Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1935, Blaðsíða 44

Fálkinn - 21.12.1935, Blaðsíða 44
42 F Á L K I N N Snorraríki í Þórsmörk. Dæjarrústir (Sæm. Ögmundssonar) í Húsadal. í Húsadal. ir Þorva. *Sar ríka á MöSruvöllum í Hörgárdal og Margrjetar þeirrar er komst út úr Kirkjubólsbrennu. Hinn þriðji og síðasti at þessum fe'ðgum var Eijjólfur sýslumaður sonur Ein- ars og Hólmfríðar, er átti Helgu dóttur .Tóns biskups Arasonar. Kattarnef heitir ás sem gengur út frá fjöllunum til norðurs, skamt l'yr- ir neðan Stóra Dal. MilTi Kattarnets og Seljalandsmúla er dálítill hvamm- ur eða hvylft inn i fjöllin, og er þar bærinn Hamragarðar. Fossinn Gljúfrabúi (Gljúfrabúi gamli foss, gilið mitt i klettaþröngum) er öðru- megin við bæinn, en Seljalandsfoss hinu megin. Hægl er að ganga bak við hann, en betra er að vera í vatnsheldum hlífðarfötum því foss- úðinn er eins og steypiregn. Þykir mörgum tilkomumikið að sjá foss- inn falla niður beint fyrir framan sig. Hvammur þessi hefir mikla náttúrufegurð að bjóða, og sjerstak- lega er fagurt þar um að litast, þeg- ar kveldsólin hellir geisluní sínum á hann og fossana. Er eigi ólíklegt að þarna rísi upp sumarhótel áður en langt um líður því staðurinn virðist til þess kjörinn. Auk þess er hann nokkurnveginn miðsvæðis milli Reykjavíkur og Kirkjubæjarklaust- urs á Síðu. En austur á Síðuna verð- ur vafalaust mikill ferðamanna- straumur nú, eftir að samgönguleið- in er opnuð þangað liindrunarlaust, þvi hún (og Skaftártungan einnig) er eitt fegursta hjerað landsins. — Þegar húið var að skoða Hamra- gai ðahvamminn og fossana, var haldið niður að Seljalandi. Það af hópnum sem þar gisti um nóttina, hafði skoðað fossana um morgun- inn. Var nú lagt af stað í bifreið (sem var komin austan úr Vík í Mýrdal) austur með Fjöllunum, aust- ur að Skógafossi. Skógafoss er næstum á austurenda Eyjafjalla. Milli fossanna (Seljalandsf. og Skógaf.) munu vera nál. 28—30 km. Egjafjöll eru öll svipmikil og tign- arleg. Frá því skamt fyrir austan Seljaland, og austur að Hvammsnúp, er hamraveggurinn nokkurnveginn beinn. Vestarlega í þessum bver- hnýpta hamravegg er Paradísarhell- ir nokkrar mannhæðjr upp í herg- inu, og Tiggur einstigi upp í hann höggið í bergið. Paradísarhellir er þektastur fyrir það, að „barna Hjalti“ hafðist við í honum í nokk- ur ár sem útlagi. Iijalta er litillega minst hjer áður. Sagnir herma að hann hafi i uppvexti sínum verið smaladrengur á Stóru-Borg undir Austur-Eyjafjöllum, sem þá var stór- býli. — (Talið er að Stóra-Borg hafi verið við sjó fram, og að Ægir sje fyrir löngu búinn að láta greip- ar sópa um land hennar). Þar bjó þá Aiuia dóttir Vigfúsar hirðstjóra og systir Páls sýslumanns á Hlíðar- enda. Hjalti helir vafalaust verið glæsilegur maður er hann þroskað- ist og fullhugi, og hafa þau Anna felt hugi saman, en á þeim tímum var það talin goðgá hin inesta að höfðingjadóttir ætti óbreyttan al- múgamann. Samdráttur Hjalta og Önnu og barneignir þeirra líkaði bróður hennar Páli sýslumanni svo illa, að sagnir segja, að hann hafi lagt fullkomið hatur á Hjalta, og jafnvel setið um líf hans. Hjelst hann þá ekki við á Stóru-Borg, og lagðist út í Paradísarhellir, en þar var ómögulegt að sækja hann heim því hellirinn er hátt upp i herginu, og þaðan gat hann varið sig með grjóti. En sagt er, að Anna hafi get- að komið til hans mat og öðru er hann þurfti á að lialda. Á þeim dögum rann Markarfljót austur með fjöll- unum, og örskamt fyrir neðan Para- disarhellir, en eigi beint til sjávar eins og nú. Sagt er að Páll sýslu- maður ætti leið eitt sinn yfir Fljót- ið, ásaml fyTgdarsveinum sínum, skamt undan Paradísarhellir. Vildi þá svo til að hestur sýslum. datt er hann kom út í vatnið, og losnaði sýslum. við hann og barst með straumnum, og var ekki annað sýni- legt en að hann mundi drukkna, þvi fylgdarsveinar hans stóðu ráða- lausir á bakkanum. í þessum svif- um kemur maður í hendingskasti þarna að, eins og hann hefði komið upp úr jörðinni eða fallið niður úr skýjunum, fleygir sjer í fljótið þar sem straumurinn bar sýslumann, nær í hann, og dregur hann til lands. Sýslumaður var mjög dasað- ur eftir volkið, en þegar hann var búinn að jafna sig spurði hann fylgdarmenn sína hver væri sá hinn knái og vaski sveinn, er hefði hjarg- að sjer úr Fljótinu. Fyrst þögðu allir þvi enginn þorði að segja sýslumanni hið rjetta. Loksins segir sá yngsti og umkomuminsti: , Það var hann Hjalti mágur þinn“. Þá sagði sýslum.: „Þagað gast þú eins og hinir“. Má af svarinu ráða hvern hug hann hefir borið til Hjalta. En eftir þennan atburð mýktist svo skap sýslum. til Hjalta og systur sinnar, að hann leyfði þeim að giftast. Síðar bjuggu þau i Teigi i FTjótshlíð. Hvammsnúpur er vestastur af hin- um miklu núpum sem ganga fram úr Eyjafjöllum, og stendur bærinn Ilvammur vestan undir honum. Holtsnúpur heitir næsti núpur. Milli þessara tveggja núpa skerst breiður en grunnur dalur inn í fjöllin. Þar eru bæirnir: Núpur, Ysti-Skúli og Ásólfsskáli, o. fl. Prestssetrið Holt stendur vestanvert við Holtsnúp, ör- stutt frá þjóðveginum. Hafa margir merkisklerkar setið i Holti. Brauðið var gott, en bújörðin þó betri. Fyr- ir rúmum 100 árum var prestur i Holti sálmaskáldið Þorvaldur tíöðv- arsson (sonarsonur Högna „presta- föður“). Þektastir af sálmum hans er Jólasálmurinn „Dýrð sje guði i hæstum liæðum“ og Nýárssálmurinn „Eitt á enda ár vors lífs er runnið“, sem báðir eru sungnir enn þann dag i dag á þessum hátíðum. Fyrir austan Holt, skerst Holtsós inn i landið alveg upp að fjalli. Er það allmikill flói, og mætti líklega gera þar góða höfn ef nóg fje væri fyrir hendi. Skip tóku þar stundum liöfn á söguöldinni. Mikil og góð engjalönd eru beggja vegna við ós- inn, því liann flæðir yfir þau á vetrum. Sleinanúpur heitir þriðji núpur- inn í röðinni. Er bærinn Steinar vestan undir honum, en Þorvalds- egri fyrir austan, á sljettum grund- um í dálitlu dalverpi. Þorvaldseyri var bygð i landi jarðar er hjet Svað- bæli, um 1886, af Þorvaldi Djörns- sgni f. alþm. og nefndi hann þá bæinn i höfuðið á sjálfum sjer. Græddi Þorvaldur út mikið tún, þar sem áður voru sandeyrar, og gerði jörðina að höfuðbóli, og svo mikið fanst merkum lækni, erlend- um, um bústað Þorvaldar, að hann sagði að hann líktist meira „herra- setri í útlöndum en íslenskum bónda bæ“. Þorvaldur á Eyri (svo var hann venjulega nefndur) átti fáa sina Iíka á sinni tíð, og svipaði mjög til hinna fornu höfðingja um rausn alla og stórmensku. Fyrir austan Þorvaldseyri er fell sem heitir Lambafell, og stendur bær samnefndur undir því. Austan við Lambafell skerst langur ogþröng- ur dalur, bogamyndaður inn i há- fjöllin. Innarlega í lionum er tals- verður jarðhiti, og þar eiga Austur- Eyfellingar mjög myndarlega sund- laug. Nú skulum við halda austur að næsta fjalli, sem heitir Hrútafell. Það skagar langt út úr fjallgarðin- um lil suðveslurs. Samnefndur bær stendur undir endanum á því. En suðaustan undir þvi standa bæirnir Skarðshlíð og Drangshtíð. Margir einkennilegir jarðhellrar eru i grend við þessa bæi, sem sjálfsagt er fyrir ferðamenn að skoða. Austan við Drangshlið er Drangshlíðarnúpur, og austanvert við liann er Drangs- hlíðardalur. í honum er bær með sama nafni, og Skógafoss, sem tal- inn er að vera með hæstu og feg- urstu fossum landsins. Steypist hann þráðbeint niður af heiðar- brúninni úr G0 metra hæð. Skógaú kemur undan vesturrönd Mýrdals- jökuls, og eru í henni'margir fossar og fagrir, aðrir en Skógafoss, á leið hennar gegnum Skógaheiðina. Göngu- garpar sem þarna eru á ferð, ættu að bregða sjer upp með ánni (með- fram henni er mjög fallegt) og skoða efri fossana, eftir því ferðalagi mundi enginn sjá, og auk þess er það hæfileg og hressandi hreyfing, eftir hreyfingarleysið, og þrengslin í bilunum. En allir, sem að Skóga- fossi koma, skyldu bregða sjer upp á brúnina og skoða fossinn ofanað frá. Bærinn Ytri-Skógar er austanvert við fossinn, en Egstri-Skógar, aust- asti bær undir Eyjafjöllum nokkuð austar. Landnáma segir að Þrasi gamli Þórólfsson landnámsmaðurhafi búið þar. Þrasi var rammaukinn mjög (þ. e. göldróttur) og var það sama að segja um nágranna hans að austan Loðmund gamla á Sól- heimum. Glettust þeir karlarnir með göldrum sínum á þann hátt, að þeir veittu Jökulsá á Sólheimasandi hvor a annan, á víxl, þar til þeim leidd- ist þófið, og sættust á það, að hún skyldi falla þar sem skemst væri til sjávar. í áveitum þeirra karlanna varð til Sólheimasandur (og Skóga?) segir sagan. Þjóðsagnir herma að þau hafi orðið endalok Þrasa gamla, að hann steypti sjer ofan af brún Skógafoss niður í fosskerið með fulla kistu af gulli i fanginu. Frá Riðið gfir Krossú við Stóraenda. Stakkholtsgjá. Samkoma undir Egjaf. Hvammsnúpur i baksgn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.