Fálkinn


Fálkinn - 23.09.1933, Blaðsíða 11

Fálkinn - 23.09.1933, Blaðsíða 11
F Á L K I N N Dúfnarækt IV. Sum ykkar hafa kannské orðiö dúfnaeigendur síðan í vor og hafa lesið um hinar margvíslegu dúfna- tegundir, setn aldar eru upp í heim- inum og sehi jeg sagði ykkur lítils- háttar frá fyrir skömmu. En nú skulum viS athuga litilsháttar þaS frændfólk þssara alidúfna, sem lif- ir vilt o@ mennirnir hafa ekki tam- iS. Jeg mintist sem sagt á ýms kyn í síSustu grein um dúfurnar, og ykk- ur mun víst hafa fundist þá, aS ti) væri miklu fleiri dúfnategundir, en þiS höfSuð haldiS, en bíSiS þiS nú viS: ÞaS eru til um 550 dúfnateg- undir á jörðinni, svo menn viti. Þær hafa allar nokkur sameiginleg ein- kenni, en stærSin er mjög mismun- andi. Sumar dúfur eru á stærS viS stór hænsni en aSrar litlu stærri en lóuþrælar. Turtildúfurnar hafast einkum við i trjám, eins og flestir viltir fugl- ar í skógarlöndunum, en sjaldan á jörSinni eSa i klettum. LifnaSar- hættir þeirra eru mjög líkir og hjá tömdum dúfum. Þeir byggja sjer mjög óbrotin hreiSur í trjátoppunum, lifa tvæi- og tvær saman, verpa tveimur eggjum nokkrum sinnum á ári og lifa á jurtum og fræi, lílct og tömdu frændurnir þeirra. Af einhverri undarlegri ásta'Su hefir dúfan frá aldaöðli veriS not- uS, sem táknmynd hliSu og sak- leysis. En allir þeir, sem hafa feng- ist við dúfnarækt vita, að altítt er aS dúfur sjeu vondar og grimmar . og leggist á fjelaga sína. Tryggar eru þær ekki heldur; aS vísu halda þær trútl viS maka sinn, en ung- ana sína og eggin yfirgefa þær stundum fljótar en skyldi. Hér að ofan er mynd af dúfunni, sem þú aS jafnaði heyrir oftar nefnda en aörar, nefnilega turtil- dúfunni. Hún er meS smávaxnari dúfnategundum og litlu stærri en skógarþrösturinn. Hún á heimn í MiS-Evrópu, en kemur stundum ti! Danmerkur. Ef fuglafræðingar fullyrtu ekki að fuglinn neðst í fremsta dálki, meS bogna nefið væri dúfa, þá mundi okur ekki deta þaS í hug. Hún telst til svokallaðra tanndúfna. Farclúfan. Síðasta fardúfan, sem menn vita um drapst í dýragarSi einum i Ameríku 1914. Fyrir 50 árum var svo mikið um þessa dúfu í Amer- íku, aS hún var talin landplága. Var hún saman í afarstórum flokk- um, svo aS skifti miljónuin í hverj- um flokki. Um varptímann settist allur hópurinn að í einhverjum skóginum og mátti heita, að hreíS- ur væri í hverju trje. Skógarbotn- inn var alþakinn dúfnadrit, sem kirkti allan gróSur. Þegar ungarnir voru komnir á kreik varS svo krökt af dúfunum, að það kom fyrir að trjen sliguðust og' hrolnuSu undir þunga fuglahópanna. Þegar hópurinn settist að nálægt ein- hverju þorpinu, fóru allir þorps- búar á kreik, ungir og gamlir, meS byssurnar sínar og skutu á hópinn alla nóttina, en þegar dag- ur rann fundust dúfurnar drepnar og særSar svo þúsundum skifti undir trjánum. Áratugum saman voru dúfurnar drepnar á þennan hátt, en ekki var sjáanlegt að þeim fækkaði. En á árunum 1890—1900 voru ekki eftir nema smáhópar. ÞaS voru ekld mennirnir, sem voru valdir að þessu og enginn veit í raun og veru hver ástæðan hefir veriS til þess, aS þær eru nú út- dauðar — hvort það hefir veriS illkynjuS pest, eða hitt, aS þessi dýrategund hafi verið búin að lifa sitt fegursta. Faxdúl'urnar eru tvimælalaust meSal fallegustu fuglanna i veröld- inni. Þær eiga heima á Nikobar- eyjunum. ÞaS er ekki víst aS þú vitir hvar þessar eyjar eru og þess vegna ætla jeg að geta þess, að þær eru i Bengalsflóa við Indland. Þær eru nú eign Englendinga, en einu sinni voru þær eign Dana, KHASAN SUPERB DR.M.ALBERSHEIM. FRANKFURT A.M., PARIS u.LQNPON K O N A N sigrar með yndisþokkanum. Snyrtilegt, unglegt útlit er besta eign konunnar.. .. ekki aðeins í sam- kvæmislífinu heldur einnig í daglegri umgengni. Hyggnar nútímastúlkur eru aldrei guggnar eða þreytulegar útlits. Þær töfra fram blómlegan þokka með „Khasana Superb Rouge“ á kinnunum og „Khasana Superb- varastifti". „Khasana Superb“ breyt- ir hörundslitnum í samræmi við hör und hverrar einstakrar dömu og þessvegna eru áhrif þess altaf svo eðlileg. — „Khasana Superb“ þolir „hvass- viðri, vatn og kossa“. Látið „Khasana Superb“ hjálpa yður til þess að viðhalda og auka feg- urð yðar. Aðalumboð fyrir ísland: H. Ólafsson & Bernhöft. Faxdúfurnar. sem jiá áttu nýlendur á þessum slóSum, og hjetu eyjarnar þá FriS- rikseyjar. Það er á þessum eyjum, sem fallegustu dúfurnar i heimi eiga heima. ÞaS sem einkum gerir þær fallegar eru löngu hálsfjaðr- irnar og liinn fagri gljáandi litur á fjöSrunum. Vörtudúfnrnar. Loks ætla jeg að ljúka jiessu með því aS sýna þjer mynd af vörtu- dúfunni. Hún á heima i hitabeítis- hjeruSunum Asiu og Afríku. Þú skalt bera hana saman viS dúfurn- ar, sem þú hefir sjeS áður og jeg býst við. að þig furSi á þvi, hve ólik afkvæmin eru orðin af dúf- unum, sem Nói tók forðum meS sjer í örkina. Tóta frænka. Eyrnalausi maðurinn. Ezekiel Eads hjet maSur, sem dó í New York árið 1884. Hann fædd- ist eyrnalaus og á þeim stað, sem eyrun áttu að vera voru ekki einu sinni hlustir, heldur alveg gróið fyrir. Saml senx áSur heyrSi hann — ineS munninum. Ilann þurfti ekki annað cn opna hann til að heyra. En þegar munnurinn var lokaður heyrði haiin ekki neitt. Ef þjer viljið eignast GÓÐA BÓK þá kaupið SAMLÍF-- ÞJÓÐLÍF eftir Dr. Guðm. Finnbogason. Fæst hjá bóksölum. Send gegn póstkröfu um alt land. Verð kr. 5.50 bundin og kr. 4.00 óbundin.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.