Fálkinn


Fálkinn - 26.10.1935, Blaðsíða 9

Fálkinn - 26.10.1935, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 í hitunum sem gengu í London í sumar tóku einstaka versl- unarhús það til bragðs að koma upp stórum baðkerum uppi á húsaþökunum, handa starfsfó Ikinu að kæla sig í við og við. Þetta varð mjög vinsælt og mikið notað. Myndin lijer að ofan er af dönskum aflraunamanni, Paul Otto að nafni. Á danska meist- aramótinu fyrir aflraunamenn á Stadion í Khöfn í haust varð hann fræknastur allra. En hann er fimur líka og setti á sama móti nýtt danskt met í hástökki. Myndin hjer að ofan.er af elslu manneskjunni í Danmörku. Hún heitir Anna Skau og er ekkja og á heima í Haderslev. Frú Skau varð fyrir skömmu Í06 ára, en er vel ern, hefir dá- góða sjón og situr daglega við prjónana sina. Hin sögufræga mylla á Dybböl brann í vor, en nú er að endurreisa hana. Var aðeins óskemt eftir brunann hið sama, sem staðist hafði skothríð Þjóðverja 186í. Iljer á myndinni sjást rústirnar af myllunni, en til hægri á myndinni sjest malarinn. Myndm hjer að ofan er tekin á torginu í einni af elstu borg- um Þýskalands, Núrnberg. Er borgin með æfa fornu sniði og sækja skemtiferðamenn þessvegna mikið þangað. Hitler hjelt þar flokksþing sitt í haust og er myndin tekin við það tæki- færi og sýnir þúsundir manna, sem hafa safnast saman á torginu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.