Fréttablaðið - 28.09.2009, Blaðsíða 2
2 28. september 2009 MÁNUDAGUR
Auður Capital veitir fjárfestingaþjónustu
með áherslu á gagnsæi og áhættumeðvitund.
Við getum séð um
séreignarsparnaðinn þinn
Velkomin á opna kynningu til okkar
mánudaginn 28. sept. kl. 17:15,
Borgartúni 29, 3. hæð.
Auður fyrir þig
Eignastýring - Fjárfestingar - Fyrirtækjaráðgjöf - Séreignarsparnaður
audur.is - 585 6500
PERSÓNUVERND Réttarfarsnefnd
mun skoða hvort breyta eigi lögum
til að taka á ólöglegri birtingu per-
sónuupplýsinga á netinu í kjölfar
ábendinga Persónuverndar, segir
Ragna Árnadóttir dómsmála-
ráðherra.
„Þetta er áhugaverð ábending og
brýnt að taka þetta upp. Það veit
það hver sem hefur farið inn á
síður eins og ringulreid.is. Ég hef
fengið til mín foreldra sem voru
örvilnaðir vegna þess að úrræði
vantar til að stöðva birtingu á net-
inu,“ segir Ragna.
Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri
Persónuverndar, sendi dómsmála-
ráðherra bréf á dögunum þar sem
lagt var til að dómstólar fengju
völd til að loka fyrir aðgengi
íslenskra netnotenda að síðum sem
brjóta gegn persónuverndarsjónar-
miðum, eins og fram hefur komið í
Fréttablaðinu.
Fjarskiptafyrirtækin ákváðu
nýlega að loka fyrir aðgang að
netsíðunni ringulreid.org, sem
er vistuð erlendis en haldið úti
af íslenskum aðilum. Þar birtust
reglulega myndir af fáklæddum
barnungum stúlkum og drengjum,
og jafnvel upplýsingar á borð við
símanúmer og netföng.
Verði hugmyndir Persónuverndar
að veruleika getur lögregla krafist
þess að lokað sé fyrir viðlíka síður.
Þá munu dómstólar fjalla hratt um
málið og ákveða hvort lokað verð-
ur fyrir síðurnar.
„Þetta er málefni sem þarf að
taka til athugunar, og mjög gott að
Persónuvernd vakti máls á þessu
með þessum hætti,“ segir Ragna.
Hún segir þá leið virðast skynsam-
lega sem Persónuvernd leggi til, og
því rétt sé að skoða hana nánar.
Í málum af þessu tagi togast á
tjáningarfrelsið og persónuverndar-
sjónarmið, og því eðli legt að vald
til að grípa í taumana liggi hjá
dómstólum, segir Ragna.
„Mannréttindin eru þannig úr
garði gerð að einstaklingur má
ekki beita sínum mannréttindum
þannig að hann gangi á réttindi
annarra. Það er ekki hægt að skýla
sér á bak við tjáningarfrelsið
ef augljóslega er verið að brjóta
gegn réttindum annarra, eins og
hefur borið við á ýmsum síðum,“
segir Ragna.
Persónuvernd á netinu hefur
einnig verið til skoðunar á hinum
Norðurlöndunum, og verður
norræn ráðstefna um málefnið
haldin í Reykjavík 19. nóvember
í Háskóla Íslands.
brjann@frettabladid.is
Skoðar hertar reglur
til að stöðva netníð
Örvilnaðir foreldrar hafa rætt skort á úrræðum vegna netníðs við dómsmálaráð-
herra. Ráðherra segir brýnt að skoða málið. Óskar eftir áliti réttarfarsnefndar á
hugmyndum Persónuverndar um að dómstólar geti lokað fyrir netsíður.
BRUNI Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að
bilun í rafmagni olli líklegast eldinum í Höfða
á föstudagskvöld. Ekkert bendir til annars.
„Þetta var uppi á háaloftinu og þar var ekk-
ert annað sem gat kviknað út frá nema raf-
magn,“ segir Jón Viðar Matthíasson slökkvi-
liðsstjóri.
Hann segir að eldvarnir hússins hafi verið
ágætar, en nú gefist tækifæri til að færa þær
„í átt að nútímatækni“. Hann nefnir sérstak-
lega vatnsúðakerfi.
Jón Viðar gat stólað á hátt í hundrað starfs-
menn sína í björgunarstarfinu, fyrir utan
lögreglu og borgarstarfsmenn. Slökkviliðs-
mennirnir þurftu meðal annars að kafa inn
í reykinn, og var hitinn þá nokkur hundruð
gráður, segir Jón Viðar.
Öryggiskerfi hússins voru yfirfarin fyrir
stuttu og Sigurður Egilsson, sem var hús-
vörður í Höfða í nokkur ár, segir að borgin
hafi haldið húsinu vel við að þessu leyti.
Spurður hvort einhver vanræksla kunni að
hafa ollið eldinum. „Þvert á móti,“ segir hann.
Fjöldi fólks hjálpaði til við björgunarstarfið
og Sigurður, sem frétti af brunanum í fréttum,
var einn af þeim sem drifu sig á staðinn.
Ólafur Jónsson, innkaupastjóri Reykjavíkur-
borgar, segir að björgunin og flutningar inn-
búsins hafi verið afar faglegir og undir eftir-
liti lögreglu.
„Þetta var eins og vel smurð vél. Allir list-
munir voru færðir á Kjarvalsstaði og hitt í
kjallara í Höfðatorgi, þar sem húsgögn og
annað var þurrkað og sett í geymslu,“ segir
hann.
Skemmdir á húsinu séu verri en hægt er
að sjá utan frá, helst vatnsskemmdir, en þó
„mjög þolanlegar miðað við að það kviknaði í
því“. - kóþ
Ekki hægt að kenna lökum frágangi um brunann í Höfða, en þó mætti nútímavæða eldvarnirnar:
Bilun í rafmagni talin orsök eldsins
AF LITLUM NEISTA Klæðning í lofti fór víða illa út úr
vatnsflaumnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
UTANRÍKISMÁL Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra
lýsti yfir megnri óánægju með að framgangur áætlun-
ar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) fyrir Ísland hafi
verið tengdur Icesave, í ávarpi á allsherjar þingi Sam-
einuðu þjóðanna á laugardag.
„AGS bauð Íslandi upp á áætlun til að ná stöðugleika
á ný, og hefur sú áætlun staðist að mestu, en ég verð
fyrir Íslands hönd að lýsa megnri óánægju vegna þess
að ótengdar tvíhliða deilur [við Bretland og Holland]
hafa komið í veg fyrir að áætlunin nái fram að ganga,“
sagði Össur í ávarpi sínu. Þjóðir heims yrðu að vinna
saman gegn þeirri spillingu sem hefði leitt til hruns-
ins, í anda Sameinuðu þjóðanna, gera yrði út af við
alþjóðleg skattaskjól og tryggja yrði að spákaupmenn
fengju ekki framar að leika sér með líf almennings.
Þá yrði að sameinast um nýtt alþjóðlegt regluverk.
„[Ísland] var fyrsta landið sem varð fórnarlamb
græðgi og öfga íslenskra og alþjóðlegra fjárfesta sem
misnotuðu reglur, fylgdu vafasömu vinnusiðferði,
földu peninga í skattaskjólum og innleiddu óábyrgt
kerfi bónusa sem hvöttu til óábyrgrar hegðunar langt
umfram það sem heimurinn hefur séð til þessa,“ sagði
Össur. - bj
Utanríkisráðherra hvatti til alþjóðlegra lausna á kreppunni á allsherjarþingi SÞ:
Lýsti yfir óánægju með AGS
BREYTINGAR Alþjóðasamfélagið ætti að sameinast um nýtt
alþjóðlegt regluverk til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki
sig, sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. MYND/SÞ
PERSÓNULEGT Engin úrræði eru í íslenskum lögum til að taka á ólöglegri birtingu
persónuupplýsinga á erlendum vefsíðum, að mati Sigrúnar Jóhannesdóttur, forstjóra
Persónuverndar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Mannréttindin eru
þannig úr garði gerð
að einstaklingur má ekki beita
sínum mannréttindum þannig að
hann gangi á réttindi annarra.
RAGNA ÁRNADÓTTIR
DÓMSMÁLARÁÐHERRAMaðurinn sem lést í bílslysi
í Jökulsárhlíð á föstudag hét
Stefán Björnsson, til heimilis
að Lónabraut 25 á Vopnafirði.
Stefán var 68 ára að aldri og
lætur eftir sig eiginkonu og
uppkomin börn.
Lést í
umferðarslysi
Steinþór, voru þetta þrettán
Réttir?
„Hárréttir. Það gerist ekki oft en
það kemur fyrir að tippið hjá manni
hittir í mark.“
Steinþór Helgi Arnsteinsson, einn af
skipuleggjendum tónleikaraðarinnar Rétta
sem var haldin í Reykjavík um helgina.
STJÓRNMÁL Ólafur Örn Nielsen
var kjörinn formaður Sambands
ungra sjálfstæðismanna á sam-
bandsþingi sem fór fram á Ísa-
firði um helgina. Fanney Birna
Jónsdóttir, fyrrverandi formaður
Heimdallar, bauð sig fram gegn
Ólafi og hlaut Ólafur 106 atkvæði
en Fanney Birna 98.
„Ég er virkilega ánægður með
að taka við þessu starfi með því
góða fólki sem tekur núna sæti
í stjórninni,“ segir Ólafur Örn,
sem er 23 ára vefforritari. „Það
sem ég vil gera er að efla sam-
bandið til muna. Sjálfstæðismenn
þurfa að láta miklu meira í sér
heyra, sér í lagi í þessum stormi
sem við erum að ganga í gegnum
á þessum misserum.“ - fb
Sambandsþing á Ísafirði:
Ólafur kjörinn
formaður SUS
BANDARÍKIN Gestkomandi karl-
maður í dýragarði í San Francisco
gerði sér lítið fyrir á laugardag-
inn og laumaðist inn á svæði
þar sem grábirnir hafast við.
Starfsmenn dýragarðsins brugð-
ust skjótt við og tókst að bjarga
manninum án þess að hann hlyti
skaða af.
Dýragarðurinn komst í heims-
fréttirnar árið 2007 þegar tígr-
isdýr slapp þaðan úr búri með
þeim afleiðingum að einn lést.
Eftir það voru öryggismál dýra-
garðsins tekin sérstaklega í gegn,
sem skýrir líklega skjót viðbrögð
starfsmanna við fífldjörfum
athöfnum gestsins. - jma
Hættulegur leikur í dýragarði:
Bjargað af
starfsmönnum
Stjórn Ungra vinstri grænna
Jan Eric Jessen var kjörinn formaður
Ungra vinstri grænna á landsfundi á
Hvolsvelli um helgina. Guðrún Axfjörð
Elínardóttir var kjörin varaformaður,
og Tómas Gabríel Benjamín ritari.
STJÓRNMÁL
HEILSURÆKT Þrátt fyrir norðan-
garra tóku tæplega þrjú hundruð
manns þátt í Hjartadagshlaupinu
sem var haldið í þriðja sinn í
Kópavogi í gær. Hlaupið var hald-
ið í tilefni af Alþjóða hjartadeg-
inum sem er haldinn í samvinnu
við Hjartaheill, Neistann, ÍSÍ og
Kópavogsbæ.
Sigurvegarar í tíu kílómetra
hlaupi voru Birkir Markússon og
Fríða Rún Þórðardóttir. Í fimm
km hlaupi unnu Þórólfur Ingi
Þórsson og Ásdís Káradóttir.
Allir hlauparar fengu verðlauna-
pening auk þess sem Hjartaheill
og Neistinn lögðu til ávexti og
vatn. ÍSÍ bauð upp á kennslu í
stafagöngu og nýtti sér hana
góður hópur fólks. - fb
Hjartadagshlaup í þriðja sinn:
Þrjú hundruð
þátttakendur
HJARTADAGSHLAUP Þátttakendur í
Hjartadagshlaupinu voru tæplega þrjú
hundruð talsins.
SPURNING DAGSINS