Fálkinn


Fálkinn - 22.11.1930, Side 8

Fálkinn - 22.11.1930, Side 8
8 F Á L K 1 N N Pylsur eru þjóðrjettur Þjóðverja og öl þjóðdrykkur þeirra. Og Munchen er mesti ölbær ríkisins. 1 október halda ölstofurnar ölgildi og sækja þangað menn úr nágrenninu og jafnvel útlendingar. Hjer sjest fólk á þesskonar bjórkveldi og þar er mikið þambað. St. Pálskirkjan í London er stærsta kirkja í löndum mótmæl- enda. Hefir farið fram gagngerð viðgerð á kirkjunni nýverið, því menn óttuðust að hún mundi hrynja. En nú er farið að nota kirkjuna aftur. Þar var haldin minningarsamkoma um þá, sem fórust á R 101, áður en þeir voru jarðsettir í Cardington. Hjer sjest hluti af kirkjunni með háaltarinu. Myndin lijer að ofan er af „sólúrV', sem bygt hefir verið í baðstaðnum Aix le Bains. Væng- irnir hreifast með sólinni og á þeim liggja sjúklingarnir í sól- baðinu og þurfa ekki að flytja sig eftir sólinni. Ilinn 4. okt. voru 100 ár liðin síðan Belgía varð sjálfstætt ríki. Gerðist það með skjótum hætti þvi uppreisnin hóifst 19. sept. 1830 en 4. okt. var týsl yfir sjálf- stæði ríkisins og skömmu síðar var Leopold prins konungur tandsins. Iljer er mynd af Al- bert Belgakonungi, sem þjóðin elskar fyrir dugnað hans og hreysti í ófriðnum mikla.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.