Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1935, Blaðsíða 34

Fálkinn - 21.12.1935, Blaðsíða 34
32 F Á L K I N N Jólaskrítlur* — Nei, Snati minn. Þetla kei/rir úr hófi. Nú hefir þá þyngst um 3 pnnd síðan jeg vóg þig síðast. Og það er ekki nema vika síðan! Svei! IÍÁSETINN: — Nú verðið þið að koma góðir hálsar, iþó að þið sjeuð að spila ÁTTU. Því að skipstjórinn verðnr að fara síðastur frá borði. Eirikur litli kemur í fyrsta sinn í dýragarðinn. Hann hefir mjög gaman af að sjá apana og fílana, en þegar faSir hans fer aS sýn.i honum nautin fer honum að leiðast og hann segir: — Heyrðu pappi, viltu ekki held- ur sýna mjer Mickey Mús? Andrjes gamli var orðinn sjötíu og sex ára, en eigi að síður vildi hann ólmur gifta sig aftur. Prest- urinn var að reyna að malda i mó- inn, en Andrjes sat við sinn keip og sagði: — Lítið þjer á, prestur minn! Jeg á nú vist ekki langt eftir, og mig langar til að eiga einhvern að, sem getur iokað á mjer augunuin. — Jæja, sagði presturinn. — Jeg hefi nú átt þrjár konur og þær opnnðu á mjer augun. Gamall maurapúki kom til yng- ingarlæknis og spurði hann: — Getið þjer gert mig tuttugu og fimm ára á ný? — Já, svaraði yngingarlæknirinn, en það kostar tíu þúsund krónur. — En getið þjer gert mig seytján ára? - Já, en það kemur til að kosta Jirjátíu og fimm þúsund krónur. — Jæja, gerið Jjjer mig þá seytján ára. Ári síðar kom yngingarlæknirinn og krafðist borgunarinnar. — Já, en góði maður, svaraði maurapúkinn, úr þvi að jeg er ekki nema átján ára þá er jeg ekki myndugur, og ef Jijer haldið þvi fram, að jeg sje myndugur, þá stefni jeg yður fyrir svik. Frændi var að halda umvöndun- arræðu yfir skjólstæðing sinum, sem honuin hafði verið falið fjár- hald fyrir. Líttu á, drengur minn, pening- anna minna hefir verið aflað með ströngu erfiði .... — En frændi, þú hefir sagt mjer áður, að Jiú hafir erft þá eftir hann afa þinn, tók pilturinn fram í. — Erfiðaði hann máske ekki stranglega fyrir þeim? svaraði frændinn önugur. Pjetur litli sá á leiðinni í járn- brautinni, að móðir hans lireiddi vasaklútinn sinn á höfðabríkina í sætinu áður en hún hallaði sjer út- af. — Það er hreinlegra, sagði hún, Jiví að Jiað eru svo margir, sem hafa hallað höfðinu hjerna. Svo var Jiað einn dag, að Pjetur var með vinnukonunni á ferð í spor- vagni, eftir að hann kom lieim. Hann var þreyttur og settist á hnjen á stúlkunni og hallaði sjer útaf og ætlaði að blunda. Alt í einu rjetti hann úr sjer, tók upp vasaklútinn sinn og breiddi úr honum á öxlina á stúlkúnni, og þegar hún spurði hann hvað þetta ætti að l)ýða, svar- aði Pjetur: — 'Það er hreinlegra svona, þvi að það eru svo margir, sem hafa hallað höfðinu hjerna. Frú Hoppe hafði þann leiða vana, að minna manninn sinn stundum á, að það væri hún sem hefði lagt ált borðsilfrið í búið, hún ætti öll málverkin og frá henni væru hús- gögnin. Svo bar það við eina nóttina, að frúin vaknaði við þrusk í borð- stofunni. Hún vakti bónda sinn og hvíslaði skjálfandi að honum: — Það eru innbrotsjijófar í borð- stofunni. Flýttu þjer á fætur! — InnbrotsJjjófar? sagði hann, og sneri sjer á hina hliðina. Þú um liað. Þú átt hvort sem er alt, sem er þar inni. Stórkaupmaðurinn og verkfræð- ingurinn voru staddir suður á lieykjanesi og horfðu út á sjóinn. — Ef maður hyrjaði nú að byggja hrú hjerna og bygði áfram og áfram i liessa átt, hvar haldið Jijer J)á að maður mundi lenda? segir stór- kaupmaðurinn. — Á Kleppi, svaraði verkfræð- ingurinn. Gamla frú Eyfjörð er á fisksölu- torginu og er að skoða fisk. Hún gerir svohljóðandi athugasemd: — Mjer finst ekki að þessi J)orsk- ur liti rjett vel út! — Ef J)að er útlitið, sem J)jer gangist fyrir frú, J)á ættuð J)jer held- ur að kaupa yður gullfisk! — í þrjá tíma, sagði kaupmaður- inn, að hann ætti að halda vætu. — Nú er best að reyna það. — Þú verður að fara í þessi föt af okkur báðum, Gísli minn, þvi að það er ómögulegt, að koma þeim fyrir í koffortunum. Prófessorinn er að yfirheyra stúdentinn og spyr: — Hvaða munur er á greindar- mönnum og snillingum? — Sá, að greindi maðurinn far borgun fyrir vinnu sina en hinn ekki, svaraði stúdentinn. 4 Nr. 362. Adamson stoppar sokka. Nr. 363. Adamson hefir uppi á sökudólgnum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.