Fálkinn - 07.03.1931, Blaðsíða 6
c
FÁLKINN
þurfti anuað en Guðmundur
góði vígði brunn, til þess að vatn-
ið í honuni hefði undursamleg
áhrif á heilsu volaðra manna.
Sama sagan hefir gerst erlend-
is og gerist enn í dag, einkum í
kaþólskum löndum. Þar er f jöldi
staða, sem sjúkt fólk leitar til
enn í dag og fær hót meina sinna,
órkumlamenn verða skyndilega
heilhrigðir og kasta frá sjer
hækjunum, blindir verða sjáandi
og því um líkt. Einna frægast
þessara staða er lindin lielga í
Lourdes í Frakklandi, sem sjúkir
iiafa sótt til síðan snemma á mið-
öldum og gera enn.
Sömu áhrif hafa jarðneskar
leifar dýrlinga víða um lönd;
þarf jafnvel ekki nema flís úr
kistlumi þeirra til þess að veita
sjúkuní lækningu. Sumstaðar
liafa Maríumyndir úr trje og aðr-
ar dýrlingamyndir samskonar
mátt og fjölmenna trúaðir sjúk-
lingar til þessara staða og hljóta
undursamlega bót meina sinna.
1 Bayern, 85 kilómetrum fyrir
norðaustan Munchen, er smábær
sem heitir Altöttingen. Þar lifa
5000 0000 manns og lifa á
málmiðnaði.
'J'il þessa hæjar hafa sjúkir farið
öldum saman til þess að fá hót
meina sinna. Bærinn kemur mik-
io við sögu Bayerns. Á 8. öld var
hygt þarna í hænum hænahús
eitt, sem kallað er kapellan helga
og eru geymd þar, í silfurhylkj-
um hjörtu nítján fursta, sem ráð-
ið hafa ríkjum i Bayern. En auk
þess er þarna Maríulíkneski úr
trje, og trúa kaþólskir menn, að
því fylgi lækningamáttur. Átta
kirkjur og bænahús önnur eru
þarna í hænum og er hinn mikli
herskörungur Tilly grafinn i
eínni kirkjunni. En ekki gerast
nein undur í þessum kirkjum.
Hinsvegar hafa menn sótt hæna-
húsið með Maríumyndinni gömlu
síðan árið 1490 og gera enn. Ekki
aðeins Þjóðverjar heldur fólk
víðsvegar frá Evrópu.
Heilaga kapellan stendur á
iniðju torginu í Altöttingen.
Stendur Maríumyndin þar i inn-
skoti í einum veggnum, með
Jesúharnið á handleggnum. Við-
urinn í myndinni hefir ekki ver-
ió sjerlega haldgóður og er lik-
neskið nú orðið svart af fúa, og
þessvegna hafa menn kallað
myndina svörtu Maríumyndiria
í Altöttingen. Myndin er gerð ár-
ið 1300 og .er aðeins 05 senti-
metrar á hæð.
A sumum þessum stöðum, sem
pílagrímar lieimsækja er aðgang-
ur dag og nótt en kapellan í ÁI-
töltingen er aðeins opin á daginn.
Mciriiilílaieskid' sjálft gert itm árlð
1300.
Stundum hiða hópar sjúklinga á
torginu alla nóttina, eftir því að
kapellan sje opnuð að morgni.
()g þegar inn er komið varpa þeir
sjer flötum á gólfið fyrir framan
Maríumyndina — og standa upp
heilbrigðir. Þessari athöfn fylgja
ýmsir siðir, sem hafa varðveist
óbreyttir öld eftir öld. Þegar
sjúklingurinn kemur inn úr dyr-
unum tekur hann trjekross á
lierðar sjer og skríður á hnján-
um fram að líkneskinu og varpar
MAÐUKINN MEÐ HOKNIÐ.
75 ára gamall Kínverji frá Mand-
schuríu var nýlega fluttur á sjúkra-
tiús í Tokio. Hann ætlaði að láta
skera af sjer hornið, sem hann hafði
í hnakkanum, en það var, svo sem
sjeð verður á myndinni, svo stórt
sjer þar niður. og meðan hann er
á leiðinni inn að líkneskinu er
heðið í sífellu: „Heilög (luðs
móðir, hjálpa þú mjer vesælum
syndara, sem nú kemur til þin“.
Þetla er aðeins einn staðurinn
af mörgum slíkum. En meðal
kaþólskra manna er trúin á
kraftaverkin svo rík ennþá, að
tclja má að tugir þúsunda á ári
leiti enn í dag til kraftaverkastað-
anna til þess að fá hót meina
smna. Fáist hún ekki í það sinn,-
er það af því, að sjúklingurinn
á. enn að gera yfirbót og iðrasl.
Þannig koma sumir sjúklingar
ár eftir ár.
ítalska skáldið Gabriele d’Annun-
zio sem rjettu nafni heitir Gaetano
Rapagnetto er nú að búa sig undir
dauða sinn. Segist hann muni deyja
undir eins og grafhöll sú, sem ver-
ið er að byggja handa honum verði
fullsmíðuð. Ekki á j>ó að jarða hann
J>ar í heilu líki og eigi heldur brenna
hann og geyma ösku lians. D’Annun-
zio hefir mælt svo fyrir, að skjóta
skuli líki sinu úr fallbyssu, munu
J>að þá breytast í ösku og dreifast
fyrir vindinum — að undanteknu
hægra eyranu. „Það munuð þjer
finna aftur óskaddað, því að það er
futlkomnasta Jíffæri á jörðunni“,
segir hann. Og svo á að geyma eyrað
J>arna i grafhöllinni! Miklir menn
geta lcyft sjer margt!
----x-----
Hinn kunni sænski fluginaður E.
P. A. M. Lundborg, sem frægur varð
um allan heim fyrir nær Iveimur ár-
að slikt hafði aldrei áður sjest. Pró-
fessorinn kallaði á alla stúdentana
til að sýna þeim þessi undur og það
liðu margir dagar svo, að yfirlækn
irinn timdi ekki að skera af honum
hornið. Svo gaman hafði hann af að
alhuga það og sýna öðrum.
uin fyrir að bjarga Nobile, hrapaði
í reynsluflugi við Malmslatt í Sví-
þjóð 26. janúar, úr aðeins 45 metra
hæð og dó skömmu síðar.
----x-----
f nýja ráðuneytinu franska situr
svertingi einn og er þetta í fyrsta
sínni, sem blökkumenn hafa komist
í stjórn Frakka. Hann heitir Diagne
og er fæddur í Senegal og situr á
þingi fyrir fæðingarland sitt. Er
hann talinn mikill gáfu- og atorku-
maður. Hann er undirráðherra i ný-
lendumálaráðuneytinu.
Arabiski furstinn Abdul Azis Ibn
Saud er að láta byggja 15 lofskeyta-
og útvarpsstöðvar viðsvegar í riki
sínu. Eiga þessar stöðvar allar a'i
verða fuLlgerðar innan 18 inánaða.
Ennfremur hefir furstinn látið koma
upp fjórum flytjanlegum sendurum
á þeim stöðvum, sem hann hefst
einkum við á. Loftsambandið er hið
eina sem hægt er að halda nokkurn-
vegin öruggu í öræfiun Arabiu.
----x-----
Að þvi er segir í frjett frá Berlin
hafa þúsundir rússneskra kvenna
sólt um leyfi til þess að ganga í her
Rússa, einkum sjóherinn. Nú hafa
að því er fregnin segir, þrjú þúsund
verkakonur í Leningrad verið tekn-
ar í sjóherinn, og voru þær fyrstu
konurnar, sem nokkurntíma hafa
verið ráðnar á herskip nokkurrar
þjóðar. Og af þeirri stuttu reynslu
sem fengin er, þykir líklegt, að aðrar
hernaðarþjóðir geri þetta sama. Því
að eins og flestir vita, lifa flest her-
skip æfi sína svo, að þau lenda al-
drei í orustu, en hinsvegar er jafnan
hafður á þeim mikill liðsafli. Reynsl-
an af rússnesku sjóhetjunum úr þeim
kvennaflokki, sem Rússar rjeðu á
herskipin, hefir verið sú, að aldrei
hefir verið eins þrifalegt um borð i
skipunum éins og síðan, og að fram-
iög til vis’táfanga hafi orðið alt að
þriðjungi minni en áður, vegna þess
hve kvenfólkið kunni betur að fara
með mat en karlmenn. Því að vilan-
lcga eru „stríðskonurnar" látnar
gegna þeim störfum á skipunum
fyrst og fremst, sem þær kunna besl
til og talin eru best við kvenna hæfi.
En þráttt fyrir það eru þær látnar
læra vopnaburð, ef ske kynni, að
not kæmi af því, að þær kynnu að
halda á byssu, eða snúa sjer við í
hernaði.