Fálkinn


Fálkinn - 07.10.1933, Side 4

Fálkinn - 07.10.1933, Side 4
4 F Á L K I N N Sunnudags hugleiðing. Heimþrá. 1. \lós. 28:15. Og sjá, jeg cr með þjer og varðveiti þig, hvert sem þú fer, og jeg mun aftur flytja þig til þessa lands; þvi að ekki mun jeg yfirgefa þig, fyr en jeg hefi gjört þa'ð, sem jeg hefi heiti'ð þér. Til er ein sú tilfinning, sein er jafn beisk, eins og hún er sælukend og lioll. Hún gjörir lielst vart við sig á kvöldin, þeg- ar unglingurinn er genginn til hvílu á ókunnum stað; brenn- lieit trega-tár hrvnja honuni um vanga, uns hann hefir grát- ið sig tii svefns. f>að er heimþráin. Ef til vili hrosir þú að hugs- uninni? En híddu við, þangað til þú fer sjálfur að heiman í fyrsta skifti, því að vera má, að þú fáir þá sjálfur að reyna hana. Jakoh var ungur að aldri og nú á ferð í fyrsta sinn. í stað mjúku hvílunnar heima hjá móðuf hans, varð hann nú að láta sjer lynda að leggjast á mosafeld merkurinnar, með harðan stein að liöfðalagi. Yfir honum glitruðu stjörnurnar, 1-ögular að vanda. Þær voru hin- ar sömu og heima. En það, seni liann hafði með sjer heim- anað, dugði honum nú allra hest Hann liafði blessun föður síns að veganesti og trúði á Guð bernsku sinnar. Þessvegna sofn- aði hann sætt og vært og dreymdi — ekki illa og óværa drauma, heldur að liann sá engla Guðs á ferli og heyrði Guð sjálfan segja við sig þau hin indælu orð, sem textinn greinir. Æskulýðurinn er óeirinn tieima. Stórborgirnar seiða hann til sín, og fjarlæg lörid hrópa á hann. En hvað hefir þú í veganesti út i veröldina? Hjá hverjum ætlar þú að leita þjer trausts þegar heimþráin tekur að leita á þig? Góður Guð veiti þjer gæfu til að ferðasl með blessun .Tak- obs í hjarta! Olf. Rich. Á. Jóh. Drottinn, láttu mig dreyma vel, seni dyggan Jakob Israel; þegar á steini sætt hann svaf, sæla værð honuin náð þín gaf. Fræð þú sveininn um vegihn, sem hann á að halda, og jafnvet á gamals aldri mlin hann ekki af honum víkja. Orðskv. 22:6. 150 ára minning Grundtvigs. Hinn 8. sepl. síðastliðinn mintust Danir eins hins mesta andans víkings þjóðarinnar á síðustu öld, skáldsins og trú- hefcjúnnar Grundtvig. Þann dag voru liðin 150 ár, frá fæðingu hans. Svo margt hefir verið sameiginlegl i kirkjumálum Is- lendinga og Dana á undanförn- um öldum, að áhril'a Jiessa mik- ilmennis liefir eigi lítið gætt í íslensku þjóðlífi og er þvi á- slæða til, að Grundtvigs sje minst í íslensku hlaði i tilefni ,af þvi afmæli. Um liann hefir ýmislegt verið skrifað á islensku og má þar nefna grein eftir próf. Jón Aðils sagnfræðing, sem hirtist í Eimreiðinni 1902. Með því að hún mun nú vera í fárra manna liöndum þykr hlýða að laka hjer upp inn- gangsorðin á grein próf. Aðils: „Gamli Grundtvig svo var liann venjulega kallaður er einn al' þeim fáu mönnum, sem liefir auðnast að ujóta sín til fulls í lífinu, að láta alla þá margföldu hæfileika, sem i hon- um hafa húið, ná fullum þroska. Hann var hátt á níræðisaldri þegar hann andaðist, liægt og t ólega, „eins og þegar sól liníg- ur til viðar á hausti“. Engar þjáningar, engin banalega var á undan gengið. Herðabreiður og þrekvaxinn, „þjettur á velJi og þjettur í lund“, ljörlegur og garpslegur var liann jafnt í elli sem æsku. Hann var stæltur og stinnur lil likamsburða og hafði verið lílt kvellisjúkur um dagana. 1 eðli sínu sameinaði hann tvo gagnstæða eiginleika, sein sjaldan fara saman: risa- orku til allra starfa og þvínær óskiljanlega litlar lífskröfur. Þetta óvenjulega mikla líkams- þrek og langa aldursskeið studdu liinsvegar að ]>ví, að aJJ- ar lians eðlisgáfur, öll frækorn lians andlegu ltæfileika, fengu náð l'ullum þroska. Ilann var einn af þeim örfáu mönnum, sem aldrei nema staðar á þroska Jiraulinni, aldrei þverr upp- sprettumagnið inni fyrir, lieldur eru stöðugt viðhúnir að gripa við nýjum liugsjónum, sökkva sjer niður í þær og berjasl fyr- ir þeim fram í andlátið með æskunar ofsa og' eldfjöri. En það er ólíkur Jjlær, sem livílir vfir æskuárum lians og miðaíd- ursskeiði og svo elliárunum. Á hinum fyrri árum sinum, Jiar- áttu- og hernaðarárunum, stend- ur liann uppi einn síns Jiðs eins og veðurharinn eikarstofn, einn á móti þjettskipuðum og harð- snúnum fjandaflokki, með ýms af stórmennum þjóðarinn- ar í hroddi fylkingar. Hann gnæfir þar upp þungbúinn og alvarlegur eins og klettur úr hafinu, eins og tröllaukinn her- serkur, viðbúinn að Ivíhenda sverðið á móti ofureflinu, á móli öllum lieiminum ef vera skyldi. A efri árum sínum aft- ur á móti situr hann livítur fyr- ir hærum í öndvegi eins og kjörinn þjóðhöfðingi, með spá- mannsins þrumandi sannleiks- orð á vörunum, átrúnaðargoð þúsunda, og tíþúsunda, heillar kynslóðar. Þegar hann á mið- aldursskeiði sínu stóð einn uppi fjötraður og vopnlaus, sakfeldur af dómstólunum, hannfærður af kirkjunni, bláfátækur og lit- ilsvirtur, mælti liann þessi karl- mannlegu djörfungarorð: „Mað- ur er orðinn úr mjer, vesæll að vísu og lítilmótlegur i heims- ins augum, en þó maður, sem ekki vill skifta kjörum við kon- unga“. I’egar liann andaðist sal að fótum lians Jieil þjóð, sem liann liafði vakið af dvala, kveikt líf i með orðum sínum og haft dýpri og sterkari álirif á en nokkur annar maður á þessari öld“. Grundtvig var af gömlum prestaættum og var settur til guðfræðináms við Hafnarhá- skóla árið 1800, án þess að hann liefði löngun til. Lauk hann þó embættisprófi þremur árum síð- ar, en var algjörlega trúlaus. Tveimur árum síðar vairð liann heimiliskennari á Langalandi og þar í næðinu fór liann að lesa fornar bókmentir, einkum Edd- urnar og varð hrifinn af. Ilækt- arsemi lians við þjóðleg fræði og fortíð þjóðarinnar efldist mjög við lestur þenna og hon- um varð ljóst, að öll þjóðleg fræði höfðu verið vanrækt stór- lega af mentastofnununum. Ilann ræðst á þær og yfirleitt á mentamannastjettina og vöktu þessar árásir miJda eftirtekt, þvi að mjög var litið uppr til liinna svokölluðu lærðu stjetta í þá daga. Um prestana segir hann á þessum árum: „Mig uggir að það megi finna megnið af prest- unum úti við búsannir eða úti í f jösunum og hestliúsunum,' en ekki við bækurnar, — við spila- horðið en ekki við skrifborðið. Það vær gaman að bera bóka- söfnin þeirra saman við mykju- haugana, eða hóksalaréikning- inn saman við vínreikninginn. Og ekki standa læknarnir og lögfræðingarnir prestunúm að haki i þessu eíni“. Vorið 1808 flyst Grundtvig til Kaupmannahafnar til þess að geta notið bókasafnanna víð vis- indaiðkanir sinar og fjekk Jiú- slað a WaÍkendorífs Iíollegíi, en litði á kenslu. Sökti liann sjer niður í veraldarsögu, einkum Xorðurlandasögu og gaf út vfirlit yfir norræna goðafræði þetta ár. IJafði liinn forni átrúnaður orð- ið hohum einskonar ímynd feg- urðar og geymdi í sjer fegurstu hugsjónir, sem liann hefði heyrt um. En einmitt Ásatrúin verð- ■r til þess að styrkja liann i kristindóminum. Hann verður trúaðri en áður og sterknorrænn i hugsun. Grundtvig hafði ekki ætlað sjer að verða prestur, en fyrir hænarstað aldurhnigins föður sins gerðist hann aðstoðarprest- ur hjá honum. Áður en hann Ijekk vígslu varð hann að halda rneðn fyrir prófdómendum sín- 111,1 og gerði þar að umtalsefni spurninguna: „Hvers vegna er orð drottins horfið úr liúsi hans?“ Var ræðan hrennheit áminningarræða lil prestanna og kærðu þeir liana er hún kom á prent og Grundtvig fjekk á- mmningu háskólaráðsins fyrir. Þessi aðstoðarprestsár urðu Grundtvig vandasöm ár og kveljandi. Hjá honum vaknaði sem sje spurningin um, hvort hann væri sjálfur kristinn, hvort hann hefði leyfi lil að vanda uni við aðra, og samviskukvöl lians varð svo mikil, að honum lá nm skeið við vitfirring. Næstu árin urðu honum har- áttuskeið við sjálfan sig, en að þeirri haráttu lokirmi stóð hann A 150 ára afmæli Grnndtvigs var athöfn haldin viö kirkju jxí sem oeriö er aö reisa tit minnngar um hann og sjest kirkjan hjer á mgnd- inni. Lilla mgndin er af gróf. Vilhelm Andersen, sem hjelt aöalræö- una viö þetta tækifæri.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.