Fálkinn


Fálkinn - 23.09.1933, Blaðsíða 14

Fálkinn - 23.09.1933, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N Tilkynning frá Strætisvögnum Reykjavíkur h.f. Hálftímabíllinn ekur frá Lækjartorgi, suður Laufásveg til Hafnarfjarðar, niður Vesturbrú, suður á endastöð og til baka upp Reykjavíkurveg til Reykja- víkur, niður Laugaveg, á Lækj- artorg. Farmiðar fyrir íullorðna 50 aura og 25 aura fyrir börn inn- an 12 ára aldurs. Frá sama tíma falla niður sumarferðirnar í Kópavog. ATH.: Athugið að burtfarartím- inn frá Hafnarfirði verð- ur framvegis kl. 15 mín. yfir réttan tíma og 15 mín. fyrir réttan tíma. Stöðugar ferðir með vögnum okkar milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Verður fyrst um sinn farið frá Lækjartorgi hvern virkan dag kl. 6 */2 árdegis og frá Hafn- arfirði kl. 7*4 árd. Fara bifreiðarnar síðan á hálftíma fresti, allan daginn. Síðasta ferð frá Lækjartorgi kl. 11V2 síðd. og frá Hafnarfirði kl. 12l/4 á miðnætti. Á helgidögum hefjast ferðirn- ar frá Lækjartorgi kl. 9 árd., en annars er tilhögunin sú sama. Sá bíllinn, sem fer frá Lækj- artorgi á heila tímanum, ekur inn Hverfisgötu, upp Barónsstíg, suður Hafnarfjarðarveg, niður Reykjavíkurveg í Hafnarfirði, suður að spítala (endastöð). Þaðan um Vesturbrú, niður Laufásveg, á Lækjartorg. slíkar mannætur. 1 Englandi er hann tíu fet yfir jörð. Þjer eruð einn! Og þrjú hundruð á móti. Röddin var kurteislega háðsleg. —■ .Tá, það véit jeg einmitt, hrækti Maine út úr sjer. Reiðiroði kom í ándlit hans og augun brunnu. Á þvi augnabliki hafði ein hugmynd gripið Maine heljartökum — hryllileg hugmynd — en hann var svo stál- hertur, að á öllum vandastundum sem þess- ari, hlýddi líkami hans sálinni ósjálfrátt. Það, sem hann ætlaði sjer áð frámkvæma, var svo hræðilegt en jafnframt svo rjett- mætt og svo vel að gagni, að hann var i engum vafa um, að það væri rjett, nje held- ur hikaði hann við að framkvæma það. —- Fyrir fimtán árum , sagði hann harka- lega, -— fóru jeg í fangelsi fyrir að myrða yður! Og jeg tók út refsinguna. Jeg hefi þegar greitt gjaldið fyrir að drepa yður. Þá skiljið þjer kannske livað jeg er að fara? Eftir vorum lögum má engan mann dæma tvisvar til dauða fyrir sama glæpinn. — Vorst galopnaði augun, er hann snögg- lega skildi meininguna i orðum Maines. Hann rjetti sig upp í stólnum til þess að hlaupa á hinn hættulega mótstöðumann sinn. En svo langt komsl hann aldrei, því kúlurnar mættu honum .á miðri leið. Maine hleypti á hann skotunum með grimmdai’svip i ísköldum augunum. — Eitt — tvö — þrjú — fjögur — fimm — sex. Kúlurnar þutu hver af annari i stóra skrokkinn á Vorst og Maine gat sjeð hann taka viðbragð við hverja þeirra. Bergmál heyrgist í salnum um leið og reykjargusurnar komu úr byssunni, hyer af annari. Vorst ‘fjell saman á stólnum og greip fingrunum um hjartað. Fótur hans skrikaði úr sporinu þar sem hann stóð og liann valt á gólfið, og ógurleg skelfing skein út úr hálfbrostnum augunum. Main hlóð aftur hyssu sína með fingrum. sem voru eins kaldir og stöðugir og stálið. sem þeir hjeldu um. Ilann liorfði með dimrn- um svip á líkið á gólfinu. — Þá hef jeg loks framið glæpinn, sem búið var að refsa mjer fyrir, sagði hairn við sjálfan sig. Og sá dómstóll er ekki lil í landinu, sem gæti dregið nrig til áhyrgðar. Jeg borgaði fyrir fram. Hann rannsakaði nákvæmiega hlaðna byss una og stakk henni aftur í vasa sinn. Siðan tók hann öryggisgrímuna af líkinu og hag- ræddi henni á sínu eigin andliti. Næsl dró hann skrokfíinn til og kom lionum fyrir bak við háan lilaða af kössum. Það sem éftir var verksins fór fram í hendingskasti. Hann tók hverl pappírshlað al' skrifborðinu. Þar var fult af efnaformúlum og lieilar lirúgur af uppskriftum viðvíkjandi sýklagróðrinum ög fyrirsagnir um nýjar eiturtegundir. Ein- hver merkasti fundurinn var heil skrá yfir móteitur, því í öllum rannsóknum sinum hafði Vorsl haft reiðu á þeim sýklum, sem verkuðu móti hinum, sem hann var að rækta. Annar eins vísindamaður á þessu sviði og dr. Hollis gat rannsakað þessi skrií . flokkað þau og með liæglegri aðstoð fram- leitt móteitur gegn næstum hverjum sjúk- dórni, sem Jaan Vorst hafði breitt út. Siðgsta verkið var allra viðhjóðslegast. Hanii þrýsti grímunni fast á sig og gekk hringinn i kring i salnum og leysti úr læð- ingi hinar hræðilegu drepsóttir, sem þar voru lokaðar niðri i flöskum og öðrum ílál- um. Hann tók lokið af glerhólkunum, braut slútana af flöskunum, mölvaði stóru glerkrukkurnar og geymana, tók tappa úr blýlokuðum glerpípum, opnaði kassa og ljet innihaldið vera opið. Hann stjakaði við lieil- um röðum af krúsum, svo þær duttu á gólf- ið og fóru i mjel. All eitrið, sem hafði ver- ið ætlað til þess að drepa miljónir manna lá nú opið i Joftlitlu rúmi, sem ekki var neina 100 skref á lilið. Hver ferþumlungur þessa rúms var nú þakinn dauðanum í liundr uðum mynda. Hvert feiTet geymdi nóg af viðbjóðslegu eitri til að drepa lieila borg. Loftið var daunilt og velgjulegt af drepandi eitri. Siðan drap hann ljósin og setti leiðsluna úr lagi. Hann stakk skrúfjárni yfir enda- skrúfurnar á aðalrofanum og i sama bili hlossuðu mörg huudruð lampar upp og brunnu sundur. Aðalvaríð sjálft sprakk með gusu af bláum rafneistum og alt rúmið varð koldimt. Main lók slrrúfjárnið og reif allan var-útbúiiaðinn af veggnum. Hann rykti honum og reif hann frá, þangað til liann lijekk á einum vír við vegginn. Þá hrá liann upp vasaljósi sínu og flýtti sjer að leynihurðinni. Á henni voru margar læsingar og hann liraut viljandi í þeim lyklana og sneri upp á þær þangað til þær brotnuðu og skektust. Hann flýtti sjer að útgagninum, opnaði lilemminn og skreið úl. Hann faldi sig og beið yzt i göngunum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.