Fálkinn


Fálkinn - 22.11.1930, Blaðsíða 4

Fálkinn - 22.11.1930, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N Flugskálinn nýji. / haust hefir flugf jelac/ið kom- ið sjer upp skála og dráttar- braut fyrir flugvjelar sinar, í lítilli vík, inn undir Kleppi. Skáti þessi er einkennilegur út- lits, eins og sjá má á mynd- inni, sem hjer fylgir, veggir eng- ir, en bogmyndað bárujárnsþak niður að jörð. Á þeim gaflinurn, sem veit að sjónum (norðurgafl- inum) eru gríðarstórar skot- hurðir, sem opnaðar eru þegar vjelarnar eru teknar út eða látn- ar inn. En frá slcáladyrunum og niður í fjöruna er bryggja úr steinsteypu og eftir henni er vjelunum ekið af sjónum og inn í skálann. Rúmast þar þrjár vjelar. Timbur er ekkert í skál- anum en grindin öll úr steyptu ag náminu loknu og hefir verið járni. — Hjer birtist jafnframt flugstjóri annarar flugvjelar- mynd af fyrsta íslenska flug- innar, sem hjer hefir gengið í manninum, sem starfað hefir sumar og getið sjer hinn besta hjer á landi, Sigurði Jónssyni. orðstír fyrir dugnað sinn og Er hann sonur Jóns heitins Sig- kunnáttu í starfinu. Vjelfræð- urðssonar fangavarðar Jónsson- ingar þeir, sem nú starfa við ar. Sigurður nam samgönguflug flugf jelagið eru ogalliríslenskir. i Þýskalandi og tók ágætt próf Hjer birtist mynd af einum af lesendum Fálkans. Er það tví- tugur maður og á heima í Vent- spils í Lettlandi. Hann gerðist kaupandi fyrir tveimur árum og veitti blaðið honum athygli, því að sjaldgæft er að blöð sjeu seld hjeðan til Lettlands. Nýlega fjekk blaðið nánari vitneskju af þessum unga manni, fyrir milli- göngu Gisla Sigurbjörnssonar kaupmanns. Hafði maður þessi, sem heitir W. F. Kirsteins, skrif- að honum til Helsingfors og mælt sjer mót við hann er hann kæmi til Lettlands; kvaðst Kir- steins ætla að láta hann þekkja sig á því, að hann væri með „Fálkann“ útbreiddan á stöð- inni. Fór þetta sem ætlað var, og er myndin lekin af þeim báð- um, eftir að Fálkinn hefir sam- einað þá. Kirsteins talar og les íslensku prýðilega, en ekki varð námið honum fyrirhafnarlaust, þvi að hann varð að læra frönsku til þess að geta lært ís- lenskuna, því að vitanlega er engin kenslubók i íslensku til á lettnesku máli. Neðri myndin sýnir kveðju Kirsteins til Islend- inga í tilefni af Alþingishátíð- inni. Má fullyrða, að Kirsteins sje eini Lettlendingurinn, sem skilur islensku. AáÁ'd /zý&áytröM Á sýningu þeirri, sem Dansk Slue- flidsfórening hjelt á Charlottenborg í Kaupmannahöfn, í september í haust var það íslenskt listaverk, sem vakti einna mesta athygli af öllu því, sem þar var til sýnis. Var það útsaumaður dúkur er frú Unnur Ólafs- dóttir hefir gert og sýndur er hjer á myndinni. Er hann k metrar á lengd en 2.10 á breidd. Teikn- ingin á dúknum er gerð af T ryggva Magnússyni og hring- fletirnir iveir að of- anverðu eftirmynd af útskurðinum á Valþjófsstaðarhurð- inni frægu. Utan um þessar myndir eru tveir hringir og í þá skorin með höfða- letri sagan, sem myndin lýsir. Að neðanverðu eru drekamyndir. Utan um allan dúkinn er eikarumgerð, skorin með höfðaletri. IJef- ir frú Unnur ekki að- eins saumað dúkinn allan held- ur skorið trjeð líka. Er hjer um frábært hagleiksverk að ræða, íslenskum listiðnaði og höfund- inum til hins mesta sóma. — V æntanlega verður listaverk þetta haft almenningi til sýnis hjer í bænum á næstunni. Geirlaug Jóhannsdóttir hús- freyja frá Úlfljótsvatni, nú Þing- holtsstræti 26 varð sextug 19. þessa mánaðar. Á sjúkrahúsi einu i Graz var fyrir skömmu gerður holskurður, sem tal- inn er með þvi vandasamasta, sem gert hefir verið með læknishendi. Ungur maður og lifsþreyttur liafði skotið sig og hitt í hjartastað; sat kúlan föst í hjartanu. Maðurinn var fluttur á sjúkrahúsið og skorinn, — þurfti að skera í sjálft hjartað til þess að ná kúlunni. Síðan var alt saumað saman eins og lög gera ráð fyrir og þegar síðast frjettist var maðurinn úr allri hættu. Harakirí — kviðristan, sem Jnp- anar hafa löngum notað til að taka sig af lífi, er að hverfa úr tískunni. Árið 1929 fyrirfóru 15000 manns sjer Sigurþór Jónsson úrsmiður verður kO ára á morgun. í Japan, en af þessum fjölda voru það aðeins 250, sem frömdu hara- kirí. Hinsvegar fleygðu 1800 sjer fyr- ir járnbrautir, 2400 tóku eitur en 700 hengdu sig. -----x---- STANGARGLERAUGU í fíölhrevttasta úrvnli. Kærkom- in gjöf handa sjerhverri dömu. MUNIÐ LAUGAVEG 2.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.