Fálkinn - 23.09.1933, Blaðsíða 2
*>
F Á L K I N N
------ GAMLA BÍÓ -------------
Grand Hotel.
Metro Goldwyn Mayer stór-
mynd i 12 þáttum eftir hinni
víðlesnu skáldsögu Vicki Baum.
7 af þektustu kvikmynda-
hetjunum leika aðalhlutverkin.
Greta Garbo,
Joan Crawford,
John Barrymore,
Lionel Barrymore,
Lewis Stone,
Jean Hersholt.
Myndin sem allir ættu að sjá.
Sýnd um helgina.
EGILS
PILSNER
BJÓR
MALTÖL
HVÍTÖL.
SIRIUS
GOSDRYKKIR,
9 tegundir.
SÓDAVATN
SAFT
LÍKÖRAR, 5 teg.
Nöfnin ,EGILL‘ og ,SIRIUS‘
tryggja gæðin.
H.f. Ölgerðin
Egill Skallagrimsson
Sími 1C90.
Reykjavík.
HAUS TVORURNAR
eru komnar.
MEST URVAL
OG SMEKKLEGAST!
LÆQST VERÐ!
■
I Hattaverslnn Margrjetar Leví.
Ávalt nýjir hattar.
Verð og gœði við allra hœfi'
NB. Mjög ódýr og vel sniðin dömunærföt
fyrirliggjandi.
■
■
■
■
:
----- NÝJABÍO ------------
Vid, sem vinnnm
eldhússtörfin.
Sænsk tal- og hljómkvikmynd
eftir hinni frægu skáldsögu:
Vi som gaar Kökkenvejen eftir
Sigrid Boo.
Tvímælalaust hest gerða og
hlægilegasti gleðileikur, sem
sýndur hefir verið á þessu ári.
Sýnd um helgina.
er bragðgott, drjúgt og gott til
bökunar..
Alll með islenskum skrpum1
Hljóm- og
VIÐ, SEM V-INNUM ELDHÚS- l
STÖRFIN.
Þessi mynd, sem nú hefir verið
sýnd í Nýja Bió undanfarna viku,
og sum kvöldin tvisvar, hefir af
sumum útlendum blöðum verin tal-
in tákna tímamót í sögu kvik-
myndalistar Norðurlanda og vera
fyrirboði jafn glæsts tímabils í sögu
norrænna kvikmynda eins og hins
forna, þegar þeir Sjöström og
Sillter skópu hvert iistaverkið öðru
betra. Og reynslan hefir orðið sú
hér i Reykjavík, að fólk hefir hóp-
ast að myndinni og notið hennar
með óskiftri ánægju. Hún hefir á
sjer hinn sanna blæ, sem íslending-
um er svo geðþekkur, bjartan og
giaðværan og hún gerist í umhverfi,
sem fólk þekkir og slcilur betur en
það sem fjær þeim er. Hugsunar-
hátturinn er skyldari og þessvegna
verður ánægja áhorfandans meiri
en að óskyldari myndum, ef mynd-
in á annað borð er góð.
Það hefir hingað til þótt á skorta
um sænskar og danskar talmyndir,
að hinn tekniski umbúnaður þeirra
væri ekki í lagi. Hann hefir stað-
ið iangt að baki því, sem Þjóðverj-
ar og Ameríkumenn hafa haft i
boði, enda voru þeir eldri í hetl-
unni og höfðu meira peningamagn.
En þessi mynd ber þess vitni, að
sænska talmyndin er búin með alla
barnasjúkdóma. Bæði mynda- og
hljómtakan er prýðilega góð. Og
leikstjórinn, Gustaf Molander hefir
sýnt það með þessari mynd, að
hann hefir til fullnustu lært þá list,
sem margir leikstjórar þögulla
mynda hafa ekki getað lært að
samræma fyrirkomulagið við hinar
talmyndir.
sjerstöku kröfur talmyndanna. Og
verður þó ekki annað sagt, en að
sagan sjálf geri einmitt miklar kröf-
ur til leikstjórans. Þessi saga er stór-
viðhurðalaus,þar eru engin áberandi
„dramatisk effekt“, svo að alt
stendur og fellur með þvi, að vel
sje farið með smáatriðin og þau
gerð þannig úr garði, að þau hrHi
áhorfandann með hægðinni. Og
þetta hefir tekist dásamlega vel.
Leikendurnir eiga ekki óskilið
mál, eins og geta má nærri. Þeir
halda prýðilega á hlutverkum sín-
um. er þar fyrst að nefna Tuttu
Berntsen, sem er ung leikkona
norsk að ætt, en ekkja Ernst Rolf,
hins kunna gamánleikara Svía.
Annað hlutverkið, mótleikara henn-
ar, bílstjórann Frigaard leikur
Bengt Djurberg, en Karin Svanströ'm
leikur eldakonuna á herrasetrinu,
sem Helga, aðalpersónan, ræðst á.
Þegar sagan, sem leikurinn bygg-
ist á kom út, vakti hún svo dæma-
lausa athygli, að 88.000 eintök seld-
ust af henni á sænsku og r.orsku
t'yrsta árið. Til samanburðar má
nefna, að bækur góðskáldanna
orsku seljast ekki i meira en 10.000
eintökum og bækur sjáll' s höfuð-
skáldsins, Knuts Hamsun ekki i
nema um 20.000. Það eru allar
horfur á, að kvikmyndin liafi tekið
sjer álika sess meðal skandinav-
iskra talmynda eins og bókin meðal
annara skanindaviskra bóka. „Við
sem vinnum eldhússtörfin*- er tal-
mynd, sem fólk vili sjá upp aftur
og aftur.
----x——
„GRAND HOTEL
Frægasta bók
þeirrar skáld-
konu, sem mest
orð hefir farið
af á síðustu ár-
um, þýsku kon-
unnar Vicki
Baum, er „Grand
Hotel“. Þessi saga
vakti dæmalausa
athygli þegar í
stað og hefir
verið gefin út
hvað eftip ann-
að á öllum
heimsmálum. Vit-
anlega var hún
kvikmynduð og
var það Metro
Goldwyn, sem
það gerði og
varði til ærnu
fje og skipaði
hvert hlutverk
að lcalla mátti
úrvalsleikuruml,
sem annars voru
aðeins vanir að
leika „stjörnu-
hlutverk". En að-
alhlutverkið i
myndinni var
fengið Gretu
Garbo.. Þannig
urðu sjö „stjörn-
ur“ i þessari
einu mynd.
Myndin gerist á Grand Hotel og
segir sögu og hugsanir gestanna
þar. Það eru ólíkar persónur,
hver með sinum einkennum, hver
berst sinni baráttu, hver á sína
kvöl. Hugstæðust af þeim ölium er
rússneska danskonan Grusinskaja
(Greta Garbo), sem upplifir þarna
síðasta ástaræfintýri sitt. Hún er
i þann veginn að ráða sjer bana
með því að taka veronal, er hún
finnur innbrotsþjóf í herberginu
sínu, æfintýramanninn barón von
Gaigern. Og hún verður ástfangin
af honúm. Samleikur hennar og
hans er eitthvað hið áhrifamesta í
niyndinni, enda er það John
Framhald á bls. 15.