Fálkinn


Fálkinn - 22.10.1932, Blaðsíða 5

Fálkinn - 22.10.1932, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 voru blóðblettir á skitinni kakí- skyrtunni. Hann var hár, ljós yf- irlitum og andlitsdrættirnir mjúkir og barnslegir, en í sól- brendu andlitinu brunnu stálgrá augu og augnaráðið sem mætti ofurstanum var kvíðafult en þó ákveðið. Þeir horfðust í augu í eina sekúndu, sem var löng eins og eilífðin — en það var nægi- lcgt til þess, að grunur de Trev- ignacs fór að verða að vissu. „Leysið fangann og látið okk- ur eina“, sagði hann. „Jeg ætla að vfirheyra hann án vitna“, bætti hann við til skýringar. Mennirnir urðu forviða og fóru út. Þetta höfðu þeir aldrei vitað de Trevignac gera fyr. Það var steinhljóð í herberg- inu þegar hermennirnir böfðu lokað eftir sjer. Henri de Tre- v.'gnac rauf þögnina: „Hvers óskar þú?“ ságði hann og vott- aði óljóst fyrir brosi á vörum hans. Fanginn leit upp. „Jeg veit að jeg á að deyja þessvegna grátbæni jeg ofurst- ann um, að senda þetta brjef til móður minnar“, svaraði hann, „þvi að án hjálpar bans kemst það aldrei til skila“. Hann stakk liendinni i barminn og tók fram velkt umslag sem bann fjekk de Trevignac. Hann tók við brjef- inu — án þess að pilturinn tæki eftir því að hönd hans skalf. „Það er ströng ritskoðun á brjefum fanga“, sagði ofurstinn hægt. „Jeg veit það þessvegna ætla jeg að biðja yður að lesa það“, svaraði pilturinn hógvær. De Trevignac leit aftur á um- slagið „Margaret Scheffer“ var áritunin. Nafnið, sem einu sinni hafði verið honum djæmætara en allur heimurinn. Hann tók lirjefið og braut það bægt sund- ur og las. Engar liarmatölur, að- eins fyrirgefningarbón, áður en rjettlætið kliþti sundur lífsþráð- inn. De Trevignac lagði brjefið á horðið og andvarpaði þungan. Svona höfðu forlögin látið sam- fundi hans og sonarins verða eftir þessi mörgu ár. „Jeg veit að þetta ríður henni að fullu“, sagði pilturinn og kæfði niðri í sjer grátinn. „Við vorum bara tvö ein“. „En faðir þinn — Heinricli Scheffer?“ Pilturinn hristi höfuðið. „Jeg liefi aldrei átt neinn föður. Hann var franskur liðsforingi og sveik móður mína þegar henni lá mest á“. „Veistu ekki einu sinni livað hann heitir?“ „Nei — því að þá vissi móðir min að jeg mundi leita hann uppi og skjóta hann“. Augna- ráð piltsins sannfærði de Tre- vignac um, að hann sagði satl. „Það er rjett — þannig hegn- um við liðhlaupum“. De Tre- vignac varð þur í kverkunum og æðarnar yfir gagnaugunum hömuðust. „En hefirðu aldrei bugsað út í það, að til eru menn, sem ekki einu sinni eru verðir skots?“ „Nei, ofursti — þá menn hefi jeg aldrei hitt“. Pilturinn hneigði höfuðið aftur og starði á mynd- irnar í gólfdúknum. „Get jeg reitt mig á.... að ofurstinn sendi brjefið í fyrramálið eftir að....“ „Það er langt til morguns“, trk ofurstinn franf i og rómur hans varð annarlegur. „Við höf- um margt að talast við innan þess tíma, Heinricb Scbeffer, jeg býð þjer að borða með mjer. Þú verður ókunni gesturinn sem jeg átti von á í kvöld“. Henri de Trevignac benti honum á auða sætið. Það var eins og pilturinn vakn- aði eftir svæfingu er bann leit aftur á gráhærða manninn í ein- kenningsbúningnurri og með all- ar orðurnar á brjóstinu. „Ofurst- anum er ekki alvara að jeg . . ?“ „Mjer er alvara, að þú verðir gestur minn í kvöld“, svaraði bann og rjetti honum höndina. Soltni og tötralegi gistiliðinn settist þar sem honum var vísað til og horfði tortrygnislega á ofurstann. Var þetta gildra — eða var hann orðinn brjálaður? Við öllu illu mátti búast af þess- um hataða manni. En de Tre- vignac hringdi bjöllunni eins og ekkert væri. Þegar þjónninn kom sagði hann rólega: „Berið fram miðdegisverðinn. Refsi- fanginn nr. 27 verður gestur minn í kvöld“. Svo sneri hann sjer að Scheffer og bætti við: „Með því skilyrði að þú segir mjer af móður þinni og þjer“. --------Það var komið fram yfir miðnætti en sendiliðinn dauðadæmdi og de Trevignac sátu enn yfir borðum. Við mat- inn og drykkinn hafði pilturinn orðið skraflireyfinn og tortrygn- in hvarf. Ilann hafði sagt frá móður sinni og sjer og baráttu þeirra fyrir lífinu, hreinskilnis- lega og blátt áfram. Það var gamla sagan. Fram að styrjöld- inni hafði þeim vegnað sæmilega — en svo tók við dýrtíð, atvinnu- levsi og neyð. Honum var of- aukið heima. Þegar hann sá, að móðirin gat ekki unnið fyrir þeim báðum fór hann að eins og svo margir aðrir. Hann rjeðist í gestaliðssveitina frönsku án jiess að vita hvað hún var. Hann fjekk að minsta kosti ofan í sig að jeta — en aldrei hefði hann grunað hvílikt víti þetta var. Jæja, það var nú sama .... úr því að því var lokið .... Hann bafði strokið. Þá dreymdi um að strjúka, alla sem f}TÍr misskiln- ing böfðu lent í Sidi bel Abbes. Það hafði rnistekist og nú tólc hann afleiðingunum. De Tre- vignac sat þögull meðan piltur- inn var að segja frá — en hvert orð hans var eins og hnífstunga í sjúka samviskuna, öllu þessu hafði hann valdið, er bann i æskuglöpum sveik bina einu og sönnu skyldu sina. „Datt möður þinni aldrei i hug, að skrifa föður þírium“ spurði hann. „Nei, hún var of stórlát til þess“, svaraði pilturinn stutt. „Svo kom líka striðið og hann varð f jandmaður okkar. Og hvers a maður yfirleitt góðs að vænta af svikara?“ De Trevignac dró andann þungt. „Mintist hún aldrei á föð- ur þinn?“ „Aldrei, ofursti“. Hann glotti. „Það eina sem jeg veát er að hún ljet skýra mig Heinrich í liöfuðið á bonum“. En nú skeði það furðulega. Ofurstinn dró skammbyssu sína hægt upp úr vasa sínum og lagði bana á borðið fyrir framan gisti- liðann. „Fáir menn hafa verið eins hataðir og jeg“, sagði hann bljótt. „Enginn maður í Sidi bel Abbes myndi hika við að drepa mig, ef hann þyrði. Jeg fæ þjer vopn mitt, Iieinrieh Scheffer, svo að j)ú getir valið um frelsi jiitt eða dauða minn!“ „Ofursti jeg botna ekkfert i þessu!“ „Þú sagðir áðan, að ef jiú viss- ir nafn föður jjíns mundir þú fara rakleitt til lians og skjóta harin. Nú veistu það og harin hefir sjálfur fengið jijer vopn- ið“. „Ofursti það getur ekki ver- ið satt. Svo óttarlega get jeg al- drei hugsað mjer þessa sam- fundi“. De Trevignac hafði staðið upp og gengið til hans og strauk lionum um Ijóst hárið. „Hefir þú ekki djörfung til að fram- Ivvæma svona mikla ákvörðun þegar örlögin sjálf gefa þjer færi á að hefna rauna þeiira, sem jeg hefi bakað móður þinni?“ Pilturinn svaraði ekki en grúfði sig enn dýpra — en kæf- andi og þung Jiögnin óx i kring um Jiá. Ekki djörfung . . . .“ Það var de Trevignac sem talaði. Pilturinn hristi höfuðið. „Nei, ekki þegar vopnið er lagl upp i hendurnar á mjer. Þá er frelsið kærara mjer en hefndin“. „Þá hefir þú valið hyggilega. Heinrich. Maður drepur mann til þess að begna honum en ekki til þess að gera honum greiða. Dauðinn hefir lengi verið mjer ávinningur, því að lífið hjerna er hegning fyrir það illa sem jeg hefi aðhafst. Á morgun ert þú frjáls maður. Þú skalt fara úr sendiliðinu og heim til múður þinnar — og jeg heiti þvi við heiður minn að jrið skuluð al- drei líða neyð framar“. Pilturinn spratt upp: „Pabbi!“ Henri de Trevignac hopaði undan. „Nei, gerðu mjer þetta ekki erfiðara en það er“, sagði bann og hringdi bjöllunni ákaft, eins og bann væri hræddur við að vera lengur einn með syni sínum. Hurðin opnaðist. Liðs- foringi kom inn með tvo fanga- verði. „Jeg liefi yfirheyrt fangann, og af ástæðum sem jeg einn |iekki liefi jeg ákveðið að náða hann“. De Trevignac leit fast á liðsforingjann. „Af þessum á- stæðum er Heiixricb Sheffer l'rjáls maður og fer úr gestaliðs- sveitinni á morgun. Þjer sjáið um að litvega honum alt til ferð- arinnar, en sjálfur á hann að koma til mín áður en liann fer að taka hjá mjer vegabrjel' sitt og farareyri“. „Skal gerl eins og ofurstinu skipar“. Liðsforinginn reyndi að dvlja furðu sína en hann trúði varla simun eigin augum er hann sá hinn rammbataða yfirboðara sinn kvssa gistiliðann á ennið og muldra um leið, svo að varla heyrðust orðaskil: „Heilsaðu móðir þinni, Hein- ricli Scbeffer og reyndu að gleyma mjer“. Stundarkorni eftir að þeir voru farnir stóð ofurstinn graf- kvr og lilustaði á fótatakið. Kert- n voru brunnin út og hálf dimt i herberginu. Nú var hann aft- ur einn og hnje niður á stól við h.orðið. Ókunni gesturinn hans var farinn, og nú átti hann al- drei framar von á gesti. Það roðaði fyrir nýjum degi yl'ir eyðimörkinni .... Þýskt blaS birtir útdrátt úr end- urminningum gamals mentaskóla- kennara, sem nýlega eru komnar út. Hefir kertnari þessi, sem heitir Hans Jacob Haberle, verið kenn- ari í nákvæmlega 50 ár. Hann hjelt nákvæma daghók um alt, sem skeði i kenslustundum hans öll árin, einn- ig um það hvernig og hve oft hann tiegndi nemendunum. í þessi 50 ár barði hann nemendur sina 211.517 sinnum með göngustaf, 24,000 sinn- um með flatri hendi á rassinn, 126.715 sinnum með kaðli, 20.989 sinnum með reglustiku á neglurnar, hann gaf strákunum samtals 1.115- 000 kjaftshögg og kleip þá 10.215 sinnum í eyrað. Svo bætir kennal-- inn við: Jeg barði strákana 80.000 sinnum af því að þeir kunnu ekki latínuna sína og 36.000 sinnum vegna þess að þeir skrifuðu svo illa. Sá var góður! ----x---- Músastríð mikið er nýlega hafið í Wimmara-fylkinu í Ástralíu. Mýsn- ar þar eru svo ágengar og svo mik- ill fjöldi þeirra, að ekkert verður við ráðið. Þær jeta alt upp á heimil- unum, eyðileggja fyri'r þúsundir króna hvern dag og eru yfirleitt voðaleg plága. Kettirnir hafa held- ur ekki við, saddur köttur drepur aldrei mús, og nú hafa yfirvöldin heitið háum verðlaunum þeim, sem finnur besta ráðið til þess að út rýma þessum skaðlega músaher. Þeir þekkja líklega ekki Ratin í Ástralíu. -----------------x---- Feitasta söngkona heimsins er bara 22 ára og heitir Kate Smith. Hún er amerísk, kvað syngja fram- úrskarandi vel og er nú ráðin til að syngja í útvarp i Ameríku fyrir 3000 dollara kaup á viku. ----x---- Sem stendur er verið að mála Ef- lelturninn í París. Er búist við að það taki þá 15 málara sem þar liafa atvinnu, að minsta kosti fimm mán- uði að ljúka þvi. ----x---- t

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.