Fálkinn - 09.07.1932, Page 5
F Á L K I N N
Sýning ú Evu-vörum, frá Efnagerð Friðriks Magnússonar ú Grundarstíg.
ur landinu, að í'ramleiðsla,
pökkun, mölun, blöndun o. þ.
h. á þessum vörum sje unnin af
innlendum liöndum og sýna
hagskýrslurnar ár frá ári að
hjer er um merkan iðnað að
ræða.
Blöndahls brjóstsykur er
löngu þjóðfrægur orðinn, því
að um langt skeið hefir brjóst-
sykursgerð þessi verið hin
stærsta í landinu. Það var D.
Thomsen sem byrjaði að reka
þessa framleiðslu hjer á landi
og síðar var brjóstsykurgerð í
Stykkishólmi um hríð. En þeg-
ar M. Blöndahl hafði stofnað
brjóstsykurgerð sína komst
betri skriður á þessa fram-
leiðslu en áður og í mörg ár hef-
ir framleiðslan verið svo fjöl-
breytt, að hún hejfir fullnægt
öllum kröfum. Auk þess hefir
verið rekin konfektgerð og á
síðari árum hefir verksmiðjan
aukið margskonar nýrri efna-
vööruframleiðslu við, svo að nú
eru þar gerðar ýmiskonar efna-
vörur, sem sumar eru ekki fram
leiddar annarsstaðar hjer á
landi. Hafa vörur þessar fengið
hinar bestu viðtökur landsbúa.
Sýningin á Iðnsýningunni ber
með sjer, hve afarfjölbreytt
framleiðslan er, en þó ber eink-
um af, hve brjóstsykursfram-
leiðslan er marg'vísleg og teg-
úndirnar margar.
Jolmson <& Kaaber hafa sýn-
ingu á kaffi frá kaffibrenslu
firmans og á einu innlendu nið-
ursoðnu mjólkinni sem fram-
leidd er, Baulumjólkinni úr
Borgarfirði, sem þeir eru aðal-
Sýning M. TH. S. Blöndahl. Á myndinni ber mest á brjóstsykri og
allskonar sætumauki (sultutaui).
Sýning ó Johnson & Kaaber ú
umboðsmenn fyrir. Kaffibrensla
Ó. Johnson & Kaaber er hin
hin elsta i landinu og hefir full-
komiiar og stórar vjelar, sem
m. a. hreinsa kaffið sjálfkrafa
um leið og það er brent. Mun
þetta firma hafa mestu sölu af
brendu og möluðu kaffi hjer á
landi. Firmað hefir lengi haft
aðalumboðssölu fyrir Ludvigs
Davids kaffibæti og er nú að
setja upp kaffibætisgerð bjer,
sem á að framleiða samskonar
tegund. En Ludvig Davids kaffi-
bætir hefir löngum verið upp-
áhald allra húsmæðra. Baulu-
mjólkin er soðin niður í Borg-
arnesi og hefir niðvirsuðan feng-
ið fullkomin áhöld til suðunn-
ar og fær kunnáttumaður stjórn-
ar verkinu, enda hefir mjólkin
náð miklum vinsældum á þeim
stutta tíma, sem liðinn er síðan
hún kom á markaðinn. Á und-
anförnum árum hefir afarmik-
ið verið flutt inn af niðursoð-
inni mjólk og er það ekki vansa-
laust, því að vitað er, að Islend-
ingar framleiða meira en nóg
af mjólk lianda allri þjóðinni
og mjólkurframleiðslan er ávalt
að aukast.
Vjelsmiðjuniar Haníar, Hjeð-
inn og Landssmiðjan hafa all-
ar einkar el'tirtektarverðar sýn-
ingar og eru þar munir, sem
ýmsir sýningargestir munu vart
kaffi, tíaulumjólk og kaffibæti.
hafa látið sjer til hugar koma,
að hægt væri að smíða hjer á
landi.
Landssmiðjan hefir sýningu i
hornherberginu niðri, mót suðri
(stofa nr. 6). Eru þar til sýnis
ekki aðeins járnvörur heldur
líka trjesmíði. Þar er lítill róðr-
arbátur, sem virðist vera mjög
vandaður og að ýmsu leyti taka
fram norsku bátufium, sem mik-
ið eru kevptir hingað, og enn-
fremur eru þar bókbandsverk-
færi. Landssmiðjan getur einnig
smíðað vjelbáta og er þarna
„model“ af 20 smálesta vjel-
báti. Þarna sjást líka vöruvagn-
arnir, sem Eimskipafjelag Is-
lands notar til uppskipunar og
hafa reynst hin mestu þarfa
þing; ganga hjólin á kúluleg-
um, sem gerir þá ljetta i drætti.
Deeimalvogir getur smiðjan
einnig framleitt og þvottarull-
ur eru þarna, mjög vandaðar að
sjá. Einnig ern þarna vjelar
ýmiskonar og' má þar einkum
nefna borvjel. En mesta athygli
á þessari sýningu mun þó vekja
eftirlíkingin af skurðgröfu
þeirri, sem Landsmiðjan er að
smíða og á að notast við skurð-
gröft í Safarmýri. Er skurð-
grafan líkust mokstrarvjelum
þeim, sem notaðar hafa verið
við dýpkun hafnarinnar hjer:
lik og prammi, með skófluröð
á bandi, sem vinst áfram í si-
Sýning Landssmiðjunnar. .1 myndinni sjest báturinn, tugavog, bókbands-
áhöld, skurðgröfumadel, þvottarulla, túrbínurör og fleira,