Fálkinn


Fálkinn - 23.09.1933, Blaðsíða 3

Fálkinn - 23.09.1933, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen o.g Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: 8anKastræti 3, Reykjavík. Simi 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Askriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftanir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. Bíddu! Já einmitt biddu! Besta lausnin á niu af hverjum tiu vanda- málum fæst með því að bíða. Besti læknir heimsins er tíminn. Tíminn er móðirin eilífa, sem stoppar, bætir og vefur óaflát- anlega til þess að halda fatnaði barna sinna í lagi. Það er tíminn, sem klæðir kvistótta trjeð mosa, sem lætur grængresið dafna á leið- um hinna liðnu, sem græðir öll sár, felur öll æxlin, þekur það ijóta með fegurð, sker úr öllum þrætum, bindur enda á stríðin og hyiur öll örin með móðurlegri um- önnun. Sjertu órólegur yfir drengnum þínum, þá gefðu honum tíma. Hann vex upp úr því, sem jjú ert hrædd- ur við núna. Vertu ekki áliyggju- full úl af telpunni þinni. Það eru til bernskubrek, sem allir verða að lifa. Sitt þú rólegur og bíddu. Það er til margskonar böl, sem þú getur ekki læknað núna; það er þrálátt og meðöl bíta ekki á það, en látir þú það afskiftalaust þá bverfur það af sjálfu sjer. — Oft ertu angurvær af því að þú veist ekki hvað til bragðs skal taka, en þá er eina ráðið það, að gera ekki neitt nema bíða. Bíddu! Láttu höfuð þitt og hjarta ekki æðrast. Kallaðu á varalið loitt. Tíminn vinnur á meðan. Og tím- inn er allra lækna vitrastur. Þú óskar, þú heimtar hepni. Þú hefir gert þitt ítrasta en skilur ekki liversvegna það hefir ekki bor- ið neinn árangur. Svo kemur óþol- inmæðin, og kannske gremjan. En — bíddu! Gríptu skynsemina og skildu, að fyrirhöfn þín er aðeins hluti af árangri þeim, sem fellur þjer í skaut. Hinn hluturinn er tíminn. Vertu ekki óþolinmóður. Tæki- færi þín bíða þín einhversstaðar og sýna sig ef þú hefir þor til að bíða, auk þess að starfa. í himin- geimnum eru öfl að verki, sem starfa að gæfu þinni og dagarnir og árin eru bandamenn þinir. En þú getur ekki flýtt örlögunum eins og klukkunni. Það eina sem hægt er að ná í flýti eru örðugleikarnir. Flýtis- verkið getur fært sorg og sam- viskubit. En lukkan næst ekki með sprettinum. Gerðu það sem þú getur en láttu timann um hitt. Tíminn er annað nafn á Guði, tilverunni, örlögun- um — öllum þeim mætti, sem ekki er af okkur sjálfum, en sem ákveður örlögin. Gleymdu ekki tímanum. Frank Crane. íþróttaskóli Jóns Þorsteinssonar. Tíunda starfsár þessa góðfræga skóla hefst núna um mánaða- mótin á sama stað og að und- anförnu, í húsi ./. Þorláksson- ar, Austurstræti /4, efstu hæð. Skóli þessi hlaut þegar í byrj- un hylli almennings og það að verðleikum, og hefir aðsókn að honum farið vaxandi með Iwerju ári og forstöðumaður- inn orðið að hafa kennara sjer til aðstpðar síðustu fimm árin. Er það í vetur Anna Sigurðan- dóttir, eins og í fyrra. Er kent í fjölda flokka, frá morgni til kvölds, og eru þar bæði karlar og konur, unglingar, börn og fullorðnir. Sérstaklega má geta um sjúkraleikfimi þá, sem Jón Þorsteinsson kennir og þykir nú orðin ómissandi við ýmsum meinsemlum, síðan fólk kyni- ist henni. En að öðru leyli verður ekki farið lit í það að lýsa fimleikaiðkunum á þess- um landskunna skóla, heldur skal vísað lil mynda þeirra, sem hjer birtasl, því að þær gefa betri hugmynd um eðli fimleikanna en langar lýsingar. Eru þær allar af úrvalsflokki kvenna. Á bls. Þ2 birtast ennfremur þrjár myndir af barnaflokki á skólanum í fyrra. SLYS Á „TORDENSKIOLD“. Mýndin hjer til v. er aj' „Tord- enskjold", stærsta herskiþi Norð- manna, sem ýmsir kannast við, vegna þess að f>að kom til Reykja- víknr 1930 í tilefni af Alþingis- hátíðinni. A jiessu slcipi varð stór- slgs nýtega og fórnst við það fjór- ir menn, en átta særðust. TEIKNI- -bestik, -blýantar, -pennar, blek, bólur. Laugaves 2,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.