Fálkinn - 09.07.1932, Síða 14
14
F Á L K 1 N N
þjer fengjuiS hílinn og færuð í búðir meS
l'ri'i Spalding seinniparl dagsins“.
Isahella varð mjög glöð á svipinn. „Ljóm-
andi“, sag'ði húh. En i sama bili varð hún
' áliyggjufull aftur. „Jeg gleymdi því að jeg
. lief euga peninga fvr en þjer eruð húin að
selja næluna“.
„Það skiftir engu máli“, sagði Tony,
„Leyfið m jer að lána yður fimtíu pund, sem
þjer svo getið greitt á morgun þegar við
. gérum upp reikningana“.
Hún dró djúpt andann. „Þjer eruð fram-
úrskarandi góður“, sagði hún. Síðan
þagnaði hún og varð þungbúin á svip, eins
og hún væri að hugsa um eitthvað óþægi-
legt.
„Er nokkuð í aðsígi“, spurði Tony.
Hún leit í kringum sig með hálf vand-
ræðalegu og hálf óttaslegnu augnaráði, sem
Tonv þekti frá því kvöldið áður.
„Það voru aðeins þessir tveir menn“,
stamaði luin. „Ætli það geti átt sjer stað
að jeg mæti þeim? Jeg veit auðvitað að það
er heimskulegt að vera hrædd — en— samt
sém áðúr —“ Hún þagnaði skyndilega.
Tony laut vfir horðið og tók í hönd henn-
ar. „Heyrið mjer, Isabella", sagði hann.
„Þjer skuluð alveg gleyma þessum tveimur
náungum. Hvert sem þjer farið verður ó-
mögulegl fyrir þá að gera yður nokkurt
mein. Við leyfum engum að hræða frænku
okkar. Ef jeg væri ekki húinn að lofa því
að reyna nýja bifreið lijá Brookland, skyldi
jeg sjálfur fara með yður í húðirnar, en
jeg ætla að láta Bugg fara með yður i minn
slað. Hann getur setið lfjá Jannings, og ef
þjer óskið eftir því að hann lemji einhvern
til jarðar, þurfið þjer ekki annað en gefa
honum hendingti, og mun hann þá gera það
samstundis“.
Isahella leit á liann með þakklæti. „Það
er mjög likt og að hafa lifvörð um sig“,
sagði hún.
„Tony kinkaði kolli samþykkjandi. „Það
er einmitl svo. Við munum nefna okkur
„varnarlið Isabellu" og við kjósum okkur
þetta lnis, sem aðalvígi. Þjer eruð að visu
alveg óhultar í húsi Spaldings, en þjen eig-
ið ætíð opna leið hingað, ef þjer eruð eitl-
ltvað venju fremur hræddar". Hanu klapp-
aði á hönd hennar, og hallaði sjer því næst
aftur á hak í stólum. „Væri annars ekki
hest að þjer dvelduð hjer þangað til þjer
1‘arið í búðirnar“, stakk hann upp á. „Þjer
getið til dæmis lagl yður i hengirúmið, og
sofið eða lesið eftir vild. Spalding getur svo
haft litlaskattinn lil þegar þjer óskið“.
„Litlaskattinn?" sagði Isabella undrandi.
„Eftir þetta“, og hún benti til matarleyf-
anna.
„Auðvitað“, sagði Tony. „Mann svengir i
Mampsteadloftinu. Menn þurfa mikið að
horða hjer.
„Er jeg nauðbeygð lil að borða litlaskalt“,
sagði Isabella. „Ef svo er, sje jeg ekki ann-
að ráð en að hverfa brott“.
„Þjer skuluð fara að alveg eftir eigin geð-
þótta“, sagði Tony. „Jeg er talsmaður hins
persónulega frelsis — að minsta kosti með-
al heldri manna“. *
Hann stóð upp og gekk að gömlu eikar-
skrifhorði, sem stóð við gluggann. Hann tók
upp ávísanahefti, og skrifaði fimtíu punda
ávísun. „Hjer er dálítið brol af nælunni til
að hyrja með“, sagði hann. „Jennings á að
aka yður lil hankans. Þegar þjer hafið feng-
ið peningana, á hann að aka yður livert sem
vður þóknast. Þjer skuluð ekki taka yður
nærri þó þjer þurfið að láta hann faíða, eða
jiess háttar. Hann er vanur því og cr ógæfu-
samur hvort sem er“.
Isahella slakk ávísuninni í tösku sína. Á
hak við þakklátsemi hennar var ætíð svo
sem liún tæki hjálp Tony sem alveg sjálf-
sögðuni hlut. Þetta töfraði liann algjörlega.
Hónum datl ætíð í hug harn, eða kongsdótt-
ir úr æfintýri.
„Það verður •“ Enn liætti liún í miðju
kafi; og eins og hún alt í einu hefði hrevtt
tilgangi sínum með því að taka tit máls,
hætti hún við í hálfgerðu fáti: „Ætti jeg
ekki að láta frú Spalding vita að jeg óska
cftir að luin fari með mjer í búðirnar“.
Tony hristi höfuðið. „Jeg ímynda mjer að
við getum annast um það fyrir yður“, sagði
liann. „Húsið er fult af hraustum mönnum,
scm ekkert hafa að gera. Komið! .Teg skal
sýná yður bókasafnið. Getið þjer þá valið
yður eitthvað að lesa“.
Hann leiddi hana gegnum forsalinn og
opnaði lmrðina að hinum mikla hóksaal.
Þegar Isabella leit inn rak hún upp óp að
ánægju og aðdáun.
„Skárri eru það nú ósköpin af hókun-
um“, sagði hún. „Jeg hjóst ekki við þvi að
þjer læsuð mikið“.
„Jeg geri það lieldur ekki“, svaraði Tony
„Jeg les aldrei annað en hækur eftir Swin-
burn og „bifreiðabókina“. Flestar Iiinar
bækurnar eru arfur frá afa mínum. Hann
var alla sína æfi að safna hókum, og arf-
leiddi mig svo að þeim, sem ástæðu til
þess færði hann það, að bækurnar slitnuðu
þó ekki“.
Isabella hló lágt og fór að alhuga bóka-
heitin. Tony horfði á hana stundarkorn, og
fór svo út í lorsalinn og hringdi hjöllunni.
„Spalding“, sagði hann, þegar þessi fyr-
irmyndar þjónn kom inn. „Jeg hef beðið
ungfrú Frances að skoða liúsið sem sina
eign meðan hún dvelur hjer. Jeg hið yður
að sjá um að liana vanti ekkert meðan jeg
er að heinnin".
Andlit Spaldings var eins og líkneski.
„Skal verða gert, sir Antony“, sagði hann
og lmeigði sig lítið eitl.
„Og sendið Bugg hingað inn“, lijelt Tony
áfram. „Jeg þarf að tala við hann áður en
jeg fer út“.
Spalding fór og augnabliki síðar kom
Biigg inn tyggjandi. Hann hafðí enn ekki
lokið við morgunmatinn.
„Mjer þykir leill að ónáða yður, Bugg“,
sagði Tony. „En mig langar til að biðja yð-
ur að gera mjer greiða, ef þjer getið“.
„Þjer skuluð aðeins segja mjer hvcrs
þjer óskið“, sagði Bugg, sem nú loksins var
húinn að renna niður hitanum.
„Jeg hið yður að vera með í bifreiðinni
þegar að Jannings ekur ungfrú Francis
seinni part dagsins. Það er alls ekki ómögu-
legl að slánarnir frá jivi í gærkvöldi reyni
að áreita hana aftur“.
Bugg gaut upp grágrænum augunum með
mesta undrunarsvip. „IIva?“ sagði hann.
Hafa þeir ekki fengið nóg ennþá? Hvað
heldur húshóndinn að þeir ætli að gera?“
Tony hristi höfuðið. „Mjer er ekki vel
kunnugt um það, Bugg“, sagði liann. „En
livað sem það er, jiá ætla jeg að setja loku
fyrir það. Þar að auki“, bætti hann við,
„langar mig til að vita hvaða náungar þetta
eru. Ef jeg vissi hverjir þeir væru, þá gæti
jcg ef lil vill kent þeim eitthvað af manna-
siðum. Að vera altaf að lemja þá niður á
götunni er ekki beinlínis kristilegt, auk þess
er hæft við að lögin og lögréglan hafi eitl-
hvað við það að athuga“.
„Jeg á þá eftir þessu ekkert að blaka við
þeim“, sagði Bugg og voru vonbrigðin auð-
lieyrð.
„Ekki nema að þéir óski þess sjerstak-
lega“, svaraði Tony. „En jeg hýst reyndar
ekki við því að þjer hittið þá, jiað er aðeins
til öryggis, að jeg hið yður.að vera með“.
Bugg kinkaði kolli, samþykkjanjdi. „Lát-
ið mig um jjað lierra. Jeg skal sjá um ung-
frúna, svo henni sje jafn óhætt, eins og
hún lægi í saumakassa móður sinnar“.
„Þakka yður fyrir Bugg“, sagði Tony.
„Jeg get þá farið til Brooldands með góðri
samvisku“.
Hann rölti aftur inn í bókasafnið. Fann
hánn þar Isabellu liggjandi á hnjánum á
breiðu gluggakistunni og niðursokkna í að
lesa einhverja hók. Eirlitað hárið gljáði í
sólskininu.
„Verið þjer sælar, lsahella“, sagði hann.
„Jeg vildi óska þess að jeg' gæti hitt yður í
kvöld, en til jjess eru jjví miður etigar lík-
ur. Jeg á ekki svo hægt með að bjóða yður
lil miðdegisverðar af því Henry kemur.
Hánn mundi undir eins segja allri fjölskyld-
unni og hálfu jjinginu af yður“.
Isahella varð óttaslegin. „Er frændi yðar
í þjónustu ríkisins?" spurði hún. „Ef til
vill stjórnmálamaður?“
„Hann hefir sjálfur þá undarlegu ímynd-
un“, sagði Tony.
Isahella lagði hendina á handlegg honum.
„Þjer megið ekki láta hann vita af því að
jeg sje hjer. Lofið mjer því að segja honum
ekkert um það, að þjer hafið hilt mig“’.
Hún varð svo hrædd og áköf þegar hún
hað um þetta að Tony varð aftur alveg
undrandi.
„Aliðvitað lofa jeg því“, svaraði hann.
„Jeg' hefi ekki ætlað mjer að segja neinum
til yðar, og livað jjað snertir að segja Henry
af yður Jæja enginn skyldi kasta perl-
um fyrir svín“. Hann leit á klukkuna. „Jeg
verð að fara. .leg kent i fyrramálið með bil-
inn, við skuhim aka eitthvað út á land, okk-
ur Ii 1 skemtunar. Þangað til skuluð Jjjer að-
eins nuina að.ekkert er að óttast. Þjer eruð
eins ólniltar hjá tnjer, eins og tíu putula seö-
ill í Englandsbanka“.
Ilann þrýsti hendi Itennar hughreystandi
og fór úl. Jennings heið við dvrnar með
stóru bifreiðina.
,,.Tennings“, sagði Tony utn leið og hann
setlist í bilstjóras&etið. „Jeg hef lofað ung-
frú Francis þvi að þjer akið með hana í
húðir í kvöld. Þjer getið tekið Rolls Royce
vagninn. Bugg og frú Spalding verða sam-
ferða“.
„Alveg rjett, herra“, sagði Jannings fýlu-
lega.
„Fyrst eigið þjer að aka ungfrúnni til
bankans míns, síðan lætur hún yður vita
hvert hún vill fara“.
Hann þagði um stund. „Það er ekki ó-
hugsandi að þið verðið fyrir áreitni tveggja
útlendinga. Ef það verður, þætti mjer vænt
ttm að jjjer vilduð hjálpa Bugg með að
koma jjeim úr vegi“.
Jennings varð myrkur á svip. „Ef ein-
hver ætlar sjer að eiga við vagninn minn,