Fálkinn


Fálkinn - 22.10.1932, Blaðsíða 8

Fálkinn - 22.10.1932, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Danir eru í óða önn að vinna að byggingu brúarinnar yfir Litlabelti, sem verður lengsta brúin í Evrópu þegar hún er fullgerð. Brúin yfir sundið sjálft hvílir á fjórum stöpl- um, en undirstaða þeirra er gerð úr geysistórum sementskössum, sem síeijptir eru í landi og fluttir út á súhdið og sökt þur. Hefir það verið mikið vandaverk að koma kössum þessum fyrir, eti nú er því lokið, þvi að síðasti kassinn komst á sinn stað í ágústmánuði. Hjer á mynd- inni sjest kassinn, til vinstri. En til hægri sjest nokkuð af þeim hluta brúarinnar, sem stendur á landi. Varð að byggja langa landbrú til þess að hækka veginn af jafnsljettu og upp á brúarhæðina, sem er mik- il, til þess að skip geti siglt undir hana. Myndin að neðan sýnir mjaltakonu heldur einkennilega klædda. IJk- lega verður búningurinn ekki tek- inn til fyrirmyndar. 3 Myndin hjer að ofan er af pólska flugmanninum Zwirko, sem varð flugskarpastur í kappfluginu um Evrópu í haust. Með honum á mynd inni er pólski sendiherrann í Kaup- mannahöfn og konan hans. 1 vor sem leið vjek von Papen prúss- nesku stjórninni frá völdum í sam- ráði við Ilindenburg forseta. Taldi hann sig hafa vald til þess sam- kvæmt stjórnarskránni en ákvæði þau er að þessu lúta eru nokkuð óljós og nú hefir frárekna stjórnin höfðað mál gegn kanslaranum fyr- ir. Er það rekið fyrir ríkisdóm- stólnum í Leipzig og hafa báðir að- aðilar telft fram ýmsum frægustu málaflutningsmönnum Þýskalands til þess að flytja málið og verja. Hjer til hægri er mynd af dómhús- inu í Leipzig, sem er einkar fögur bygging.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.