Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1935, Blaðsíða 31

Fálkinn - 21.12.1935, Blaðsíða 31
F Á L Ií 1 N N 29 ► ‘i ,,Sveinn var í þann veginn að grýia úrinn í gólfið. ]>reif Jörgen upp úriö og lagði það á borðið. Friðrik ætlaði að þrifa úrið en skólastjóri varnaði honura þess og tók úrið sjálfur. — Jeg verð fyrst að taia við hana móður þína Friðrik, sagði hann. Friðrik bað og grátbændi; hann vildi síst af öllu að raóðir hans kæmist i þetta mál, en skólasjórinn var óbifanlegur og sendi hann heim. — Og þú, Jörgen, taktu saman dótið þitt og farðu heim. Við töl- umst við seinna. Næsta kenslustund byrjaði, en það var ómögulegt að láta drengina hafa hugann við neitt, og skólastjórinn sjálfur var utan við sig. Áður en tím- inn var úti var barið á dyrnar, og móðir Friðriks kom inn og Friðrik með henni. Hún afsakaði að hún gerði ónæði i kenslustundinni, en hún hafði komist að því, að grun- ur hafði fallið á einn drengánna, en hún ætlaði að segja, að hún hefði tekið úrið sjálf og látið úrsmið gera við það, án þess að Friðrik vissi, og það væri ástæðan til grunsins. — l>að er þá svona, hrópaði Sveinn ákafur en hætti í miðju kafi. Það var barið á dyrnar aftur og Hen- riksen úrsmiður, faðir Jörgens kom i n n. — Jeg kem til að segja skólastjór- anum að drengnum mínum hefir verið gert rangt til. Jeg fjekk Jörgen úrið sjálfur, þvi að jeg ætlaði að reyna hvort það gengi rjett í nokkra daga eftir aðgerðina, áður en jeg aí- henti það. Að vísu var það rangt af Jörgen að fara með úrið í skól- ann, og það gerði liann án minnar vitundar, en hann hefir lika fengið hefnd fyrir það, og jeg veit ekki hvernig þjer ætlið að bæta drengn- um minum fyrir þetta. Heilsan er vesæl og hann hefir ekki þolað þetta áfall----. Sveinn heyrði ekki meira. Án þess að biðja um leyfi hljóp hann út úr bekknum og hljóp beina leið heim til Jörgens til að hugga hann. Friðrik var ekki glaður, þegar hann kom til úrsmiðsins nokkrum dögum síðar, en honum fanst liann hafa gert hreint fyrir sinum dyr- um, er hann afhenti Jörgen úrið að gjöf. En Sveinn var sjálfum sjer líkur. Hann greip úrið og hefði hent þvi í gólfið ef úrsmiðurinn hefði ekki komið inn, gripið lirið og stungið því i vasa sinn. Þið kunnið ekki að fara með dýr- mætan grip, bjálfarnir! Nú geymi jeg þetta úr í eitt ár þangað til næsta afmælisdaginn þinn, Friðrik. Þá verðið þið væntanlega orðnir svo hygnir, að jeg þori að sleppa því við ykkur. Tóta frænka. Jólaskratít, Nú skuluð þið ná í ]iappaöskjuna með jólatrjeskraulinu frá i fyrra of- an úr skáp og undir eins og þið opnið á henni loltið, þá komist þið undir eins í jólahug, þegar þið sjáið jólakörfurnar, myndirnar, gullhárið og stjörnurnar og kertaklemmurnar. En vitanlega þarf að athuga þetta og sjá hvort ekkert hefir skemst og hvað ykkur vantar i skarðið. Þið getið búið svo margt lil sjálf, til að prýða jólatrjeð. Nú skal jeg kenna ykkur að búa lil lítil ljósker, sem að visu eru ekki ætluð fyrir kerti heldur fyrir rús- ínur og möndlur og það er alveg eins gott. Þið fáið ykkur þunnan pappa, klippið úr honum ferhyrn- ing, 16 sentimetra á kantinn. Þið tvibrjótið hann yfir þvert og síðan á skalckhorn (1) og klippið hann síðan eins og sjest á 2 og farið ná- kvæmlega eftir málunum, sem sýnd eru á myndinni. Svo er pappinn flattur út (3). í rúðurnar fjórar er límdur rauður silkipappír og papp- inn svo brotinn um deplalinurnar og limdur saman. Svona er mandólínið fullgertl Kertastjakar og lampaskermar. Það prýðir jólalrjeð að hafa á því nokkur mandólin. Þau eru gerð úr hálfum valhnetum og þunnum pappa, sem er kliptur eins og fyrir- myndin sýnir. Svo eru látnir streng- ir úr tvinna á mandólínið, og þegar þeir hafa verið festir við pappann, er hann límdur á hnotina. Svo skulum við athuga, hvort við getum ekki prýtt jólaborðið. Hvern- ig líst ykkúr til dæmis á Og svo eigum við að hafa mörg kerti á horðinu. Fyrir stjaka getum við notað kartöflur, sem eru skorn- ar flatar svo þær standi vel en hinumegin er gerð hola fyrir kert- ið. Svo er silfurpappír vafið utan um kartöfluna. Við búum lika til skerma; klippum þá úr pergament- pappír eins og sýnt er á myndinni, málum á þá jólasveina og limum á þá grenibarr og svo er skermurinn límdur saman. Loks er beygður járn- vír til að halda skerminum uppi og endanum á honum stungið niður i kartöfluna. f)ennan hóp kringum grautarskálina. Ef þið eruð svolílið útsjónasöm getið þið búið til þessa jólasveina- fj lskyldu. Þið notið epli í kropp- inn en kartöfluber i hausinn, möndl- ur og rúsínur í nef og augu og hnet- ur í trjeskóna. í handleggi og fætur notið þið smáspítur og búið svo til ofurlitlar húfur úr silkipappa á jóla- sveinana. Nú vantar ekkert nema hlóðirnar og búið þið þau til úr þreniur spítum og hengið yfir þær pott, sem er gerður úr hrárri rófu. Og svp prýðum við í kring með grenigreinum. Ef þið eigið furuköngla þá getið þið búið úr þeim fallegustu blóm með því að reita þá, þangað lil að- eins neðstu blöðin eru eftir. Svo er borið á liau silfurbronse og settur á þau leggur úr vir. í Varsjá befir verið komið upp all- fjölmennri kvenlögreglu og er það aðalhlutverk hennar, að forða kven- fólki og börnum frá liættum þeim, er stafa af umferðinni í stórborgum. Hjér sjást tvær lögreglustúlkur að starfi. Kvenlögregla.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.