Fálkinn - 25.06.1932, Page 3
FÁLKINN
3
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM.
fíitstjórar:
Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. ■
Frauikvirmdastj.: Svavar Hjaltested.
Aöalskrifstofa:
Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210.
Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7.
Skrifstofa i Oslo:
Anton Schjöthsgade 14.
Blaðið kemur úl hvern laugardag.
Áskriftarverð er kr. 1.70 á mánuði;
kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg.
Erlendis 24 kr.
Allar áskriftir greiðist fyrirfram.
Anglýsinyaverö: 20 aura millimeter
Herbertsprent, Bankastræti 3.
Skraddaraþankar.
Iðnsýningin var opnuð áhorfend-
um á afmælisdegi Jóns Sigurðssonar
í síðustu viku. Og þrált fyrir alla
kreppu, barlóm og vonleysi varð
þátttakan mikil og góð. Svo mikil
og svo góð. að svartsýnir menn hafa
beinlínis gott af því. Þegar þeir
skoða sýningu þessa vel, getur ekki
hjá því farið að þeim finnist rofa
lií í sortanum.
Ekki síst ef þeir bera sýningu
þessa saman við fyrstu sýninguna,
fyrir 21 ári — og þess þurfa þeir við,
til þess að hafa samanburð. Þvi að.
framfarirnar eru svo miklar og marg-
víslegar, að þær koma manni á ó-
vart. Flestum finst alt standa í sömu
sporunum, að því er iðnað snertir,
en sýningin sannar, að' við höfum
ekki staðið í stað, heldur þokast
vel áfram á þessum tveimur ára-
tugum. Ýmskonar iðjufyrirtæki hafa
risið upp siðan og náð vinsældum
og orðið lífvænleg eigendunum. Það
er á þessu sviði, sem framfarirnar
hafa mestar orðið og það er einkum
hjer, sem framfarirnar eru mikils-
virði, því að af þeim leiðir fjár-
hagsleg framför hjá þjóðinni. Hand-
iðnaðurinu er ekki eins þýðingar-
mikill fjárhagslega, því að hann
dregur ekki nema lítið úr innflutn-
ingi, einkum listiðnaðurinn. En
menningarlega þýðingu hefir hann
svo mikla, að tilverurjettur hans er
augljós og sjálfsagður.
Barnaskólinn gamli er stórhýsi,
en þó gerir ekki betur en sýningin
rúmist þar. Um suma sýningarsal-
ina er það að segja, að þar er full-
miklu raðað niður. Og þó saknar
maður þarna ýmsra góðra iðnfyrir-
lækja, sem án efa hefðu getað lagl
sýningunni rnargt gott til. Niðurröð-
un sýningarinnar er svo góð, sem
hægt er að búast við í ekki belra
húsnæði. Ef stór salur hefði verið
til umráða, hefði tvimælalaust ver-
ið hægt að gera sýninguna miklu
áhrifameiri en hægt er í skólaslof-
unum. Má sjá þetta m. a. á því, hve
sýningarnar í leikfimishúsi barna-
skólans eru miklu áhrifameiri en
flestar skólastofusýningarnar.
Einu er rjett að bæta við: Sýn-
ingar ýmsra þátttakenda báru skýr-
an vott um kunnáttu manna i því,
að koma vörum vel og smekklega
fyrir. Hjer skulu ekki nein nöfn
nefnd, en hver sem jsessar sýningar
skoðar, gengur þess ekki dulinn, að
mismunandi smekkvísir menn hafa
jmr um fjallað.
Iðnsýningin er gleðilegur vottur
vaxandi sjálfbjargarviðleitni í iðn-
aði og iðju og mun flesta furða á,
hve margvislegt það er, sem farið
er að vinna hjer á landi. Það er góð
hughreySfing að skoða hana.
ítölsk flugheimsókn.
Á fimtudaginn annan en var
kom til Reykjavíkur ítölsk fliig-
vjel, I-SLAN. Hafði hún lagt upp
frá Rómaborg á þriðjudags-
morgun og flogið til Amster-
dam þann dag, en daginn eftir
lil Londoftderry í Norður-ír-
landi og á þriðja degi hingað.
Tók ferðin hingað frá London-
derry aðeins T^/o tíma og er það
hraðasta flug, sem farið hefir
verið milli íslands og annara
landa. Vjelin er afarstór, sömu
tegundar og ítalir notuðu í hið
frækilega flug sitt til Suður-
Ameríku í fvrra. Er hún með
fimm manna áhöfn og getur
flult nteð sjer bensín til rúm-
lega 20 klukkustunda, þegar
eigi er innanhorðs nema áhöfn-
in, en stuttar vegalengdir getur
hún flogið með 16 farþega.
Hreyflarnir í vjelinni framleiða
1500 hestöfl og meðalhraði vjel-
arinnar er 200 km. á klukku-
stund.
ítölsku flugmennirnir ætla
ekki lengra en hingað og er til-
gangurinn með fluginu sá, að
kynnast lijer veðráttufari og
staðháttum af eigin reynd, með
lilliti til væntanlegra flugferða
milli Evrópu og Ameríku yfir
ísland. Er sagt, að ítaiir hafi í
hyggju að senda 24 flugvjelar
þessa leið næsla vor, á sýning-
una i Chicago. Foringi þeirrar
farar verður ítalski flugmála-
ráðherrann sjálfur, en hann
stýrði förinni til Snður-Aníer-
íku. Formaðurinn sem er á vjel-
inni, er hingað kom var og í
þeirri ferð og sömuleiðis sá, sem
næstur honum gengur að völd-
um. Heita þeir Cagna og Luigi
Huesta og sýnir önnur myndin
þá, er þeir stíga á land i Reykja-
vík. Hin myndin er tekin á stei'n
bryggjunni og sjást þar (frá v.)
K. Zimsen borgarstjóri, Cagna,
Huesta og Jes Zimsen konsúll.
ALBERT THOMAS.
í maímánnði andaðist franski
stjórnmálamaðurinn Albert Thomas,
einn af víðkunnustii mönnum jafn-
aðarmannaflokksins, fæddur 1878.
Ilann var kosinn ú þing í Frakk-
landi 1010 og eftir að Jean Jaures,
hinn mikli foringi franskra jafnað-
armanna, hafði verið skoiinn til
bana í byrjun ófriðarins lOl'i varð
Thomas mesti áhrifamaður flokksins
og sat m. a. í samsteypustjórnunum
1915—‘17, og átti sæti i liermála-
ráðinu franska, því að hann var
einn þeirra jafnaðarmanna, sem
vildu halda ófriðnum áfram þang-
að til yfir lyki. Árið 1917 var hann
sendur iit Rússldnds til saxnninga
við Kerenskistjórnina. En síðustii
tíu árin var hann forstöðumaður at-
þjóða verkamálaskrifstofunnar í
Genf og hlaut atmennar vinsældir
af þvi starfi sínu.
Kenslukonan: Ef ]jú kemur
me'ð fjólur handa mjer á morgun,
Pjetur litli, þá skal jeg kyssa þig.
Daginn eftir kemur Pjetur:
Hjerna eru fjólurnar, urigfrú, en jeg
seldi honum eldri bróður mínum
.kþssinn fyrir 50 aura.
Það versta við að vera pipar-
svcinn er það, að nafnið deyr út með
manni.
Jú, það or rjetl. llvað heitið
þjer?
Pclersen.
Tilkynning:
Er lindarpenni yöar bilaður eða í
ólagi? Jeg tek aö mjer alskonar við-
gerðir á öllum tegundum. Sel einnig
nýja ásamt lindarpennableki.
Bruun -- Laugaveg 2
Stgurjón Jónsson framkvæmda-
Matthías Ólafsson fyrv. alþing- Einar Helgason garðyrkjustjóri stjóri, Rvík, verður fimtugur
ismaður verður 75 ára í dag. vrrður 65 ára í dag. 27. þ. m.