Fálkinn - 21.12.1935, Blaðsíða 39
F Á L K I N N
37
Núpur i Fljótshlíð.
Markarfljótsaurar frá Eyvindarmiíla.
austan Rangór, en meðfram herini,
er dásamlega fagurl skóglendi sem
heitir Hraunteigur. Fyrir góðra
manna atbeina (Gunnlaugs Iírist-
mundssonar o. fl.) eru sár Land-
sveitar sem óðast að gróa, sem bet-
ur fer. í hinum víðáttumiklu sand-
girðingum getur nú að líta stórar
lendur grasi grónar, er fyrir stutiu
var svartur sandur. (Stóruvallagirð-
ing og víðar). Getur svo farið, að
stórbýlið forna, Stóri-Klofi, óðal
Torfa sýslum. Jónssonar (er endir
gerði á æfi Ljenharðar fógeta að
Hrauni i Ölfusi 1502), sem nú er að
mestu leyti undir sandi, verði aft-
ur orðið að stórbýii eftir 2—3 ára-
lugi.
Landmenn eru annálaðir búmenn,
'' þó náttúra agi þá stundum strangt,
og vafasamt er, að nokkur sveit á
landinu eigi gildari sveitarsjóð en
])eir.
Af þjóðveginum í miðjum Holt-
um, blasir við mjótt skarð í fjalla-
hringinn út úr hinum mikla dal í
botni hans. Situr Hekla gamla svip-
mikil og tignarleg sunnanmegin
skarðsins, en vikapiltur hennar Búr-
fell að norðanverðu. Hafa þau gætt
þess vel ó undanförnum öldum, að
eigi færi nema úrvalalið í gegnum
skarðið, Sprengisandsveg, til Veiði-
vatna, Landmannaleið til Skaftár-
tungu, eða til fjárleita á Holta- og
Landmannaafrjetti. Er sennilegt, að
þau hafi litið með velþóknun á,
þegar ferðagarpar eins og Guðni i
Skarði, Ólafur í Austvaðsholti, Lár-
us í Klaustri o. fl. o. fl. leituðu á
skarðið með fylgdarlið sitt.
Gegnum skarðið renna tvær elfur,
Rangá ytri syðst í því, — og eru
upptök hennar litlu innar— og
Þjórsá norðar. Móts við Búrfell er
i henni stórfenglegur foss er heitir
Tröllkonuhtaup. Eru hamfarir Þjórs-
ár þegar hún steypir sjer fram af
Tröllkonuhlaupi, svo jötunelfdar, að
að nærri liggur að jörðin umhverfis
bifist við. Og þarna fær hún að lík-
• indum að syngja sina „þungu sigur-
söngva“ að eilífu fyrir tröllkonurn-
ar steinrunnu til heggja handa, (þ.
e. í tröllkonugili í Búrfelli og tröll-
t konugili í Næfurholtsfjöllum) sem
einhverntíma aftur i grárri forn-
eskju, hlupu yfir Þjórsá eftir hólm-
unum í fossbrúninni, (og þar frá er
nafnið komið á fossinum) m. a. til
þess, að fá lánuð áhöld hvor hjá
annari, svo sem pott, til að sjóða i
menn er fóru um skarðið, sbr. þjóð-
söguna um viðureign annarar við
Gissur á Botnum, Gissur á Lækjar-
hotnuin. Nú er orðið býsna langt
síðan þær reyndu að nó sjer í mann
í soðið. Nú liafast þær ekki annað
að, en hlusta á hljómleika Þjórsár
frá þeim stað, er þær gengu yfir liana
áður þurrum fótum. Allir sem um
skarðið fara, ættu að skoða Tröll-
konulilaup, — og senda gömlu systr-
unum koss af fingri, um leið og fram
hjá þeim er farið, eins og i þalck-
lætisskyni fyrir þolinmæðina, að
húka þarna i giljum sínum um alda-
raðir. — Útvörður dalsins (eða dal-
anna beggja) að austanverðu er
Eyjafjallaskallinn gamli, en Vest-
mannaeyjar rísa úr hafi fyrir mynni
hans austast, og gæta þess vendilega
að ekkert óhreint komist að hon-
um úr þeirri átl. —
Rangárvellir, sem sýslan dregur
nafn af, eru milli Rangánna, sem
báðar voru brúaðar á öðrum tug
aldarinnar. Til forna var Rangár-
vallasveit miklu stærri en hún er nú
og er hún þó enn með stærri sveit-
um sýslunnar. Öfl eyðileggingarinn-
ar hafa leikið hana grátt. Eldril
herma að um 50 hæir hafi farið í
eyði ó Rangárvöllum í Heklugosum
og af sandfoki.. Þ‘ar ó meðal voru
mörg stórbýli, t. d. Tröllaskógur
(öðru nafni Stóri-Skógur), Dagverð-
arnes gamla, (þar er sagt að hafi
verið 50 liurðir á járnum), Stóra-
Skarð o. fl. En ný sköpunarsaga er
að hefjast þar, eins og i Landsveit
innan sandgirðinganna. Og ef dug-
lega er að verið, — og Hekla gamla
verður jafnprúð og hún hefir verið
nú í 90 ár — verða Rangárvellir
eftir aldarfjórðung orðnir aftur ein
með fegurstu sveitum sýslunnar.
Bílfært er víða um neðri Rangár-
velli t. d. að Geldingalæk, Gunnars-
holti, (þar rekur ríkið búskap og
stórfelda sandgræðslustarfsemi),
Reyðarvatni, Kirkjubæ, Keldum,
Hofi og Odda. -—
Nú skal vikið aftur að ferðasög-
unni.
Flesl ferðafólkið var með öllu ó-
kunnugt í hinu söguríka Itangár-
bjeraði; hafði aldrei komið þangað
fyrri. Eins og líkum lætur, átti það
að vera hlutverk þess, sem hlotið
hafði titilinn „fararstjóri", að fræða
fólkið um eitt og annað er fyrir
augun bar, og um sagnir við það
bundnar, eftir þvi sem unl var.
Byrjaði hann þetta starf með því,
að sýna því helstu sögustaði er sást
til af þjóðveginum.
Þegar komið er nokkuð austur
fyrir ytri Rangá, blasir hinn frægi
staður Oddi við til hægri handar.
Nafnið (Oddi) mun dregið af þvi
að bærinn er bygður á landodda,
sem myndaður er af þremur vatns-
föllum, Rangánum báðum og Hró-
arslæk, sem nú er venjulega nefndur
Varmadalslækur.
Þórgeir Ásgrímsson, Úlfssonar
gyldis, hersis á Þelamörk í Noregi,
bygði fyrstur bæ i Odda. Keypti
hann Oddalönd af Hrafni Hœngs-
syni, fyrsta lögsögumanni, er þá
bjó á föðurleyfð sinni Hofi á Rang-
árvöllum. Kona Þorgeirs hjet Þuríð-
ur, dóttir Eilifs í Litla-Odda. Eru
Oddaverjar frá þeim komnir.
Þorgeir mun hafa keypt Odda-
land, af Hrafni lögsögumanni — sem
áður var hluti af Hofslandi — nál.
935.
Dóttir Þorgeirs og Þuriðar hjet
Helga. Hún giftist Svarti Úlfssyni
örgoða, bróður Runólfs goða i Stóra
Dal, og bjuggu þau í Odda eftir
foreldra hennar.
Eftir þau Svart og Helgu, hýr í
Odda sonur þeirra Loðnmndur
prestur og síðan sonur hans, Sigfús
jjrestur, faðir Sæmundar fróða. Og
var Helga Þorgeirsdóttir, fyrsta
heimasætan í Odda, langamma hans.
Sonur Sæmundar fróða, Eyjólfur
prestur tekur við Oddastað eftir
föður sinn, en síðan eftir hann,
sonarsonur Sæmundar, Jón Lofts-
son, er talinn var á sinni tíð mestur
höfðingi á íslandi — og líklega má
telja svo enn þann dag í dag.
Eftir hann taka við Odda ætt-
menn hans mann fram af manni.
Vigfús Guðmundsson fræðimaður
frá Keldum, telur að Oddaverjar (10
ættliðir) hafi búið í Odda, manu
eftir matín, í nær því hólfa fjórðu
öld. (Sbr. V. G. Saga Oddastaðar).
A tíð fjögra merkustu Oddaverja
(Sæm. fróða, Eyjólfs, Jóns Loftss. og
Sæmundar sonar hans) var skóli i
Odda; annar elsti skóli lands-
ins. Fyrsti skólinn (elsti) var i
Haukadal í Biskupstungum. Meðal
þeirra er lærðu í Oddaskóla var
Snorri Sturluson. Oddi hefir alla
tíð verið eitt helsta stórbýli og höfð-
ingjasetur ó landinu, og þar hafa
setið margir mestu merkismenn and-
legu stjettarinnar frá fyrstu tíð, og
fram á þennan dag. Og OddaStað
hafa haft að veitingu 7 prestar er
síðar urðu biskupar, (Ólafur Rögn-
valdsson, Jón Arason, Björn Þorleifs-
son, Ólafur Gíslason, Árni Þórar-
insson, Steingr. Jónsson og Helgi
Thordarsen) og hefir Oddi met i
Jiessu. Næst er Skálholt með 6 bisk-
upsefni, Hólar 5, Staðarstaður 4 og
Reykjavík 4, auk tveggja síðustu
biskupanna sem ekki voru þar áður
sóknarprestar).
Til vinstri handar, gegnt Odda
sjest Kirkjubær, þar sem Otkell bjó
til forna, og Njóla segir að Hallgerði
húsfreyju á Hliðarenda, hafi fund-
ist vera of mikið til af mat.
Fyrir austan Strandasýki var hið
gamla höfuðból Strönd. Jörðin hef-
ir tvívegis lagst í eyði vegna sand-
foks; 1709 og 1882. Nú er búið að
girða nokkuð af landi Strandar, og
er það sem óðast að gróa upp í
kringum mjög myndarlegan heima-
vistarskóla, sem Rangvellingar hafa
hygt á Strönd nýlega.
Þegar kemur austur undir eystri
Rangá, sjest Stóra-Hof nokkuð upp
með ánni á vestari bakka hennar.
Þar reisti Ketill Hœngur landnáms-
maður fyrstur bæ í Rangárþingi —
en landnám hans var alla leið frá
Þjórsá að Markarfljóti. A Njálutíð
hjuggu á Stóra-Hofi, feðgarnir Val-
garður grói, og Mörður sonur hans.
Voru þeir höfðingjar miklir og vel
ættaðir. Koma þeir mikið við Njáls-
sögu, og eigi ætíð á þann veg cr
líklegt eða sennilegt má telja.
Næstu bæir við Stóra-Hof, upp
með Rangá, eru Minna-Hof, Stokka-
lækur og Keldur, þar sem Ingjaldur
Höskuldsson bjó á dögum Njáls, og
síðar Jón Loflsson, eftir að hann
var búinn að sleppa Odda við Sæ-
mund son sinn. Kirkjubær, Stóra-
Hof og Keldur, hafa löngum verið
stórbýli og eru það enn.
Af þjóðveginum milli Strandar og
eystri Rangár, er mjög fagurt að
lila til fjallanna, Þríhyrnings, Vatns-
dalsfjalls og Hvolfjalls og bæjarins
á Stórólfshvoli, (sem er beint fram-
undan) einkum i síðdegissól.
Djúpidalur heitir snoturt dalverpi
rennsljelt austan við brúna á eystri
Rangá. Er þar eitt býli hygt fyrir
stuttu. Austan við Djúpadal tekur
við Hvolsvöllur austur fyrir Stór-
ólfshvol.
Stórólfshvoll stendur suðvestan
undir endanum á Hvolsfjalli. Þar
bygði fyrstur bæ Stórólfur, sonur
Kelils hængs. Ormur hinn sterki var
sonur hans. Eru til margar sagnir
um af) hans og hreysti, og liefir
honum kipt i kyn til föður síns,
sem var „hamrammur mjög“, og
])að svo, að Dufþakur gamli í Duf-
þaksholti, sem heldur þótti illur
viðureignar, varð þó að láta undan
honum síga.
Á Stórólfshvoli liafa oft búið erri-
bættismenn, sýslumenn, prestar og
læknar. Síðustu áratugina hefir ver-
ið þar læknissetur. Miklar bygging-
ar eru á Stórólfshvoli, því auk bygg-
inganna er læknissetrinii fylgja, er
þar sjúkrahús, kirkja og þinghús.
Og fyrir neðan túnið eru byggingar
Kaupfjelags Hallgeirseyrar.
Fyrir sunnan Stórólfshvol eru
vegamót. Liggur aðalþjóðhrautin
beint áfram til suður yfir nýju
brýrnar á Þverá, Affalli, Álum og
Markarfljóti, meðfram Eyjafjöllum,
og alla leið að Kirkjubæjarklaustri
á Síðu, — og jafnvel að Kálfafelli i
Fljótshverfi um hásumarið. Hinn
vegurinn liggur inn í Fljóthlíðina,
og er fær bílum að Múlakoti.
Stutt frá vegamótunum er Efri-
Bleiksárgljúfur.
Hvoll, austan undir IIvolsfjalli. Sím-
leiðis höfum við pantað þar hress-
ingu, mjólk og kal'fi, og var það til
reiðu er þangað var komið. Þar býr
nú sýslumaður Rangæinga Björgvin
Yigfússon. Áður en hann kom að
jörðini fyrir rúmum 20 árum var
þar margbýli (5 kot). Nú er hann
búinn að gera þessa jörð að stórbýli.
Eftir nokkra viðstöðu á Efra-
Hvoli var haldið inn í Fljótshlíðina.
Liggur vegurinn fyrir neðan bæjar-
röðina, en bæirnir (flestir) standa
uppi i hliðinni. Ysti eða vestasli
bær í Fljótslilíð heitir Núpur. Er
það snoturt bóndabýli með fallega