Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1931, Qupperneq 8

Fálkinn - 07.03.1931, Qupperneq 8
8 F Á L K I N N Málararnir sækjast eftir J> ví, að ná sjer í viðfangsefni þar sem fyrir er ónuminn akur, og þar sem viðfangs- efnin hafa sem minst verið notuð af öðrum á undan þeim. Því að þó svo sje að visu, að hver málari noti viðfangsefnið upp á sína vísu — en einmitt í því sjást einkenni lista- mannsins, þykir ýmsum betra að leita að nýjum umhorfssviðum en að fara um plægðan ákur. Nú á dög- um er Grænland keppikefli ýmsra málara. Danslcir málarar hafa marg- ir farið til vesturbygðanna á Græn- landi og haft með sjer þaðan fagrar myndir og nýstárlegar, sem lýsa vel náttúru og eðli þessa hrikalega og stórkostlega lands. En á austur- ströndina hafa hinsvegar fáir mál- arar komið. Því var það, að mál- verk, sem myndin hjer til vinstri er tekin af, vakti afarmikla eftirtekt, þegar hún var sýnd í einni sýning- arhöllinni í París í vetur. Hún er að vísu eftir lítt k'unnan málara, en hún er frá nágrenninu við Scoresby- sund. Márarinn sem gerði hana, var farþegi með „Pourquoi Pas?“ franska rannsóknaskipinu, sem flestir íslendingar kannast vel við, vegna þess að það hefir svo oft komið hingað til tands. Heitir hann Marin Marie. Á sýningu þeirri sem hann hjelt, sýndi hann jafnframt fjölda vatnslitamynda frá Austur- Grænlandi. Sviss er mikið snjóatand, og myndin hjer til vinstri gefur hugmynd um, að stundum sje erfitt, að lialda sam- gönguleiðunum opnum. Snjóplógur- inn, sem sjest á myndinni, virðist hafa nóg fyrir stafni. Fálldnn hefir áður sagl frá nýjasta hugviti Ameríkumanna í fjósagerð og birt inynd af „rennifjósinu". Hjer er önnur mynd, en þó [rábrugðin að þvl leyti, að kýrnar hjer á myndinni eru ekki mjólkaðar með samskon- ar vjelum og þeim, sem sýndar voru á fyrri myndinni. En til þess að spara eftirlitsfólkinu óþarfa ráp stendur það kyrt á ákveðnum stað, en beljurnar komu aðvífandi að henni hver eftir aðra, á renni- skífu, sem ev líkt til hagað eins og hringsviði á nýtísku leikhúsi. Skífan færist um „eina belju“ með ákveðnu millibili, og þá verður sú næsta á undan að vera búin og mjaltaeftir- litið verður að taka við þeirri næstu. Er sama atriðið hjer til grundvallar eins og í verksmiðjunum, þar sem hvcr verkamaður vinnur sitt hand- tak, en verkefnið er flutt til hans og frái á ákveðnum tímafresti. En mik ið má vera, ef þetta blessast þar sem lifandi verur eiga í hlut, þó að hægt sje að nota aðferðina við dqyðap málm. — Eru 12 mínútur ætlaðar til þess að mjólk hverja kú, en suq stpr er áhöfnin á búgarðinum, sem hefir tekið upp þessa nýjung, að það tek- ur sjö tíma, að mjólka „umferðina“ á hringnum.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.