Fálkinn


Fálkinn - 23.09.1933, Blaðsíða 1

Fálkinn - 23.09.1933, Blaðsíða 1
HITLER TALAR VIÐ HINDENBURG Hvað er að gerast í Þijskalandi? Enginn veit það með vissu og enginn veii hverir Ijúga meiru Hitlersmenn eða andstæð- ingar hans. Þó vita menn það fyrir víst, að skoðanafrelsi er ekki til í Þýskalandi síðan Hitler og Göring urðu alls ráðandi þar.og að frjálslyndir menn, sem eigi hafa viljað gangast undir að tala og skrifa eins og nazi-stjórnin vill, hafa ýmist flúið úr landi eða sitja nú í fangaherbúðum stjórnarinnar. — Um hitt vita menn ekki hvort líkur benda til að stjórninni muni takast að koma atvinnumálum þjóðarinnar á rjettan kjöl aftur, enda mun sjórnin varla þykjast geta sýnt slíkt í verki nema á lengri tíma. — En verði það ekki má fullyrða að einveldisbrölt Hitlers verði þjóðini dýrt. — Hjer að ofan sjest lýðurinn vera að hylla Hitler er hann kemur úr viðtali við Hindenbur g forseta.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.