Fálkinn


Fálkinn - 23.09.1933, Blaðsíða 6

Fálkinn - 23.09.1933, Blaðsíða 6
6 F Á L lí I N N Stúlkan frá Klondyke. I. „Það er aldrei hægt að átta sig á kvenfólkinu“, sagði Ed- ward Wilson námufræðingur, „óg ástæðan er í stuttu máli sú, að kvenfólkið er svo dutlunga- fult. Það lætur altaf tilfinning- arnar ráða og þessvegna verður maður fyrir einhverju óvæntu þegar maður neyðist til að hafa konu fyrir samherja eða and- stæðing“. Hann tottaði pipuna. „En það er annars best að jeg byrji á sögunni.-----— EÍins og þið vitið er jeg steina- fræðingur að uppruna og tók doktorspróf á ritgerð um legu málmæða og þetta varð til þess að jeg fór að stunda námu- verkfræði. Jeg held mjer sje ó- hætt að segja, án þess að verða talinn stórgrobari, að jeg sje einn af færustu sjerfræðingum nútímans, að þvi er snertir málmertsa og málmæðar. Það var forðum sagt um mig' í gamni, að jeg gæti fundið á lyktinni hvar gull væri i jörðu. En það var nú ekki kunnátta mín sem námuverkfræðingur eða málmsjerfræðingur, sem ollu því, að jeg fór til Klon- dyke. Ónei. Jeg átti kunningja — vinir höfðum við í rauninni aldrei verið. Hann hafði farið þarna norður í gullland 20. ald- arinnar og svo sá jeg liann eklci í mörg ár. Loks heimsótti hann mig eitt kvöld í New York. Hann átti auðsjáanlega ekki langt eftir ólifað, enda dó hann daginn eftir að hann gerði mjer þessa heimsókn og sagði mjer einkennilega sögu norðan úr gulllandinu. Hann hafði fundið auðuga námu, auðugustu gullnámu heimsins kallaði liann hana. En liann hafði átt hatursmenn, sem komust að því hvað hann hafði fyrir stafni — þeir liöfðu fundið námuna hans, sem var í gljúfri er mjög erfitt var að komast í. Og það höfðu þeir látið hann svelta og vanmegnast í kuldan- um í fjóra daga . Hann sýndi mjer aðra höndin: nokkra fing- iirna hafði hann mist af kali. Honum liafði loks tekist að komast undan og með aðstoð Indíána komst hann yfir öræf- in og til bygða. En hann var einn og andstæðingar hans vold- ugir. Hann gat ekki náð rjetti sínum og þessvegna hafði hann ' omið suður í ríki til að fá hjálp. Hann var nýkominn til New York og hafði frjett af tilviljun hvar jeg átti heima. Og nú vildi hann framselja mjer rjettindi sín, vegna þess að hann vissi, að jeg mundi ekki hafa af sjer. Mjer fanst hann ekki alveg með öllum mjalla. Hann hafði lent í miklum mannraunum er höfðu vist brenglað hann á geðsmunum. En hann afhenti mjer riss að uppdrætti og svo sagði liann mjer að andstæð- ingar sínir hjeti Kingsley & Co, og vær-i þetta auðugt námu- fjelag, sem rjeði með ofbeldi öllu í Wolf City, smábæ þarna norður á hjara veraldar, þar sem lög og rjettur áttu ekki npp á háborðið. Jeg fjekk að sanna þetta und- ir eins og jeg kom þangað. Gisti- liúsið í bænum var ramgert timburhús og var þar niðri skáli, með langborðum og bekkjum. Þegar jeg hað um að leigja mjer herbergi þarna uppi á loftinu og kvaðst vera námu- fræðingur, fór gestgjafinn að spyrja mig spjörunum úr. Hvort jeg væri ráðinn hjá Kingsley & Co? Þegar jeg neitaði því varð hann efins á svipinn. Hann spurði mig enn í þaula og þeg- ar jeg svaraði, að jeg væri þarna kominn á eigin vegum neitaði hann að hýsa mig. Hann var skuggalegur yfir- litum, og skamt frá honum sátu fjórir skeggjaðir slánar, sem hefðu liæft vel til þess að aðstoða í glæpakvikmynd. En jeg er sjálfur enginn örkvisi og liefi stjórnað æfintýramönn- um úr öllum áttum við oliu- lindirnar í Mexícó. Jeg endurlók bónina um að fá herbergi og þegar gestgjaf- inn ypti öxlum við því og sneri frá mjer þreif jeg í liálsmálið hans. Jeg var vel að manni í þá daga og Ivfti honum i hend- inni og slengdi honum fram á gólfið. Jeg ljet hann standa upp og svifti svo af honum skamm- bysSunni og ljet hann þurka gólfið ennþá nokkrum sinnum. Svo rjetti jeg honum skamm- byssuna kurteislega og hað um gestabókina. Hann gaf mjer ljótt hornauga, en jeg liafði fingurinn á gikkn- nm á langri skammbyssu, sem :;tóð upp úr vasa mínum, og var einstaklega kurteys. Hann muldraði eitthvað. Og jeg fjekk herbergi. En þá tók jeg eftir að einn af skeggjuðu bófunum hvarf út i skyndi. Hann ætlaði víst að tilkynna fleirum komu þessa einkennilega gests. Jeg fjekk að vita í livaða bjálkahúsi skrifstofa Kingsley & Co væri og fór þangað sam- stundis. Jeg mætti bófanum af gistiliúsinu; hann var að koma út úr skrifstofnni þeguar mig bar þar að og gaut til mín augunum. Skrifstofufólkið liafði fengið að vita um komu mína. Mjer fanst vænlegast að fara engar krókaleiðir og afrjeð að biðja um stöðu lijá fjelaginu og átta mig á öllu áður en jeg færi að reka málið, sem kunn- ingi minn sálaði — hann hjet John Smith liafði falið mjer. Jeg liafði starfað í kuldabeltinu áður, og að skilja mann eftir i já, eins og þeir höfðu gert við hann, var hreint banatilræði. Þeir skyldu svei mjer ekki deyja í syndinni! Hurðin inn að innri stofunni stóð upp á gátt og jeg heyrði lijarta og lireimfagi’a kvenrödd segja: „Jeg geri það ekki. Ald- rei!“ sagði hún áköf, en einhver andmælti tautandi með hásri röddu. Jeg' stóð í dyrunum og varð liissa á að sjá svo prýðilega skrifstofu á þessum stað. Dúkur á öllu gólfinu, gild Chesterfield- húsgögn og Ijómandi mahogni- skrifborð. Opinn arinn úr dökk- um slípuðúm steini og gler- skifa í messingumgjörð fyrir framan, til að varna því að neistar fjellu á gólfið. Við gluggann stóð töfrandi fögur stúlkaj. Kornung, grannvaxin með mikið glóbjart hár. Hiti var í kinnunum og reiði brann i augunum og jeg myndaði mjer þegar skoðun á öllu sem væri að gerast. Við skrifborðið stóð einstak- lega tuddalegur maður. Hár og herðibreiður, með lirottalegasta andlitið, sem jeg liefi enn sjeð. Hann virtist líka vera i æsingi. Hann vatt sjer við eins og eld- ing þegar hann sá mig, þreif loðhúfu sína og dikaði út, án |>ess að mæla orð. Iiún liorfði á el'tir honum, svo sneri hún sjer að mjer og það sló mig hve mikill vilja- kraftur var i andlitinu. Stúlkur, sem alast upp þarna norður frá í kalda en hreina loftinu fá meiri skapgerð en eftirlætis- drósirnar í stórborgunum. •W Jeg varð þegar fyrir miklum áhrifum af lienni. Og líklega hefir hún orðið þess vör, þvi að svipurinn mildaðist, svo brosti hún og ypti öxlum. Jeg vorkendi henni. Auðvitað var hún í klónum á þessum lirotta, sem var nýfarinn út. Hvað skyldi hann liafa verið að heimta af henni? Horfurnar um málareksturinn fyrir veslings John Smith fóru versnandi. Hann var dauður og grafinn og liún var þarna ljóslifandi og í klóm sömu þrælmennanna, sem áttu sök á óförum lians. Ivannske gæti jeg slegið tvær flugur í einu höggi. En jeg mátti ekki koma þarna askvaðandi og hjóða henni hjálp mína undireins. Þetta varð að koma smátt og smátt. Jeg lmcigði mig og sagði til nafns míns. Hún kinkaði kolli. „Miss Grace“ sagði hún. Mjer þótti kynlegt að hún skyldi nefna fornafnið, en það var víst til siðs þarna. Jeg baðst þess að komast í þjónustu Kingsley & Co og hún liorfði undrandi á mig. „Hver veit“, sagði hún. „Ef þjer vilj- ið ganga heim á gistihúsið aft- ur, þá skal jeg láta yður yita fyrir kvöldið“. Jeg ætlaði að sýna lienni skír- teini mín en liún hristi höfuð- ið. „Við skeytum ekki um nein skírteini hjer“, sagði hún, „skír- teinin ljúga altaf, við látum staðreyndirnar skera úr, hvort okkar fólk dugir eða ekki. Ef þjer verðið ráðinn verður þess skamt að biða að þjer verðið rekinn ef þjer dugið ekki“. Jeg skotraði til liennar augun- um. Hún þóttist vera kven- maður fyrir sinn hatt, en henni fór ekki vel þessi tónn. „Jæja, þjer heyrið frá okkur“, sagði hún og jeg skildi að liún ætlaðist til að jeg færi. Tveimur tímum seinna fjekk jeg hoð um, að jeg gæti byrjað að vinna þegar i stað, og þegar jeg kom á skrifstofuna stóð hún við gluggann, en skugga- haldurinn, sem jeg hafði hitt áður sat við skrifborðið. Hann lagði fyrir mig nokkrar spurn- inga og af þeim gat jeg ráð- ið, að hann vissi hvað hann söng. Hann virtist ánægður með svör mín. „Þjer fáið stöðuna“, sagði hann og leit um leið til stúlkunnar. Þjer munuð víst helst kjósa að fara upp með ánni í gullleit? Þar er fjöldi al' ókunnum svæðum, sem bíða þess að einhver finni þau“, sagði hann. Jeg gat vai'la leynt gleði minni, að fá svona fljótt færi á að rannsaka einmitt þann stað, sem erindi mitt var við bundið, og jeg tók eftir að þau litu aft- ur hvort á annað. Hefði jeg gætt mín betur mundi jeg eftir vill liafa komist lijá miklum óþæg- indum síðar. En morguninn eft- or vorum við skuggabaldurinn og jeg komnir á stað á sleða upp ísana á ánni. Æfintýrið var byrjað. II. Loks staðnæmdumst við hjá kofa einum, Bjarnaveiðarakof- inn hjet liann. Þar var eyðilegt umhverfis, risafurur gráar af elli á stangli og alt sundurgraf- ið af djúpum gjám. „Jæja, þá læt jeg yður lijer eftir um sinn! Þjer finnið vistir í kofanum þarna“, sagði föru- nautur minn. „Jeg verð að halda áfram“. Jeg var þrjá daga í kofanum. Fann ríkar kvartsæðar í ýmsum gjánum og sá, að hjer voru miklir möguleikar. Merkilegt að þessi staður skyldi elcki hafa verið rannsakaður áður. En Kingsley & Co mundi varna öðrum að koma þangað. 1 þjón- ustu þessa fjelags væri eintóm- ir þorparar, hugsaði jeg. Jeg hlakkaði til að fá að standa aug-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.