Fálkinn


Fálkinn - 26.10.1935, Blaðsíða 7

Fálkinn - 26.10.1935, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 r ► t Enginn gat sjeð andlitið á mjer þegar út kom, svo var myrkrinu fyrir að þakka. Og það varð mjer til hamingju, fann jeg sjálfur. Liðs- foringinn kom til mín. „Vitlaust hús“, sagði hann kald- ranalega. „Njósnararæfillinn getur ekki þekt húsið aftur í myrkrinu“. Vitlaust hús .... og fyrir þessa vitleysu hafði jeg lifað nokkra klukkutíma í geigvænlegasta kvíða. Liðsforinginn lýsti á úrskifuna sina með eldspitu. „Fimtán mínútum fleygt lil ónýtis. Jæja, það er ekkert að segja við því. Við vorum að fá stórtíðindi með frjettamanninum okkar. Vopnahljes- samningarnir hafa verið undirskrif- aðir“. Jeg heyrði fjelaga mina æpa af gleði. Vitlaust hús, hugsaði jeg. Mikil hamingja var að það skyldi vera vitlaust hús. Annars hefði jeg ef til vill orðið svarið við spurningunni: Hver verður sá, sem síðastur fell- ur .... FRÁ ABESSINÍU. ójafn leikur er það, sem háður er á vigstöðvunum i Abessiniu, þar sem eigast við evrópeisk menningarþjóð, búinn öllum nýtisku hergögnum og hálfgerð „frumþjóð“, sem að visu er meðlimur í þjóðbandalaginu, en senniiega mest vegna þess, að hún varð kristin löngu á undan ýmsum Evrópuþjóðum, og hefir þótt ýmsa kosti menningarþjóða til að bera. ítaljr hafa ráðist á þessa þjóð — sem þeir að vísu áttu í stríoi við áður og biðu herfilegan ósigur fyrir árið 1896, við Adua í Abessiníu. Þvi verður ekki neitað, að meðfram hafi það vakað fyrir ítöiumi, á hinni nýju metnaðaröld þeirra, undir stjórn Mussolini, að hefna þess ósig- urs. Svo mikið er víst, að her ítala hafði með sjer minnismerki um Italina, sem fjellu við Adua, er þeir gerðu atlöguna að borginni og tóku hana, nú fyrir nokkrum vikum. En þessi viðureign Abessiníu- manna og ítala virðist ætla að draga annan og meiri dilk eftir sjer. Þvi að sjálfsögðu, þá mundi það ekki raska svo mjög rónni i Evrópu yfirleitt, þó að ítalir slátr- uðu Abessiniumönnum og Abessiniu- inenn ítölum, suður í fjöllum Aust- ur-Afríku. En vegna þess, að báðar þjóðirnar eru i þjóðbandalaginu, varð það að skerast í leikinn, því að lög þess mæla svo fyrir, að það eigi að vera æðsti aðili og úrskurð- andi í deilumálum allra þeirra þjöða, sem bandalagið skipa. Það hefir nú að vísu verið svo, að ýmsir aðilar þjóðbandalagsins hafa haft frammi ójöfnuð og rangsleitni án þess að bandalagið skærist þar i mál, og hafa ýmsir leyft sjer að segja, að bandalagið væri máttlausi „pappírsgagn“. En í þe'ssari deilu hafa Bretar lagt lóðið á metaskál- arnar og heimta, að þjóðbandalagið bregðist ekki skyldu sinni. Þess- vegna er ekki annað fyrirsjáanlegt, ef ítalir fara sínu fram í Abessiníu, en að beitt verði refsiákvæðum bandalagsins, viðskiftabanni banda- lagsþjóðanna á ítali og jafnvet hernaði. Mun bráðlega verða úr því skorið, hvort ítalir skirrast þess, að slíta Evrópufriðnum, eða hvort frið- samlegar sættir takast enn í þessu deilumáli, sem er það lang alvar- legasta, sem komið hefir upp í heiminum síðan 1914, að heims- styrjöldin braust út. Á efri myndinni er uppdráttur af Abessiníu. En á þeirri neðri sjást hermenn, sem eru að biða eftir að komast inn í einu járnbrautarlest- ina, sem til er i landinu, brautina inilli Djibouti, í franska Somalilandi og Addis Abeba, höfuðborgar Abess- iniu, Nýjasta „fenomenið" á sviði ^öng- listarinnar er Zúlukaffi sunnan úr Johannesborg i Suður-Afriku. Hann heitír du Bless og er kornungur. Þektur leikhússtjóri frá Paris var staddur í Johannesborg er hann heyrði roskinn strók standa á götu- horni og syngja. Hann varð svo hrif- inn af rödd lians og hann kallaði hann til sín — og ljet liann syngja fyrir sig einan. Viltu koma með mjer til Evrópu, Bless, og læra að syngja, spurði leikhússtjórinn? Veistu hvar Evrópa er? Já, já, svar- aði svertinginn, Evrópa er í Ame- ríkut Nú, þeir fóru saman til Paris og þar liefir Bless lært að syngja. Hann kvað vera alveg framúrskar- andi söngmaður, sem bráðlega verð- ur heimsfrægur, segja frakknesku blöðin.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.