Fréttablaðið - 28.09.2009, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 28.09.2009, Blaðsíða 18
STÓR RÝMI nýtast oft illa. Til að skipta herberginu upp án þess að byggja fyrirferðarmikinn vegg er hægt að hengja upp gardínu, jafnvel gagnsæja gardínu í fallegum lit sem gefur herberginu notalega stemningu. Í erlendum hönnunarblöðum og í búðum má finna vörur sem vísa til fugla, sólar og blóma. Marglit bútasaumsteppi og veggskreytingar eru líka það sem koma skal, og klárlegt að litamixtúrur og skreytingar frá fjarlægum löndum munu eiga upp á pallborðið næstu misserin. Með þessum skreytingum er óhjákvæmilegt að gulur eigi um leið sterka innkomu. Gulur er mjög afgerandi litur en blandast mjög vel með öðrum litum og einn lítill hlut- ur í gulu í stóru rými gerir ótrúlega mikið. Gul kerti eru þó öllu erfiðari viðureignar þar sem þau minna sjaldnast á annað en páska, en gulgræn kerti geta þó geng- ið á öðrum tímum sem og sinnepsgul. Sinneps gulur er einmitt mikill haustlitur nú í ár og keramík í þeim lit afar falleg. Þá má minna á að hálsfestar, stórar og miklar, eru vin- sælar í ár og íslenskir hönnuðir hafa þar notað gula litinn í hönnun sína. Festarnar eru ekki síður heim- ilisprýði hangandi á stórum spegli en á manni sjálf- um. Að endingu má líka minna á gular mottur sem fást til að mynda í IKEA og svo fást víða ruslatunnur í flottum gulum litum sem gera mikið fyrir eldhúsið, sérstaklega ef burstað stál er þar allsráðandi. juliam@frettabladid.is Gulleit glaðlegheit í komandi skammdegi Það er enginn sem segir að við þurfum vorvinda til að nota glaðlega liti í innanstokksmunum í vetur. Þvert á móti er gulur, sterkgulur, vinsæll um þessar mundir. Bakki úr IKEA fyrir fuglavini. Snaginn Hang-it-all kemur með sólina inn í barna- herbergin. Hann fæst í Pennanum Hallarmúla. Kannski á amma eða mamma svona dásamlega gamlan gulan keramíkvasa í geymslunni. Gulgrænir púðar og teppi gera mikið. Kristín Garðarsdóttir gerði þessar fallegu skálar en þær fást í Kirsuberjatrénu. Í lampanum er bókstaflega varpað ljósi á þekktustu kennileiti borgarinn- ar til dæmis Hallgrímskirkju, Landa- kotskirkju, Alþingi, Perluna og Sól- farið. Er það gert með því að varpa skuggamyndum á pergamentskerm og úr því verður lifandi en friðsælt borgarlandslag. Eins tegundir ljósa hafa þegar verið útbúnar með kenni- leitum annarra borga svo sem Tókýó, Kölnar, London og Parísar. Ljósið er hægt að fá í versluninni Kokku á Laugavegi, Duka Kringlunni og í flug- vélum Iceland Express. Ljósi varpað á Reykjavík Þýska hönnunarteymið Dekoop hefur útbúið svokallað Reykja- víkurljós. smur- bón og dekkjaþjónusta sætúni 4 • sími 562 6066 BREMSUVIÐGERÐIR BREMSUKLOSSAR SPINDILKÚLUR ALLAR PERUR HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA RAFGEYMAÞJÓNUSTA OLÍS SMURSTÖÐ BÓN OG ÞVOTTUR Borgartúni 25 | Reykjavík | Sími 570 4000 | raudakrosshusid@redcross.is | www.raudakrosshusid.is | Opið virka daga kl. 12-17 Ókeypis námskeið og ráðgjöf Mánudagurinn 28. september Þriðjudagurinn 29. september Miðvikudagurinn 30. september Fimmtudagurinn 1. október Qi – Gong - Æfingar sem hjálpa fólki að afla, varðveita og dreifa orku um líkamann. Tími: 12.00-13.00. Gönguhópur - Við klæðum okkur eftir veðri og göng- um rösklega út frá Rauðakrosshúsinu. Tími: 13.00 -14.00. Andleg sjálfsvörn – Sigursteinn Másson fjallar um grunnþætti andlegrar heilsu og leiðir til að verjast nei- kvæðu andlegu áreiti, hugsunum eða samskiptum. Tími: 13.30-14.30. Baujan sjálfstyrking - Byggð á slökunaröndun og til- finningavinnu til sjálfshjálpar. Skráning nauðsynleg! Tími: 15.00 -16.00. Hugleiðsla með bænasöngvum - Tími: 15.00 -16.00. Mótmæli: Hafa þau einhver áhrif? - Opnar umræður. Tími: 12.30-13.30. Föndur, skrapp myndaalbúm - Gott er að hafa skæri meðferðis. Tími: 13.00-15.00. Spilavinir - Kaplar - Lærðu að leggja kapal. Tími: 12.30-14.30. Jóga - Viltu prófa jóga? Tími: 15.00-16.00. Bókaklúbbur - Spjallað verður um bókina Hagsýni og hamingja eftir Láru Ómarsdóttur. Tími: 14.00-15.00. Japanska og japönsk menning - Lærðu japanska kur- teisi á japönsku! Fyrsti hluti af þremur. Tími:14.00-15.00. Art of living - Lilja Steingrímsdóttir kennir öndunartækni og hugleiðslu. Tími:15.30 -16.30. Bænir - Áttu uppáhaldsbæn? Tími: 15.30-16.30. Markþjálfun - Einstaklingsráðgjöf - Skráning nauðsynleg. Tími: 12.00 -14.00. Bráðfyndið uppistand og skemmtun – Þorsteinn Guðmundsson grínisti og leikari skemmtir gestum. Tími: 13.00-13.30. Línudans – Óli Geir kennir grunnsporin og heldur uppi dansstemningu. Tími: 14.00-15.00. Hláturjóga - Viltu losa um spennu og fylla lífið af hlátri og gleði? Tími: 15.30-16.30. Föstudagurinn 2. október Markþjálfun - Einstaklingsráðgjöf - Vilt þú setja þér há markmið og miða að þeim hratt og örugglega? Skráning nauðsynleg! Umsjón: Rúna Magnúsdóttir og Vildís Guðmundsdóttir, markþjálfar. Tími: 12.00-14.00. Sálrænn stuðningur - Fjallað er um áhrif alvarlegra atburða á andlega líðan fólks. Tími: 13.00-14.30. Prjónahópur - Lærðu og kenndu öðrum! Tími: 13.00-15.00. Ættfræði - Langar þig að setja upp ættartré? Glænýtt forrit af vefnum verður kynnt og góð ráð gefin af manni með reynslu. Tími: 15.00-16.30. Allir velkomnir! Markþjálfun - Einstaklingsráðgjöf - Skráning nauðsynleg. Tími: 12.00 -14.00. Einkatímar í söng – fullt. Umsjón: Hulda Björg Víðis- dóttir, söngkennari. Tími: 12.00 -14.00. Umhverfismál í daglegur lífi - Getum við haft áhrif? Tími:12.30-14.00. Tölvuaðstoð - Fáðu persónulega aðstoð! Fólk er hvatt til að hafa eigin tölvu meðferðis ef þess er kostur. Tími: 13.30-15.30. Þriðjudagurinn 29. september Módernismi í byggingarlist einkennist af tilraunum til að losna undan kreddum fortíðar og vísunum til byggingarsögunnar. Beinar línur, einfaldir fletir og flöt þök eru áberandi og blokkaþyrpingar og háhýsi úr gleri og stáli eru stundum sögð einkennandi fyrir þennan stíl. www.visindavefur.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.