldin gætti jeg þess vel að halda tíeyringunum saman og ekki að láta þá af hendi þegar þurfti að borga reikninga. Þjer vitið nú vel að i litlum bæ eins og þess- um er ekki nema viss fjöldi af ti- eyringum og þegar eg smátt og smátt var búinn að safna þeim saman og læsa þá niðri mátti fólkið til með að gefa tuttugu og fimm aura að minsta kosti. Svona liggur nú i þessu öllu. var hún dæmd i eins árs fangelsis- vist fyrir svik. Fólkið, sem injög er misskift í mál- ■ inu bíður nú með eftirvæntingu eft- ir því að dónmrinn verði uppkveð- inn, enda er það ekki undarlegt, því arfur sá sem um er að ræða er 20 miljónir doilara.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.