Fálkinn


Fálkinn - 22.11.1930, Blaðsíða 5

Fálkinn - 22.11.1930, Blaðsíða 5
F A L K I N N 5 Sunnudags hugleiðing. Ofriðarseggirnir í Kurdistan. Fátt gerir manninum meira mein en að temja sjer að sýnast annað en hann er. Hræsnin er löstur, sem gerir manninn tvö- faldan, svo að liann missir þá ró og sálarfrið, sem þeir einir hljóta, sem tcmja sjer að vera sannir, hæði gagnvart sjálfum sjer og öðrum. En því miður eru margir með því markinu brendir að látast vera annað en þeir eru. Þeir eru Ijúfir í samtali sínu við aðra, tala sjer ef til vill þvert um geð til þess að þóknast þeim, sem þeir eiga tal við i það skiftið. Þeir þykja allra manna kurteisastir. En samt eignast þeir ekki vini, sem vinir geta kallast. Kristur kennir oss aðra lífs- speki: „Lálið annaðhvort trjeð vera gott og ávöxt þess góðan, eða trjeð ilt og ávöxtinn illan; því að á ávöxtunum skuluð þjer þekkja það“. Svo viðurstyggileg sem tvöfeldnin er, jafn geðfeld og mikilsverð er einlægnin, og að sannleikurinn sje ávalt sterk- asta aflið í dagfari voru. Ef þetta vrði hoðorð vort í allri umgengni mundi alt verða Ijúfara og ljettara. Þá myndaðist traust milli mannanna, eitthvað sem hægt væri að byggja á. Þá mundi aldrei koma fyrir, að hið illa sæði grunsemdanna næði að spretta og eitraði sambúðina milli þeirra, sem ef til vill ekki hafa gert hvor öðrum annað en vera tvöfaldir í orðum eða at- hæfi. „Góður maður ber fram góða hluti af nægtum sínum“. Ef maðurinn gerir sjer það að reglu að beita sjer fyrir því sem gott er, sýna öllum það besta sem hann á til, þá er vel farið. En hann má aldrei reyna að sýnast meiri eða bctri en hann er. Manngæska er fyrir sumra sjónum orðið úrelt hugtak. Á tímum flýtisins og í hringiðu vjelmenningar liggur við, að sumir hafi gaman af þvi að gera lítið úr fólki, sem í bestu mein- ingu gerir sjer far um að sýna manngæsku. Og oft er það túlk- að svo, að von um ávinning liggi á einn eða annan hátt á bak við. Iiræsnisheitið er stundum gefið þeim, sem síst eiga það skilið. Hver hefir með dæmi sínu gefið þjóðunum besta kærleiks- dæmið? Guð er kærleikur, eru orðin sem hljóma i gegn um alla kenningu Jesú Krists. Guð er kærleikur, var það sem hann sýndi í öllu slarfi sínu lijer á jörðu. Og sagan af tollheimtu- manninum og faríseanum er enn í minni ölhim þeim sem kristnir vilja kallast. Hún er áminning, scm enn talar til vor máli, sem enginn getur misskilið, ef liann vill skilja. Kurdar koma eigi lítið við sögu þjóðanna í Vestur-Asíu, en oftast nær í sambandi við róstur eða vígaferli. Meðan Tyrkjum var stjórnað af soldáninum i Mikla- hermdarverk. Við ráðum ekk- ert við þá! Og svo lofuðu Tyrkir vitanlega að taka i lurginn á Kurdum fyrir, en gerðu það ald- rei. Hiröingi á ferð með múlasna sína, hlaðna varningi. garði voru Kurdar einskonar út- verðir ríkisins og jafnan boðnir og búnir til þess að framkvæma ýms þau verk, sem soldáninn átti á hættu að illa yrðu þokkuð á vesturlöndum, því honum var altaf hægt um liönd að skjóta allri skuldinni af sjer og skella lienni á Kurda, sem voru kunnir að því að fara stundum sínu fram án þess að spyrja stjórnarvöldin um leyfi. Þannig voru það Kurd- ar, sem soldáninn sigaði jafnan á Armena þegar hann vildi láta drepa þá og hvar sem sldtverk og níðingsverk þurfti að láta vinna Kurdar jafnan til taks. Þeir voru böðlar Tyrkja og hermdarverk þeirra komu vitan- lega fyrst niður á Armenum, hinni kristnu þjóð, sem Tyrkir vildu tortíma. — Oft var þeim líka sigað gegn Grikkjum og látn- ir drepa þá hópum saman. En jafnan þegar stórveldin komu til sögunnar og kröfðust skýringa hjá Tyrkjum var viðkvæðið liið sama: Kurdar liafa unnið þessi Nú liafa tímarnir breyst og Kurdar hafa aðra aðstöðu gagn- vart Tyrkjumenáðurvar. Tyrlcja- veldi hefir gengið saman, stjórn- in komin austur í Litlu-Asiu og við völdin situr Mústafa Kemal, sem leggur mikla stund á að kenna þjóðinni Evrópusiði og út- rýma öllum villimannahætti, íánsförum og grimmúð úr fari þjóðarinnar. Og það segir sig sjálft að maður sem er að siða ríki sitt og menna, sækir ekki styrk nje stoð valdi sínu til hálf- viltra flugumanna, eins og Kurda. Þjóðflokkur Kurda telur um þrjár miljónir manna og voru þeir í lok heimsstyrjaldarinnar skiftir að stjórnarfari og ýmist undir yfirráðum Persa, Tyrkja, Frakka og Rússa. Ekki liafa þeir fárast neitt yfir þessu, enda liafa þeir ekki verið betra vanir og þjóðernistilfinningin er ekki of- arlega á baugi lijá þeim. Þó eru þeir gömul þjóð og verður þeirra vart, sem sjerstaks þjóðflokks fyrir 3500 árum. Og virðast þeir þá hafa verið svipaðir því sem þeir eru nú. Nokkur hluti þjóð- arinnar eru friðsamir menn og skikkanlegasta fólk, eru það þeir sem lifa á akuryrkju og liafa fasta bústaði, liinn hlutinn og sá stærri lifir hirðingjalifi og hefir gert svo lengi sem sögur ná. Kurdar hafa aldrei reynt til þess að sameinast í eina ríkisheild og skapa sjerstæða menningu. Mál þeirra er hrærigrautur úr pers- nesku, tyrknesku, arabisku og fleiri málum. Bókmentir eigaþeir engar og þjóðlietjur hafa þeir al- drei átt, sem hafi getað sameinað þjóðina. Hirðingja-Kurdarnir sem eru liinn óeirðagjarni liluti þjóðflokksins lifa í flokkum að hætti flestra hirðingja; hefir hver Gamalt líurdavigi á 1000 feta háu felli. Þar var öllu óhœtt áður en flugvjelar og langskeyttar byssur komu til sögunnar,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.