Fálkinn


Fálkinn - 22.10.1932, Blaðsíða 11

Fálkinn - 22.10.1932, Blaðsíða 11
F Á L K 1 N N 11 Yngstu lesendurnir Gullfuglinn. fíeðslegar Eiim sinni var ungur piltur, seni hjet Axel. FaSir hans bjó á stórri jörð og átti mörg börn. Og þegar Axel fann, aS hans var ekki þörf á heimilinu lengur fjekk hann nesti og nýja skó og fór út i heiminn til þess aS kynnast honum, því„heimskt er heimaaliS barn“ segir máltækiS. En nú var Axel á leiS heim til sín aftur. Hann hafSi fariS víSa og sjeS margt, en nú lá leiS hans um hrjóstuga óbygS og hann var bæSi þreyttur og svangur. Þegar hann hafSi gengiS lengi sá hann hvar fallegur fugl, gyltur á litinn, tylti sjer á trjágrein. Hann greip fljótlega tii bogans sins, því aS þetta var í þá daga sem engin byssa var til en allir höfSu boga, og miSaSi á fugl- inn. Þvi aS svona fallegan fugl vildi hann eignast. En hvaS haldið þiS aS þá hafi skeð: Fuglinn fór að tala og sagði: „Þyrmdu lífi minu, liver veit nema jeg geti enhverntíma hálpað þjer, ef þú lofar mjer að lifa!!“ Nú var Axel eiginlega allra besti piltur þó að honum dytti í hug að skjóta fuglinn, og þessvegna ljet hann hann sleppa. Og í þakklætis- skyni ljet fuglinn eina af fallegu fjöðrunum sinum detta niður á pilt- inn og hann tók hana og festi hana i hattinn sinn og hjelt áfram leiðar sinnar, svangur og þreyttur eins og áður. Þegar hann liafSi gengið um stund fór landslagið að verða bú- sældarlegra og vinalegra og loks- ins kom hann að fallegum aldin- garði, þar sem ávextir hjengu á hverju trje. Axel fór inn í garðinn og át sig saddan af eplum, glóaldin- um, ferskjum og öðum gómsætum á- vöxtum og varð eins saddur og hann hafði áður veriö svangur. Svo lagð- ist hann endilangur niður í grasið og steinsofnaSi. Þegar Axel vaknaöi aftur heyrði hann glaðlegan hlátur skamt frá sjer og þegar hann fór aS skima kringum sig til þess að vita hvaðan htáturinn kæmi, sá hann inn á milli trjánna hvar tíu til tólf ungar stúlk- ur voru aS dansa og leika sjer i runni. Þær voru allar ljómandi fallegar og Axel sárlangaði að fara til þeirra og biðja um að lofa sjer að leika við þær. Svo herti hann upp hugann og fór tit þeirra og hneigSi sig hæversklega fyrir hverri þeirra fyrir sig. En stúlkurnar littu brostu alls ekki til hans; þvert á móti fóru þær aS gráta og sögðu honum, aS nú væri hann kominn inn í aldingarð kynjakarlsins Kas- pars og að hann væri göldróttur og umhverfði öllum ferðamönnum sem til hans kæmu í stein. Og þær grát- bændu hann um að flýja meðan tími væri tit. Telpurnar voru am- báttir tröllkarlsins og hann skipaði þeim að leika sjer í garðinum, til þess að ginna þangað ferðamenn sem fram hjá gengu og nú fanst þeim sorglegt, að Axel skyldi hafa gengið í gildruna. En hvað sem þær sögðu 'þá hræddist hann ekki og fór nú beint til hallarinnar, sem hann hafði komiS auga á í þessum svifuin. En þaS var alls ekki auð- farin leið þangað, þvi að hann þekti ekki göturnar að hallardyrunum og lenti i þyrnirunnum og brenninetl- um. ÞaS fyrsta sem hann sá í hall- argarðinum voru ellefu steinmyndir af ungum mönnum og svo eðlilegar að það vai' nærri þvi eins og þær væri lifandi. Og nú laukst hallarhliSið’ upp og út kom skrítin fylking. Fremst kom tröllkarlinn ferlega ljótur og allur kafloðinn, ríðandi villisvíni og hak við hann kom stór hópur af vansköpuðum dvergum og voru andlitin á þeim svo afskræmd og ljót, að það gat gert jafnvel hug- uðustu menn lafhrædda. Kaspar tröllkarl reið hringinn i kringum Axel og' sneri saman lóf- unum, svo ánægður var hann með siðustu bráð sína. Þessi piltur mundi verða falleg viðbót við steingerfings- safnið hans. En alt í einu fötnaði tröllið og fór að skjálfa. Það haf'ði komið auga á gyltu fjöðrina, sem Axel hafði í hattinum sinum og sá, að hún var af gullfuglinum íta. Þann fugl rjeði tröllkarlinn ekkert við, og sá, að Axel mundi vera und- ir vernd hans. Rjett á eftir hevrSist ljett og hratt vængjatak og íta kom fljúandi og settist á öxlina á Axel, en trötliS og allir dvergarnir gláptu skjálfandi á l)á. Fuglinn fór að syngja og — — -----það var einkennilegasti söng- ur sem Axel hafði heyrt og nú urðu attir dvergarnir og tröllkarlinn að fara að dansa, hvort sem þeim lík- aði hetur eða v.er. Dvergarnir döns- uðu þangað til þeir urðu allir að dusti, en Kaspar var stærri og ent- ist lengur. Nú sagði íta, aS tröilkai'linn ætti stóra könnu inni i svefnherberginu sínu og úr þessari könnu drylcki hann galdradrykk á hverjum morgni og fengi heljarkrafta sina úr þessum drykk. í einni svipan snaraðist Axel inn í svefnherbergið, náði i könn- una og þeytti lienni niður i tiallar- garðinn og þar bortnaði hún í mjel á flórsteinunum. Nú var máttur tröllkarlsins brot- inn á bak aftur og hann var orðinn svo heitur af dansinum að toksins kviknaði í honum og þá sauð og bullaði og snarkaði í honum eins og sviðaklaufum því að hann var ban- eitraSur. En nú skeði nokkuð skrítið. Atlar steinmyndirnar í garðinum lifnuðu við. Þetta voru alt saman ýmsir ferSalangar, sem tröltkarlinn hafði galdrað. Og þeir þökkuðu allir Axel fyrir björgunina. En ungu stútkurnar tólfV Ellefu af þeim fóru burt með ferðamönn- uiium en sú tólfta og fallegasla og tiesta af þeim öllum giftist Axel og þau settust. að í höllinni og lifðu þar í farsæld )til æl'iloka og áttu börn og buru, grófu rætur og muru. Smjerið rann, roðinn hrann ....'.. Tóta frænka. LAUSN Á FELUMYNDINNI í SÍÐ- ASTA BLAÐI. Allt ineð islenskum skrpum' «fi móttökur. Læknir í Plymounth á Bretlandi keypti sjer bifreið árið 1900 og hef- ir notað hana hvern dag síðan. Vit- anlega vakti bifreiðin eflirtekl hvar sem henni yar ekið, því skrýmslið var vitanlega orðið „gamaldags“, en það kærði læknirinn sig ekkert um. Nú loks fyrir noklcrum vikum liætli bifreiðin að ganga, mótorinn var alveg útslitinn eftir þetta 30 ára stril -- og læknirinn keypti sjer nýja bifreið. En til þess að sýna „þarfasta þjóninum" sínum allan sóma, ljet hann grafa gröf mikla og jarðaði bifreiðina i túninu hjá sjer. Heyrst hefir aS Greta Garbo sje nú trúlofuS einhverjum Sörensen, sem kvað vera sænskur. Meira veit maSur ekki um hann. ——x------ Frakkar mistu í heimsstyrjöld- inni 1,3 miljónir fallinna, 4,2 milj. særðra og 500.000 menn, sem alveg hurfu eða voru teknir til fanga. Bretar mistu 900.000 fallinna, 2,9 miljónir sæi'Sra og 190.000 liertek- inna. ÞjóSverjar 1.7 milj. 1‘allinna, 4,2 særðra og 1.1 hertekinna; Aust- urríki. 1.2 miljónir fallinna, 3,6 miljónir særðra og 2.2 miljónir her- tekinna. Bandaríkjámenn mistu 250.000 fatlinna, 126.000 særðra og 234.000 þeirra voru teknir sem fangar. ÞaS hefir vakið mikla eftirtekt, að hreski rithöfundurinn frægi, Edgar Wallace, einhver víðlesnasti rithöfundur í heimi, dó sem bláfá- tækur og stórskuldugur maður. Hann skuldaði um eina miljón króna. Tekjur hans námu i mörg ár meiru en miljón krónum, en hann eyddi miklu meiru. Einkum eyddi hann miklu í veðhlaupahesta og átti um eitt skeið 20 hesta. En það kvað vera dýrt á Englandi. -----x---- Það þykir tíðindum sæta, að i fangelsi einu i Tennessee í Banda- ríkjunum eru 3 fangar, alnafnar heimsfrægra manna. Fyrstan ber að telja George Washington., ailþektan prakkará, sem dæmdur var i 10 ára fangelsi. í klefanum við hans hýr Andrexv Mellon, ekki hinn þekti fyrverandi fjármálaráðherra Banda- ríkjanna, en illræmdur smyglari. Og loks var Charlie Chaplin dæmdur til fangelsisvistar um daginn fyrir einhvern mjög alvarlegan glæp. -----------------x---- í Esbjerg í Danmörku fæddi kona nýlega sveinbarn, sem var 13 pund að þyngd og 50 centimetra langt. Það kvað vera stærsta barn, sem fæðst hefir þar i landi. Móðir harns- ins er 250 pund aS þyngd og þetta var níunda barnið, sem hún ól, Þægileg vakning.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.