Fálkinn


Fálkinn - 26.10.1935, Blaðsíða 6

Fálkinn - 26.10.1935, Blaðsíða 6
6 F A L K I N N Hver verður síðastur ? Smásaga eftir Charles Brixton. ViS höfðuni setið og rabbað sam- an við svolítið bál bak við herlín- una, þegar þeir komu með njósnar- ann á milli sín. Hvað við töluðum um? Vitanlega um vopnahljeð, sem í vændum var. „Vitleysa!“ sagði einn, „stríðið end- ar ekki núna strax“, en hann sagði það eins og hann væri að tryggja sig fyrir því að verða fyrir nýjum vonbrigðum. „En ef ....“ kom úr öðru horninu, „ef.... hugsið ykkur strákar, ef það reyndist nú svo, að þetta yrði siðasta kvöldið okkar á vígstöð.vunum, og við slyppum hjá að fara aftur í skotgrafirnar". Já, hugsum okkur .... „Hver skyldi“, tautaði sá, sern fyrstur hafði talað, „hver skyldi verða síðasti maðurinn, sem fellur í styrjöldinni?“ Það fór hrollur um mig. Jeg hafði aldrei liugsað út í þetta. Við liöfð- um sjeð dauðann glotta framan i okkur, og við höfðum geysað á móti honum eins og sálarlausar vjelar, en þetta hafði mjer aldrei dottið í hug. Hver yrði sá sem siðastur fjelli. Jæja, það var nú vopnahljeð langþráða, sem átti sökina á því að þessi orð voru töluð. En jeg skildi svo sem vel hugsunina, sem lá bak við þau. Þegar maður hafði sloppið lifandi gegnum allar hætturnar fram að þvi síðasta, væru það hræðileg örlög að missa lífið einmitt i sama bili og bálið væri að deyja út. Við höfðum verið að tala um þetta, þegar þeir komu með njósnarann á milli sín. Hann hafði verið handtek- inn okkar megin við herlínuna. Lengra burtu fyrir handan — hafði hann meðgengið — var hús þar sem fjelagar hans lágu í leyni. Hann hafði svikið þá í trygðum til þess að bjarga lífi sínu. Jeg horfði á hann. Njósnari. Hvers- vegna átti maður eiginlega að fyrir- líta njósnarana? Sjálfir höfðum við okkar eigin njósnara á víð og dreif þarna fyrir handan, meðal óvina okkar. Þeir höfðu verið sendir á burt með flugvjelum, til þess að senda frá sjer brjefdúfur. En það var afar sjaldgæft að þeir kæmi aft- ur. Þessi hjerna .... augun i hon- um dönsuðu af liræðslu. En þvi skyldi hann ekki vera hræddur — við vorum allir hræddir. í styrjöld lifir maður fljótar og deyr fljótar. Og það var auðsjeð á augum njósn- arans að það var dauðinn sem hann óttaðist. Það eru svo fáar hetjur til og styrjöldin gerir okkur ekki að hetjum. Það er ákveðið á sama augnabliki og maður fæðist. Og ein- mitt þessvegna getur það komið fyrir, að heigullinn deyi sem hetja og hetj- an sem heigull. Hvað var jeg sjálfur? Jeg var hvorki heigull eða hetja. Einmitt um það bil, sem jeg var kominn hingað í heilahrotum mín- um kom liðsforinginn okkar með skipun. Við sex, sem sátum þarna kringum eldinn áttum að fara undir stjórn hans með njósnaranum að húsi því sem hann hafði sagt frá og var nokkrar enskar mílur í hurtu. Við áttum að hreinsa húsið og helst að koma með fangana lifandi. Við máttum ekki skjóta nema nauðsyn bæri til, því að herstjórnina vantaði njósnara — svona var skipunin. Svo ók brynreið fram og við brölt- um inn. Vegurinn var ekki langur, en hann var allur umrótaður af sprengjum og haustvindurinn var napur og bítandi. Bara að það yrði nú vopna- hlje svo maður slyppi hjá einum vetrinum til í skotgröfunum! Vopna- hlje. Mjer varð á að minnast orð- anna, sem höfðu verið sögð skömmu áður: Hver skyldi verða síðasti mað- urinn, sem fellur i lieimsstyrjöld- inni? Ef friðurinn væri jafn skamt undan og við hjeldum, þá væru það grimmur örlagaleikur að láta svo- litla hlýkúlu sópa sjer út úr tilver- unni. Jeg hafði oft fundið til ótta í skotgröfunum, þegar við vorum að leggja upp í árás, en aldrei orðið gagntekinn af slíkum ótta sem náði valdi á mjer núna. Hvernig hafði þetta atvikast. Var jeg í raun og veru heigull? Jeg þreifaði á frakk- anum mínum. Jeg hafði heiðursmerlci — opinbera sönnun þess að jeg væri ekki ragur. En maður hafði víst rjett til að fara varlega núna á síðustu augnablikum styrjaldarinnar — var- lega .... Það var einmitt orðið. Þor skyldi maður hafa en ekki fifl- dirfsku. Bifreiðin staðnæmdist og við stig- um út og njósnarinn með okkur. Hann benti á grátt hús, sem stóð nokkra metra frá veginum og við læddumst þangað. Ekkert ljós, skip- aði liðsforinginn. Ekkert hljóð! Og frá húsinu kom ekki heldur neitt hljóð eða ljós. Það stóð þarna, grátt og ábúðarmikið eins og draug- ur, og á ný fjekk þessi hrollkaldi geigur vald yfir mjer. Hvað skyldi leynast í þessu húsi? Nokkrir liraust- ir inenn, reiðubúnir til að selja líf sitt svo dýru verði sem þeir gæti. Þeir Iiöfðu ekkert að vinna en öllu að tapa, meira að segja lífinu. Svo að það var enginn leikur að ráðast til inngöngu þangað. Liðsforinginn sneri sjer að mjer og klappaði á öxlina á mjer. „Það er best að þjer reynið að komast inn‘, sagði liann. „Við hinir höldum vörð við gluggana og dyrn- ar. En nninið skipunina: Skjótið ekki nema þjer megið til. Það gelur ver- ið að þeir geti frætt okkur á ýmsu merkilegu, piltarnir þarna inni“. Jeg hrökk við. Átti jeg .... hvers vegna einmitt jeg? En jeg sagði ekki neitt. Skipunin var ljós og greini- teg, enginn annar vandinn en að hlýða. Jeg tók á lásnum, — hurðiu var læst. Jeg sneri mjer að liðsforingjanum. „Þá skjótum við læsinguna sund- ur“, skipaði hann. Jeg dró upp skammbyssuna mína og skaut. Það þurfti ekki nema eitt skot. Hurðin lirökk upp og það brak- aði í henni. Við lilustuðum. En ekki heyrðist nokkurt hljóð innan úr liús- inu. „Þeir fela sig eins og rottur“, taut- aði liðsforinginn, „eins og rottur. Farið þjer varlega með vasaljósið", hjelt hann áfram, „þeir skjóta vit- anlega á ljósið". Hvort jeg fór varlega. Jeg þorði varla að draga andann og jeg heyrði hjartað í mjer slá. Jeg vildi lieldur hafa verið fremst á vigstöðvunura — í ystu skotmannaröð. Hversvegna þurfti þessi skipun endilega að lenda á mjer? Mjer fanst óhugsandi að jeg slyppi lifandi úr þessari ferð. Fyrir innan dyrnar var stigi upp á efri hæðina og jeg tók í handriðið. Jeg steig eitt skref, svo eitt til og lrað marraði í stiganuin undan fóta- takinu. Aftur setti þessa hugsun að mjer: Hver verður sá síðasti sem fellur? Skyldi það verða jeg? Mjer þótti vænt um að það var dimt. Myrkrið faldi ekki aðeins þá, sem jeg var að leita að en líka sjálfan mig. Jeg gat ekki sjeð til að skjóta, en þeir ekki heldur. Nú brakaði ekki lengur í stiganum og jeg fann að jeg var kominn upp á loft. Jeg hlustaði. En ekki heyrðist nokkurt hljóð. Með skammbyssuna í hægri hendi og með vasaljósið i vinstri læddist jeg áfram, fálmaði eftir þili og fann ]>að. Jeg varp önd- inni, mjer ljetti svo mikið. Þessi veggur, sem jeg gat ekki sjeð, var mjer eins og kær gamall vinur, til að styðja sig við. Og jeg var her- maður. Hermaður með lieiðursmerki. En enginn gat sjeð hve liræddur .... hve varkár jeg var. Hvar voru þeir niður komnir, njósnararnir? Ekki í þessari stofu en í þeirri næstu. Hvað gátu her- bergin verið mörg? Átta til tíu, gæti maður haldið. Hver veit nema ein- hver væri nú i humátt á eftir mjer núna, hver veit nema hnifur yrði rekinn á kaf í bakið á mjer á næstu mínútu — cða snara um hálsinn á mjer. Jeg hreyfði mig ekki, en samt var jeg rennvotur i andlitinu af svita. Nei, þetta náði engri átt. Jeg skrúfaði, eins vel og jeg gat í myrkrinu, minsta dreifirinn á vasa- ljósið mitt og hjelt því svo langt frá mjer sem jeg gat. Skjóti þeir á ljós- ið, hugsaði jeg, þá hitta þeir aðeins hendina. Svo þrýsti jeg á hnappinn. Ofurlítil ljósrák birtist, svo dauf að Jiað var rjett svo að jeg gæti gert mjer í hugarlund hvernig herbergið liti út. Það var stórt og tómt. Fyrir framan mig var borð, sem hafði verið velt um, og til hægri við hin- ar stofudyrnar, stóð stóll. Jeg hafði litast um þarna og nú var bara að halda áfram. Dimma á ný, blessuð verndandi dimma. Jeg tók stefnuna sem jeg hafði setl mjer og smaug áfram. Hvað mundi jeg fá að sjá þarna inni? Eitt skot og svo væri alt húið. Hversvegna gat liðsforinginn ekki farið í þennan leiðangur sjálfur? Var liann hræddur .... var hann máske ennþá hræddari en jeg .... Hversvegna gátumvið ekki farið tveir saman. Var Jrað nauðsynlegt að Jreir yrðu fimm úti, að viðbættum liðsfor- ingjanum? Þeir fela sig eins og rottur, liafði hann sagt. Já, eins og rottur, eins og risavaxnar rottur, tilbúnar til að ráðast á veslings bráðina sína. Svit- inn bogaði af mjer. Var jeg í raun og veru svona mikill aumingi? Mjer rann i liug nóttin, sein jeg liafði gert mig verðugan heiðursmerkisins míns. Jeg hafði laumast meðfram gadda- vírsgirðingu aleinn og skotið liana í sundur meðan sprengjur og ljósdufl sprungu yfir höfðinu á mjer. Þá var jeg ekki hræddur, siður en svo. En nú var jeg lrað. Hversvegna? Aðeins af þessu sem jeg hefi nefnt: hver verður sá síðasti? Þetta var hlægi- legt — hversvegna þurfti jeg endi- lega að verða sá síðasti? Ef jeg hlustaði vel mundi jeg sennilega geta heyrt fallbyssuhríðina. Og hver kúla sem fjell .... Jæja, en eintiver hlaut að verða sá síðasti. En þarna inni beið dauðinn. Átti jeg að ganga bein í fangið á lionum? Já, þegar ætljörðin krafðist þess. Ættjörðin, Jrað var liðsforinginn Jiarna úti, ungur mjóni, sem var kominn af herskólanum fyrir nokkr- ur mánuðum. Nei, jeg varð að halda áfram. Högg í vegginn þarna inni vakti mig af lieilabrotum mínum. Hver svo sem það nú var þá sýndi hann ekki mikla varkárni. Hann hafði þá ekki sjeð hjarmnn frá vasaljósinu, og vissi ekkert að þarna var óvinur í nágrenninu. Best að nota sjer það og koma honum i opna skjöldu. Hvi- likur sigur væri það ekki. Hver veit nema jeg fengi nýtt heiðursmerki. Nei, jeg var ekki hræddur lengur. Jeg lagðist varlega á hnjen og skreið að dyrunum. Við þröslculdinn stansaði jeg og hlustaði. Nei, stein- hljóð. Voru Jiað stundir eða dagar, sem jeg var að skríða að herberginu þarna inni? Eða voru Jrað ár .... eða nokkrar mínútur? En hvað Jrýddu tímar, vikur eða ár — eftir nokkrar sekúndur gat jeg verið kom- inn inn i aðra veröld. Hendurnar skulfu. Var jeg nú orðinn liræddur aftur? Já, jeg var hræddur. Það er gott og ldessað, hugsaði jeg, að sitja í bjartri stofu og segja frá þessu. Það er svo auðvelt að ypta öxlum og tauta eittlivað um aumingja heigul- inn. En Jrað var engan veginn auð- velt að liggja þarna í myrkrinu og bíða eftir einhverju, sem maður hvorki heyrir nje sjer. En að visu deyr enginn nema einu sinni. Jeg smaug inn yfir Jiröskuldinn og var þar grafkyr. Það leið sekúnda eftir sekúndu. Ekki heyrðist nokk- urt liljóð. Skyldi þetta herbergi þá vera tómt líka? Fluttu rotturnar sig t á burt jafnharðan? Jeg ljet vasa- ljósið lýsa á ný og sá ekkert nema borðin í gólfinu. En um leið heyrði jeg eitthvað. Marr, marr, alveg eins og þegar brakar í gólfi. Hann var þá hjerna inni. Og hann var einn, ann- ars mundi hann ekki liypja sig svona undan. Eða kanske væri hann að veiða mig í einliverja gildru. í sama bili skall hurðin fyrir aftan mig að stöfum. Jeg fleygði mjer endilöngum á gólfið, alveg eins og þegar sprengja kemur niður. Ef jeg ætti að deyja skyldi jeg selja líf mitt eins dýru verði og jeg gæti. Fýsnin sem mað- urinn hefir erft frá dýrinu, þessi fýsn í hlóð annara, sem nefnist inorðfýsn, náði valdi yfir mjer i nokkur augnahlik og áður en jeg vissi af var jeg kominn að dyrum næsta lierbcrgis. Þar hlaut einhver að vera inni. Það var mest um vert, að jeg yrði einhverntíma búinii með þenn blindingsleik. Hurðin var í liálfa gátt, en jeg sparkaði lienni upp og skreið áfram með skammbyssuna reiðubúna. Jeg brá upp vsaljósinu og sá þarna ýms lnisgögn og stóð upp. Jeg ætlaði aó skjóta undir eins og jeg heyrði hið minsta liljóð — skjóta Jrangað sem hljóðið kom frá. Jeg Ijet Ijósið skína svolitla stund aflur. Beinl á móti mjer, i fimm feta fjarlægð liafði jeg sjeð skugga, skugga með byssu í hendinni. Jeg skaut. Og um leið og jeg heyrði hrothljóð hnje jeg örmagna niður á gólfið. Fæturnir neituðu að bera mig. Var jeg særður. Líklega ekki. Hinn maðurinn .... ef hann hafði skotið á annað borð þá hafði hann að minsta kosti ekki liitt. Jeg lieyrði fótatak í stiganum, * liarkalegt fótatak og rjett á eftir mannamál. „Ivomdu ofan“, kallaði einhver, „komdu ofan“. Einn af fjelögum mínum stóð í dyrunum með ljós í hendinni. Leðurblaka flögraði fram og aft- ur í Ijósinu og loksins skildi jeg alt. Jcg hafði lilaupið á mig. Þegar jeg stóð upp, sá jeg sjálfan mig í spegli, sem hafði verið skotið á. Þetta var alt fiflaleikur og fíflið — það var jeg sjálfur. „Þú skaust ....“. Jeg gat ekki svarað. „Já, Jrað er ekki svo auðvelt að hitta leðurblöku á flugi“, hjelt fje- lagi minn áfram. „En komdu nú, liðsforinginn bíður“.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.