Fálkinn - 07.03.1931, Blaðsíða 14
14
F Á L K I N N
þá kraft til þess að lifa, meðan heimurinn
í kringum mig er annars dimmur. Fleira
liefi jeg eiginlega ekki að segja; framtíðin
mun betur geta sýnt yður tilfinningar mín-
ar og mun, að jeg vona, ekki láta yður iðra
þess að þjer hafið sýnt mjer góðvild.
Yðar að eilífu þakkláti
Anania Atonzu“.
Um þrjú leytið þennan sama dag var Ana-
nia kominn af stað til Fonni. Hann reið
gömlum hálfblindum hesti, og flýtti sjer í
rauninni ekki eins mikið og kringumstæð-
urnar heimtuðu. En, því þá að vera að
leyna því fyrir sjálfum sjer? Anania var ekk-
ert að flýta sjer, þó pósturinn, sem kom
með boðin til hans hefði sagt:
— Þjer verðið að koma strax, ef til vill
deyr konan áður en þjer komið þangað.
Um stund hugsaði Anania eingöngu um
brjef sitt, sem liann hafði fengið einni af
þjónustustúlkum Carboni um leið og hann
reið framhjá.
„Hann fyrirlítur mig, á því er enginn efi“,
hugsaði hann með sjer. „Hann trúir náttúr-
lega dóttur sinni, þegar hún segir honum
frá liinni einkenilegu metnaðargirnd minni.
Já, livaða kona, sem hefði verið önnur,
mundi hafa hagað sjer á sama hátt og hún;
jeg hafði rangt fyrir mjer en jeg mundi
hafa breytt þannig gagnvart hvaða konu,
sem var annari“
Síðan mintist hann síðuötu línanna í brjefi
sínu.
„Þær munu liafa haft sína þýðingu. Ef til
vill ætti jeg að hafa bætt við, að þetta væri
alt mjer að kenna, en jeg hefði ekki getað
breytt öðruvisi; en nei, þau myndu aldrei
hafa skilið mig, eins og þau sjálfsagt fyrir-
gefa mjer heldur aldrei. Öllu er lokið“.
Gleðileiftri brá fyrir í sálu lians, þegar
honum datt í liug að móðir lians lægi nú
fyrir dauðanum, en hann reyndi strax að
skammast sín fyrir þetta.
„Jeg er hálfgert óargadýr“, hugsaði hann
með sjer, en gleði hans var svo mikil og
grimm, að jafnvel orðið „óargadýr“ fanst
honum spaugilegt og kom lionum til að
hlæja.
„Hún deyr“ hugsaði hann með sjer, „og
það er jeg sem drep hana; hún deyr úr
hræðslu, samviskubiti og sorg. Já, jeg sá það
lijerna um daginn hvernig hún engdist sund-
ur og saman og hnipraði sig saman, augu
hennar full örvæntingar; það, sem jeg sagði
við hana særði liana eins og sverðsstungur.
Hversu andstyggilegt er ekki mannshjartað!
Jeg gleðst yfir hinu illa, sem jeg geri og nýt
þess á sama hátt og fangi, sem aflað hefir
sjer frelsis, með því að drepa fangavörðinn
— samtímis ásaka jeg Margheritu fyrir lítil-
mensku og er reiður við hana af því, sem
hún segis í allri hreinskilni að hún geti ekki
elskað fallna konu. Ó, jeg er þá eitthvað
meira litilmenni, hundrað sinnum meira! En
get jeg haft aðrar kendir en þessar? Hvi-
lík hringiða af mótsögnum, hvaða illu öfl
eru það ekki, sem rífa með sjer og umsnúa
mannssálinni! En hvernig stendur á að við
skulum ekki geta unnið bug á þessu afli, fyrst
við fyrirlítum það svo! Sá guð, sem stýrir
þessari vondu veröld er illur andi, ófreskja,
sem býr í sálum okkar eins og eldingin í
loftinu. Og hver veit nema að á meðan jeg
er að gleðjast yfir hinum sennilega dauða
aumingjans, að þessi myrkraöfl, sem þvinga
okkur og hafa okkur í hendi sjer, láti ves-
lingnum skána og geri liana fríska aftur, að-
eins til þess að hegna mjer“.
Þessi hugsun gerði hann aftur daprari í
bragði; nú hrylti hann við hrygð sinni eins
og hann hafði hrylt við gleði sinni en liann
var á livorugri fær um að vinna bug.
Yndisfagurt sólsetur biasti við honum, þeg-
ar hann fór upp frá Mamojada til Fonni,
honum fór að verða ljettara í skapi.
„Einusinni hjelt jeg að jeg væri góður",
hugsaði hann, „lýgi og blekkingar altsaman!
Þegar jeg hugsaði um hana varð jeg við-
kvæmur og bljúgur, eins og þegar jeg hugs-
aði um Marglieritu, mjer fanst jeg elska
liana og að mjer mundi geta lánast að bjarga
henni og að jeg á þann hátt gæti orðið nyt-
samur maður. í stað þess verð jeg valdur
að dauða hennar. Hvað á jeg nú að gera?
Hvað get jeg gert með frelsi mitt? Jeg verð
aldrei liamingjusamur framar, jeg get aldrei
framar trúað neinum og ekki einu sinni
sjálfum mjer. Nú er jeg loksins farinn að
skilja hvað maðurinn er; vafurlogi, sem þýt-
ur um heiminn og hrennir alt, sem fyrir
er og slokknar ekki fyrri en hann ekki hef-
ir neitt framar að eyðileggja....
Því liærra, sem hann kom upp, þeim mun
meir lækkaði sólin á himninum, það var
undursamlegt kveld. Undir trje einu stað-
næmdist hann og horfði yfir landslagið. Fjöll-
in voru orðin purpurablá; langt ský í sama
lit. Já lítið eitt ofar við sjóndeildarhringinn.
Milli fjallanna og skýsins lá gullhimininn og
blóðlaus geislalaus sól.
Á þessu augnahliki fanst Anania hann vera
góður, hann vissi ekki sjálfur hversvegna
— góður og liryggur. Hann komst svo langt,
að hann óskaði þess af heilum hug að móð-
ir hans hrestist aftur; honum fanst hann
finna til meðaumkvunar með henni, og hinn
fagri barnslegi draumur lians um líf og sjálfs-
fórn, sem eingöngu væri varið til þess að
frelsa hina óhamingjusömu konu, vaknaði
á ný í sál hans, stórkostlegur og alvarlegur
eins og hin bnígandi sól.
En alt í einu fanst honum hann eingöngu
vera að dreyma þetta í eigin hafsmuna skyni
.... því nú lá ekkert annað fyrir honum. .
og hann líkti hinu seinláta göfuglyndi sínu
við regnboga yfir engi þar sem óveðrið geys-
ar.
„Hvað á jeg að gera?“ hrópaði hann aftur
upp yfir sig. „Jeg get ekki elskað lengur, eng-
um trúað. Sögu lífs míns er lokið. Lokið
þegar jeg er tuttugu og tveggja ára gamall,
þegar hin fegurstu æfintýri annara manna
lief jast“.
Hann kom til Fonni í byrjun nætur.
Hálftunglið hneig á tærum himninum, sem
svört spónþökin báru við. Loftið var mjög
svalt og fult af angan, það heyrðist greini-
lega gjallandi í klukkum geitanna, sem
voru á lieimleið utan úr haganum, hófaskell-
ir og hundagelt. Anania mintist Zuanne og
fanst hann nú standa nær bernskuminningum
sínum en í fyrra skiftið, sem hann var í
Fonni.
Koma hans til kofa ekkjunnar lokkaði
mörg forvitin andlit á gluggana, fram á
svalirnar og út í garðana á húsunum í kring.
Allir virtust eiga von á honum; leyndardóms-
fult hvísl heyrðist hvaðanæfa og honum
fanst einsog hann væri flæktur i þungt net,
sem lierptist um hann og drægi hann með
sjer niður i dimt hyldýpi.
„Hún hlýtur að vera dauð“ hugsaði hann,
um leið og liann stökk af baki.
Alt í einu kom zia Grathia í ljós í dyrun-
um. Hún bar ljós i hendi. Hún var ennþá
náfölari en liún átti vanda til, augu henn-
ar voru blóðhlaupin og lágu svartir liring-
ar í kring um þau....
Anania horfði órólegur á hana.
— Hvernig gengur það? spurði hann og
þvingaði sig til að tala með liluttekningar
málróm.
— Ó, nú er það gott! Hún hefir lokið
hinni jarðnesku pilagrímsgöngu sinni, svar-
aði gamla konan með sorghlandinni alvöru-
gefni.
Anania skildi að móðir lians mundi vera
dáin, hann tók sjer það eiginlega ekki nærri,
en hann fann heldur ekki til neins ljettis við
fregnina.
— Dio, dio, hversvegna ljestu mig ekki
vita um það? Hvenær dó hún? Jeg má þó
að minsta kosti fá að sjá hana? spurði hann
með sumpart uppgerðar og að sumu leyti
eðlilega hluttekningu í málrómnum, um leið
og hann gekk inn í eldhúsið, sem var upp-
ljómað af eldinum frá hinum stóra arni.
Við eldstæðið sat hóndi nokkur, líkastur
egypskum presti, fölur með mikið svart skegg
og galopin augu. Þegar þessi einkennilegi
maður, sem sat og rendi perlukransi milli
fingra sjer ,kom aúga á Anania leit hann
illilega til hans; ungi maðurinn fann það
og kendi einhvers undarlegs óróa.
Hræðileg hugsun flaug í liuga hans. Hann
fór að hugsa um feimnissvipinn á póstinum
þegar hann kom með frjettirnar um hinn
alvarlega sjúkdóm móður hans; hann mint-
ist þess að Oli hafði dagana á undan verið
lasin, en ekki eiginlega veik og liann fann
það var eitthvað ógurlegt, sem átti að dylja
hann.
Ekkjan stóð kyr við dyrnar, sagði nú við
hóndann:
— Fidele, líttu eftir hestinum; þarna er
hálmur. Flýttu þjer!
— Hvenær dó hún? spurði Anania og leit
um leit til bóndans. Augu bóndans líktust
tveimur svörtum liellum hræðilegum og ógn-
andi.
— Um tvöleytið svaraði dimm hassarödd.
— Um tvöleytið! Það var einmitt um það
hil að jeg fjekk boðin. hversvegna senduð
þið ekki eftir mjer fyrri?
— Hvað hefðir þú svo sem getað gert?
mælti ekkjan, sem hafði ekki augun af liest-
inum. Flýttu þjer Fidele, sonur minn, bætti
hún við óþolinmóð.
— Hversvegna senduð þið ekki eftir mjer
fyrri? endurtók Anania með ávítunar rödd,
um leið og hann beygði sig niður til þess aÁ
taka af sjer sporana. Hvað gekk að henni?
En læknirinn? Dio, Dio, mio, jeg sem vissi
ekki neitt! Nú fer jeg að sjá hana.
Hann gekk áleiðis til stigans, en zia Grat-
hia, sem altaf hjelt á ljósinu í hendinni, gekk
hratt fram fyrir hann og greip í handlegg-
inn á honum.
— Hvað, sonur minn ? Hvað ertu að hugsa ?
Lík! hrópaði hún upp yfir sig með skelfd-
um róm.
— Guðmóðir, heldurðu að jeg sje hrædd-
ur? Við skulum fara!