Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1935, Blaðsíða 10

Fálkinn - 21.12.1935, Blaðsíða 10
8 F Á L K I N N ARNÓR SIGURJÓNSSON: Nýjustu myndir Einars Jónssonar. Það verður ekki um Einar Jónsson myndhöggvara sagt, að hans gæti mikið í dægur- málum liöfuðstaðarhúa. Ef nokkrum manni hefir tekist að húa um sig kyrð í lienni Reykjavík, þá er það Einar Jónsson. Ef nokkur maður kann að láta lítið yfir sjer, þá er það Einar Jónsson. Þeir, sem ekki þekkja, gætu hæglega ímyndað sjer, að Ein- ar dragi sig í hlje og feli sig i lokinhömrum af því að honum leiðist menn. Því fer svo fjarri, að það er einmitt af djúpri og sannri ást til manna, að hann býr um sig kyrð. Hann gerir það til þess að fá lokið þeim verkum, sem hann býr yfir. Hann vinnur ekki verk sín til að miklast af þeim, lieldur eru þau trúboð lians. Og sú trú sem hann boðar, er trúin á göfgi mannsins og undursamlegt hlut- verk hans, þrátt fyrir margvís- leg álög og mikil ósköp. Sú trú er svo heit, að liún mun verma urn aldir fram, þrátt fyrir það, þótt hann hafi valið sjer kald- an steininn, til að túlka mál sitt, og velji sjer ætíð þung form, eins og þegar orkt er undir dýrum liætti. * Það eru undur, hve Einar hefir lokið miklu starfi með eigin höndum. Ilann hefir dreymt og lnigsað liverja mynd, hnoðað liana í leirinn, mótað liana og fágað. Hann hefir lokið svo miklu starfi, af því hann hefir unnið i kyrþei. En þó miklu sje lokið, þá er þó miklu fleira, sem að eins hefir orðið draumur, eða verið mólað i huganum. Því hrestur Einar aldrei verkefni. Vinnu- degi hans er ekki lokið, fyrr en hann er allur. Ef til vill hefir Einar aldrei unnið með þvílík- um ákafa sem liin síðustu ár. Iljer birtast myndir af þrem- ur nýjustu myndum Einars. Mynd sú, sem lijer er nefnd Vernd er þó ekki að öllu leyti ný. Hún er a. n. 1. endurgerð og stækkuð lágmynd á minnis- merki því, er Einar gerði um Viktoríu drotningu sem keisar- innu Indlands. Er mynd af þeirri lágmynd í myndabók Einars frá 1925 (nr. 38: Kvöld). Þetta er mynd af móður með sofandi barn við barm. Kelta hennar minnir á altari, en klæðið, sem hún ber uppi með útrjettum höndum, myndar hvolfdreginn kór um allarið, en fellingarnar fremst minna á súl- ur eða stuðla. Hjer er heilagur staður: lifandi tákn liknsamr- ar verndar. Hinar myndirnar eru með öllu nýjar myndir. „IIvíld“ er mynd af steinhöggváranum, sem stendur eina andrá við og hvílist við hamar sinn. Hann er hálfnaður í starfi sínu: að höggva grímuna af fagursköp- uðu höfði, sem undir grímunni l'elst. Gríman er úr þursabergi, en sluðlar út frá vitunum. Myndin er tákn þeirrar endur- lausnar, er andi skaparfdi listar og íþrótt færir jarðbundnu mannkyni, en um leið er hún tákn þess, að verkið er meist- aranum meira. Sjálfur stenduf myndliöggvarinn i skugga og skjóli síns eigin verks. Annars er boðskapur sá, sem þessi mynd flytur kunnugur

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.